Bjálkinn í augum varðhunds Nýhaldsins - Guðfaðir útlendingalaganna er sjálfur Sjálfstæðisflokkurinn!
Ekki benda á mig,
segir varðstjórinn,
þetta kvöld var ég að æfa lögreglukórinn.
Spyrjið þá sem voru á vakt,
ég ábyrgist þeir munu segja satt.
[m.a. á plötunni Bubbi Morthens Fingraför]
Þennan snilldartexta má yfirfæra á stjórnmálaflokka sem nú sverja af sér arfa slök útlendingalög frá 1. janúar 2017 (Lög um útlendinga: 2016 nr. 80 16. júní). Jú, jú, ég var þarna starfandi en það voru aðrir á vaktinni sem ollu skaðanum.
En Björn Bjarnason segir sjálfur í grein sinni Guðfaðir útlendingalaganna þetta: "Í fréttum frá þessum tíma er sagt frá því að þingmennirnir Óttarr Proppé, Bjartri framtíð, og Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki, hafi farið til Tyrklands til að kynna sér aðstæður flóttafólks. Höfðu lýsingar þeirra mikil áhrif á aðra þingmenn. Óttarr var formaður í nefnd allra flokka til að semja ný útlendingalög."
Var það ekki á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem grunnurinn var lagður að og raungerðist svo í lagabálknum frá 1. janúar? Fyrrum samherji (að ég held) Björns bónda, Jón Magnússon, hefur aðra sögu að segja. Kíkjum á hans útgáfu:
"Á Landsfundi 2015 lagði ég ásamt nokkrum öðrum fram tillögu um málefni hælisleitenda, þar sem vikið var að því að fámenn þjóð yrði að gæta vandlega hagsmuna sinna og setja mjög ákveðnar reglur um heimildir hælisleitenda til að koma til landsins.
Forusta Sjálfstæðisflokksins var tillögunni mjög andsnúinn og braut allar grunnreglur fundarskapa til að koma í veg fyrir að hún fengist tekin á dagskrá fyrr en liðið var að lokum Landsfundar að kvöldi síðasta þingdags og meiri hluti Landsfundarfulltrúa farinn heim til sín. Einnig var komið í veg fyrir eðlilegar lýðræðislegar umræður um tillöguna. Hún var felld eftir algjört ofbeldi af hálfu forustu og fundarstjóra auk nokkurra óvita með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í broddi fylkingar þá nýkjörna sem ritara Flokksins.
Ömurleikasaga Sjálfstæðisflokksins í málefnum hælisleitenda fór síðan í nýjar hæðir í meðförum þáverandi varaformanns flokksins Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem dómsmálaráðherra, sem skipaði þverpólitíska nefnd til að unga út vitlausustu löggjöf um málefni útlendinga sem þekkist í Evrópu."
Hefur Jón Magnússon ekki rétt fyrir sér, að hér sé verið að hengja bakarann fyrir smiðinn?
Björn endar pistil sinn svona: "Þótt Sigmundur Davíð hafi hrökklast úr embætti forsætisráðherra áður en útlendingalögin voru samþykkt má með réttu kalla hann guðföður þeirra. Fortíðinni verður ekki breytt." Hér er í raun spurt hver sé sekastur í þingheiminum. Ef það á að taka einhvern út fyrir sviga, má benda á tvo sökudólga. Óttarr Proppé í Bjartri framtíð og Unnur Brá Konráðsdóttir í Sjálfstæðisflokknum, sem má segja að séu guðfeður útlendingalaganna.
Máltækið "konur eru konur verstar" eða "konur eru þjóðinni verstar" á hér við en framganga Sjálfstæðiskvenna einmitt í þessu máli á landsfundinum réði mestu um hvernig útlendingastefna Sjálfstæðisflokksins mótaðist næsta árin. Kvennahópurinn í kringum Bjarna Benediktsson (ekki allar), hirðin, hefur reynst afar frjálslyndur hópur, svo woke sinnaður, að þær hljóta hafa ruglast á flokkum er þær sóttu um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn. Þær ætluðu í raun að ganga í Samfylkinguna en tækifærin voru kannski betri í Sjálfstæðisflokknum?
Ef litið er á hverjir eru skrifaðir "ábyrgðarmenn" fyrir útlendingalögunum frá 2016, þá er það Ólöf Nordal innanríkisráðherra úr Sjálfstæðisflokknum að ráði allsherjar- og menntamálanefndar en framsögumaður nefndarinnar var engin önnur en Unnur Brá Konráðsdóttir úr Sjálfstæðisflokknum.
Þeir seku eru þeir sem voru viðstaddir og á vakt er útlendingalögin voru samþykkt og greiddu með lögunum. Og það var meirihluti þingheims Alþingis á þessum tíma. Já greiddu 46 þingmenn með lögunum, 0 greiddi nei, 2 greiddu ekki atkvæði (Ásmundur Friðriksson og Brynjar Níelsson) og fjarverandi voru 14 þingmenn, þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þannig að ekki er hægt að bendla hann við samþykkt laganna! Sjá slóð: Atkvæðagreiðsla
Og nú hafa ný útlendingalög verið samin og samþykkt í sumar. Og þau reynast gölluð strax frá upphafi! Flokkur fólksins kom með breytingartillögu um að hægt sé að vísa útlendum glæpamönnum úr landi en það var fellt á Alþingi. Dómsmálaráðherrann Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokknum, sagðist ætla að taka málið upp í haust. "Það stendur ekki til að gera breytingar á útlendingalögum umfram þessar á þessu þingi. ... Ég er með áform um að leggja fram breytingar við útlendingalögin næsta haust."
Sjá má strax afleiðingarnar, hér gengur um útlendingur með hótanir við alla sem koma nálægt honum en ekki er hægt að vísa honum úr landi vegna þess að ríkisstjórnarflokknarnir þola ekki að stjórnarandstaðan komi með vitrænar breytingar á nýju lögunum.
Er Alþingi viðbjargandi? Enginn greiddi atkvæði gegn lögunum sem tíminn hefur sannað að reynst hafa verið arfa vitlaus. Og enn er haldið áfram á sömu braut...það þarf að staga í sokkinn strax í haust.
Helsta heimild: Útlendingar (heildarlög) 728. mál, lagafrumvarp Lög nr. 80/2016. 145. löggjafarþing 20152016.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.7.2024 | 13:34 (breytt kl. 17:25) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
P.S. Þegar menn gefa ekki kost á umræðu með athugasemda reit, þá fá þeir heila blogg grein frá mér í andsvari!
Birgir Loftsson, 4.7.2024 kl. 17:14
Ekki hægt að vísa erlendum kynferðisglæpamenn úr landi vegna lélegra útlendingalaga frá júní 2024: https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/07/05/naer_tvofalt_fleiri_utlendingar_grunadir_um_kynferd/
Birgir Loftsson, 5.7.2024 kl. 17:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.