Sjálfstæðisflokkurinn í sjálfsheldu?

Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki að snúa til baka með fyrra fylgi og hann hafði áður en Bjarni Benediktsson tók við flokknum. Í raun hefur flokkurinn verið að missa fylgi hægt og rólega síðan hann tók við.

Það að hann hafi farið í sögulegt lágmark eða 15% í síðustu skoðunarkönnun segir alla söguna, þótt það hoppaði upp í 18% skömmu síðar.  Fylgi flokksins hefur ekki mælst jafn lítið og síðan í efnahagshruninu, eða í nóvember 2008. Mældist flokkurinn þá með 20,6 prósent.

Með flokksformann, sem er enginn leiðtogi, bara formaður, og hirðin í kringum hann sem hann hefur valið sér við hlið dansar eftir duttlungum hans, er borin von að Sjálfstæðisflokkurinn verði hægri flokkur.  Sjá má þetta hjá breska Íhaldsflokknum sem hefur líka svikið sínar hugsjónir en búist er við að hans bíði afhroð í júlí kosningunum næstkomandi. Báðir flokkar reyna að klóra í bakkann, t.d. með harðari innflytjenda stefnu en það er of seint í rass gripið. Það eru hin hægri málin, vanræktun hefðbundina gilda og frelsi þjóðar, einstaklingsins og markaðshagkerfisins sem hefur valdið vonbrigðum hægri kjósenda. Til hvers að kjósa þessa flokka ef þeir eru eins og vinstri flokkar í framgöngu? 

UK Reform flokkur Nigels Farage minnir svolítið á Miðflokkinn og stefnumál hans, samanber varsla hefðbundina gilda og harða innflytjenda stefnu. Báðum flokkum er spáð góðu gengi í næstu kosningum.  

Fólk er orðið þreytt á alþjóðahyggjunni og það að heimamenn eru látnir sitja á hakanum. Ólöglegir innflytjendur sem sumir segjast vera hælisleitendur, eru birtingamynd alþjóðahyggjunnar. Þröngvað upp á fólk án þess að það sé spurt hvort það vilji borga tug milljarða reikninginn sem af stjórnleysinu hlýst.

Fólk vill að heilbrigðisþjónustan virki, menntakerfið og velferðarkerfið en einnig að  húsnæðismarkaðurinn annist eftirspurn og öll þessi kerfi séu ekki á yfirsnúningi vegna opina landamæra.

Mjólkurkúin Ísland,  þótt hún sé gjöful í dag, mjólkar bara ákveðið magn. Jafnvel í dag getur hún ekki framfleyta öllum. Aldraðir og öryrkjar, kallað ómagar og ölmusafólk í gamla samfélaginu, eru látnir sitja út í horni líkt og hornkerlingin forðum.

Hin nýja Mannréttindastofnun Íslands (peningahít) mætti byrja á þessum hópi í starfi sínu en eflaust fer hún strax í woke verkefni og sinna öðrum en Íslendingum, sbr. hælisleitendum og mannréttindum erlendis. Utangarðmenn verða áfram utangarðs.

En góða fólkið er enn fjölmennur hópur, aumingja gott við fólk af öðrum bæjum en sínum eiginn. Það vill að fólk af öðrum bæjum borgi rausnarskapinn af allri góðmennsku sinni og heldur að það drjúpi smjör af hverju strái hjá öllum. Þetta fólk kýs flest allt til vinstri í stjórnmálum og styður stjórnmálaflokka sem lofa gulli  og grænum skógi í trjálausu landi.

Því má búast við að vinstri flokkar ríði feitum hesti frá næstu kosningum sem verða líklega á haustdögum.

Raunsæis fólkið, sem borgar daglega sína reikninga og ofurskatta, borgararnir - millistéttin, mun kjósa áfram borgaraflokkanna. Því miður nær þessi hópur sjaldan 50% fylgi og Ísland verður áfram hálf sósíalskt ríki. Er nokkur furða að ríkið hefur verðið rekið með halla frá lýðveldisstofnun?  

----

P.S. Björn Bjarnason nýtir í Sigmund Davíð í nýlegri grein og sakar hann um tvöfeldni og hafa skipt oftar en einu sinni um skoðun. Hann er greinilega orðinn örvæntingafullur vegna slæms gengi eigin flokks. Þá er um að gera að níða skóinn af andstæðingnum. Hann tiltekur fimm dæmi.

Til dæmis í hælisleitandamálum og útlendingalögunum frá 2017. Þá varð Sigmundur hreinlega undir í þessu máli en Sjálfstæðisflokkurinn var jafnsekur öllum þing heiminum sem gerði mikil mistök með að innleiða frjálslyndustu innflytjenda löggjöf í Evrópu og opna þannig flóðgáttir ólöglegra innflytjenda.

Svo má minna Björn bónda á að Miðflokkurinn var stofnaður 2017, eftir að mistökin í löggjöf um útlendinga voru gerð (tóku gildi 1. janúar 2017). Þannig að hann getur ekki sakað Miðflokkinn um stefnuleysi í hælisleitenda málum, þegar flokkurinn var ekki einu sinni til þá! Sigmundur Davíð stofnaði Miðflokkinn en hann er ekki Miðflokkurinn.  Flokkurinn er fjöldahreyfing borgarasinnaða Íslendinga. Flokkurinn sem slíkur, hvort sem hann er tveggja manna eða níu manna, hefur verið rökfastur og stefnufastur í sínum málum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar verið ístöðulaus um áratuga skeið.  Ekki flokksmenn, heldur flokksforustan.

Nenni ekki að svara hinum fjórum atriðum sem Björn tiltók enda greinilega skrifað til að kasta rýrð á formanninn. Og það má skipta um skoðun, sérstaklega ef menn komast að því að þeir hafi rangt fyrir sér og leiðrétti mistökin. Verri eru þeir sem gera mistök, vita af því en gera ekkert í málinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég ber taugar til Sjálfstæðisflokksins þótt ég telji hann rúst eina núna.

Þar sem ég ólst upp að Digranesheiði 8 voru bæði amma og afi pólitísk og vildu frelsi einstaklingsins, Sjálfstæðisflokkinn og voru vel kristin. Ég minnist æskunnar sem tíma öryggis og hlýju, allt í föstum skorðum og maður vissi hvað var rétt og hvað var rangt, hvað snéri upp og niður. Nú er allt orðið svo afstætt með hundrað kynjum og deilum útaf öllu.

Ef þau væru á lífi núna myndu þau segja að kommúnistar hefðu yfirtekið Ísland, og Sjálfstæðisflokkinn líka.

Já, flokkurinn er í sjálfheldu. Ég held að það sé engin leið til baka til betri tíma. Ekki nema þjóðin verði aftur kristinnar trúar og íhaldssöm, og noti það sem hefur reynzt bezt í gegnum aldirnar, ekki wokið sem keyrir útí skurð.

Það má þó sjá á góðu fylgi Miðflokksins að enn er talsverður slatti af fólki sem vill ekki wókið, heldur þetta traust samfélag fyrri tíma.

Sjálfstæðisflokkurinn er með of mikið af vondu karma í farteskinu. Ekki var gert upp við hrunið. Í stað þess að vera stoltir af stefnu sinni fóru þau að taka upp stefnu annarra flokka.

Þegar pólitíkusar flýja hugsjónir sínar er erfitt að hjálpa þeim, og hafa ekki lengur trú á sér nema á yfirborðinu.

Ég er þér algerlega sammála að ístöðuleysi Sjálfstæðismanna hefur skotið þá í fótinn.

Ég sé framtíðina þannig að nýr hægriflokkur kemur fram, kannski með Arnar Þór Jónsson sem formann og fær yfir 10%. Kannski jafnvel um 20%. Sjálfstæðisflokkurinn verður smáflokkur með svipað fylgi, og síðan dansar fylgið á milli hans og Miðflokksins.

Eða að öðrum kosti: Hvernig geta ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sannfært kjósendur að þeir séu betri hægrimenn en aðrir og hafi unnið vinnuna sína og staðið sig vel í stjórn í öll þessi ár? Verkin eru augljós og eru gjörsamlega rauð eða fjólublá en ekki helblá.

Ingólfur Sigurðsson, 3.7.2024 kl. 18:07

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Ingólfur, ég væri alveg til í að kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef hann hefði ekki þennan formann við stjórnvöl. Sem betur fer hafa hægri menn valkost, en það er Miðflokkurinn. Vandi Sjálfstæðimanna er að hafa látið mjúku málin í hendur vinstri manna með sinn wokeisma. Þeir hafa bara ekki staðið við eitt eða neitt, aldrei t.d. lækkað skatta sem er aðalmál hægri manna.

Birgir Loftsson, 3.7.2024 kl. 18:20

3 Smámynd: Birgir Loftsson

P.S. Er 100% sammála því sem þú sagðir.

Birgir Loftsson, 3.7.2024 kl. 18:22

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Birgir Loftsson, 3.7.2024 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband