Þegar ég hóf að stúdera hernaðarsögu, þá var mér í upphafi ráðgáta hvers vegna Evrópubúar hófu notkun handbyssna í stað langboga eða krossboga. Ástæðurnar voru nokkrar.
Í lagi voru byssur eða handbyssur, dætur fallbyssna sem voru notaðar gegn köstulum í umsátrum. Eðlilegt að menn tæku þessu vopn í hendur sínar. Fyrstu byssurnar hétu hakbyssur enda einkenni þær hak (gikkur) sem stóð neðan úr byssunni. Ekkert skeft eða lítið var á þessum byssum. Þessi vopn voru notuð jöfnum höndum með öðrum vopnum, eins og spjóti, bryntröllsins, armbyrstisins og bogans. Var því enn eitt vopnið í vopnasafninu.
Í öðru lagi var það skotkrafturinn (margar samstilltar byssur) og eyðileggingarmáttur (fór í gegnum allar verjur, nú á dögum líka í gegnum skothelt vesti). En svo var einnig háttað með krossboga. Bæði vopnin, krossbogar og byssur voru notuð gegn riddaraliði og það var í upphafi meginástæða þess að þessi vopn komu í stað til dæmis (lang- eða kross-)boga. En hvers vegna byssur í stað krossboga? Jú, þóttt það tæki lengri tíma að hlaða byssu en krossboga var það var skotkrafturinn og langdrægnin sem gerði útslagið. Krossboginn dró 100 metra lengra en boginn en hann var þungur, um 7 - 9 kg og dýr. Langan tíma tók að vinda upp strenginn og þurfti mikið afl til. Ekkert slíkt var fyrir að fara með byssur.
Í upphafi voru byssurnar "handfallbyssur" með stand og var tvíarma til að halda þungri byssu uppi og þvílíkt vopn var þetta gegn þungvopnuðu riddaraliði. Á 15. öld urðu herklæði riddara stöðugt þyngri og óhagkvæmari vegna árangurslausrar leitar að vörn gegn ógnun skotvopnanna. Þau voru orðin úrelt þegar um aldarmótin 1500. Stórskotalið Frakka sýndi það um 1494 á Ítalíu, að nýir tímar væru framundan. Sama var uppi á teningnum fyrir kastalanna, fallbyssurnar rufu þunna en háa múr þeirra auðveldlega. Moldarvirki eða skansar komu í staðinn.
Í þriðja lagi, í samanburði við krossboga, þurfti litla þekkingu eða færni til að skjóta úr slíkum byssum enda voru þær notaðar af fótgönguliði ásamt píkum (langspjótum, allt að 5 metra löngum eða lengri) gegn riddaraliði. Handvopn eða rifflar var notað af samstilltum hópi manna og því skipti nákvæmnin litlu máli og var það svo fram á 19. öld. Þess vegna börðust menn (að mér fannst þá) heimskulega með því að standa í röð(um) og skjóta á andstæða fylkingu hermanna. Nákvæmin var lítil eftir 75 -100 metra og því skipti litlu máli þættir eins og: nálægð, sem og uppröðun hermanna í beinar línur og það að vera berskjaldaður. Púðurreykurinn var hvort sem fljótur að hylja viðkomandi.
Hver byssuskytta gat skotið allt að þremur skotum á mínútu með kvartslásbyssu. Sameiginlegur skotmáttur (fjöldi byssna) alls herliðsins var það sem gerði útslagið og eyðileggingarmáttur byssukúlunar sem fór í gegnum allar verjur eða brynjur eins og áður sagði. Byssur þróuðust hægt. Helsta breytingin var hvernig skotinu (kúlunni sem var úr málmi, oft blýi eða steini) var skotið úr hlaupi byssunnar.
Í fyrstu var það mjög einfalt. Kveikiþráður (matchlock) eða "kveikilás" með gló var borið að gati á hlaupi sem á móti kveikti í púðri en það þeytir kúlunni úr hlaupinu. Helsti gallinn var að halda glóinn lifandi í rigningu og það að hún sást vel í myrkri.
Næsta í þróunni var það wheellock eða hjóllás sem gerði riddurum kleift að nota skammbyssur, þ.e.a.s. aðra hendina til að kveikja í púðurpönnunni í stað þess að nota tvær hendur, Fótgönguliðinn þurfti að nota aðra hendina til að halda á byssunni en hina til að bera kveikiþráðinn að pönnunni. Eina sem nú þurfti að gera að, var að taka í hamarinn, taka í gikkinn og hjólið sá um að bera kveikinn að pönnunni þegar skjóta þurfti.
Að lokum kom fram svokallaður flintlock eða kvartslás. Kvartið (steintegund sem auðvelt er að láta neista) er fest á byssuhamarinn og það er slegið niður á pönnuna og kveikir þar með í forpúðrinu sem á móti kveikir í púðurhleðslunni í hlaupinu. Kveikiþráðurinn var þar með orðinn úreltur.
Byssustingurinn kom svo til sögunnar á síðari hluta 17. aldar og þá mátti nota byssuna eftir skot, sem n.k. spjót. Spjót varð þar með úrelt. Svona voru byssur allt fram á 19. öld, frekar frumstæð vopn en þá komu fram rifflar hjá veiðimönnum Bandaríkjanna (hlaupin urðu riffluð og það jók nákvæmi skots og skotlengdar) og var upphaflega einkennisvopn veiðimannsins sem þurfti á nákvæmu vopni að halda, en ekki hversu hratt væri hlaðið. Eins með haglabyssuna, hún kom fram hjá, ef ég man rétt, hjá breskum presti sem notaði hana til fuglaveiða en aðrir segja að bandarískir landgönguliðar um borð bandarískra herskipa hafi notað haglabyssur fyrst vegna þess hversu erfitt er að skjóta frá skipi á veltingi.
Í öðru lagi varð skothylkið - patrónan og kúlan var nú orðið að einu stykki.
Þriðja afrekið var að nú voru hlaupin fleiri og með fleiri skot (sexhleypan þar frægust og vélbyssan Maxim). Sérstök skothylki komu fram fyrir riffla og skothríðin varð þar með meiri.
Byssur voru almennt einsskota fram á 19. öld og framhlaðningar. Einsskota handbyssur voru aðallega til á tímum kvartslásabyssna og musket vopna þar sem skammbyssa var hlaðinn með blý kúlum og hleypt af með kvartkveikju, og seinna með slagverkshettu. Skammbyssur voru lengi vel kallaðar pístólur (pistol á ensku) og revolver á 19. öld. Revolver var skammbyssa með fimm til sex hólfa sílender (hringlaga hólkur) og snýst með uppspenningi hamars.
Ætla ekki að rekja sögu skotvopna á síðari hluta 19. aldar til dagsins í dag, flest allir þekkja þá sögu en fáir um upprunan.
Hér er eitt ágætt myndband:
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stríð | 4.7.2024 | 09:52 (breytt kl. 09:54) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.