Vegakerfi Íslands hefur batnað í gegnum tíðina en enn er langt í land með að það sé í viðunandi ástandi. Það skortir fjármagn þrátt fyrir að skattar af bílum séu háir. Svo háir eru þeir að ríkið tekur helminginn og meira til sín en látið er í vegakerfið. Bíla skattar eru mjólkurkýr ríkiskassann sem er alltaf tómur. Skattarnir fara í alls kyns gælu verkefni eins og nýja Mannréttindastofnun Íslands sem við höfum ekki efni á né ríkisóperu, svo dæmi séu tekin.
Enn er rifist um Ölfusárbrú sem á að kosta 8 milljarða en mun kosta á endum mun meira. Jón Gunnarsson benti réttilega á að hægt væri að byggja látlausa brú fyrir 3 milljarða. En er hlustað á hann? Nú er verið að tala um jarðgöng undir Miklubraut til að létta undir umferð á höfuðborgarsvæðinu. Ekki vitlaus hugmynd ef umferð verður leyfð áfram á yfirborðinu og ekki byggð hús í staðinn. Nei, umferðin á að fara neðanjarðar til að skapa meira byggingaland og gjaldþrota borgin fær aura í tóman borgarsjóð.
Fáum við fleiri akreinar úr þessu? Nei! Í frétt RÚV segir: "Útfærslan sem EFLA mælir með eru 2,8 kílómetra löng jarðgöng, raunar tvö samsíða göng með tveimur akreinum, sitt í hvora áttina, undir Miklubraut frá Skeifunni að Snorrabraut til móts við Landspítala." Með öðrum orðum, sama umferðateppan og áður verður til staðar.
Fossvogsbrúin á að kosta 7+ milljarða og vera aðeins fyrir strætó sem gengur á 15 mínútna fresti. Einnig fyrir gangandi og hjólandi umferð. Brúin er snilldarhugmynd ef hún væri líka fyrir bílaumferð. Af hverju á hún kosta svona mikið? Einföld hönnun ekki í boði?
Eru Íslendingar bjánar í vegamálum (og fjármálum?). Þurfum við ekki að fara að ráða Færeyinga til að sjá um vegakerfi Íslands?
Enn verið að semja um Ölfusárbrú
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Samgöngur | 30.6.2024 | 10:19 (breytt kl. 13:27) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Ég er sammála þér að það ættu að vera fleiri akreinar í hvora átt, en umferðateppan er aðalega vegna ljósastýrðu gatnamótanna, ef við losnum við þau er til mikils að vinna, en ef við viljum horfa til framtíðar og fjölgunar bíla, þá ættu að vera fleiri akreinar og göngin að ná fram yfir Njarðargötu. Það er mjög einfalt að forsmíða staðlaðar brýr og mislæg gatnamót sem hægt væri að setja upp á skömmum tíma og spara mikla peninga. En Arkitekta stéttin virðist ráða ríkjum hérna og það þarf að finna upp hjólið í hvert skifti sem eithhvað er byggt hér á Fróni.
Eitt í viðbót, það er verið að klár Arnarnesveginn í gegnum Kópavog og það verða mislæg gatnamót yfir Breiðholtsbrautina en svo kemur rúsínan í pylsuendanum. Í stað þess að setja aðrein inná Breiðholtsbrautina í áttina að Norðlingaholti, þá keyrir þú yfir Breiðholtsbrautina og inn á ljósastýrð gatnamót. Þetta eru snillingar svo ekki sé meira sagt.
Rafn Haraldur Sigurðsson, 30.6.2024 kl. 22:01
Takk fyrir innlegg þitt. Já, til mikils er að vinna að losna við umferðaljósin sem ættu nú að vera tölvustýrð saman. Og við erum sammála um að það er ekki verið að hugsa fram í tímann með aðeins 2+2 veg. Maður getur ekki annað en hrist höfuðið yfir "snilldinni"!
Birgir Loftsson, 1.7.2024 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.