Sögulegar kappræður í Bandaríkjunum

Kappræðurnar fór fram eins og bloggritari bjóðast við. Allir þeir sem fylgdust með, voru undrandi á lélegri frammistöðu Biden en bloggritari fannst Joe Biden standa sig betur en hann bjóst við enda á einhverju örvandi og undirbúinn. Flestir fjölmiðlar í Bandaríkjunum eru vinstri sinnaðir og hafa leynt ástandið á karlinum allan tímann. En nú þykjast þeir vera hissa og flokksforystan er í paniki.

Í fjögur ár hefur verið bent á hér á Samfélagi og sögu að blessaður maður er alshendis ófær um að reka sjoppu, hvað þá risaveldið Bandaríkin. Sem hann nóta bene hefur tekist að rústa á tæpum fjórum árum. 4-5 billjónir Bandaríkja dollarar í auka skuldir og hann boðar skatta hækkanir á fyrirtæki, úr 21% í 25%+ á næsta ári sem þýðir samdráttur, atvinnuleysi og verðbólgu, því fyrirtækin velta þessu yfir á vöruverð. Nú þegar er verðbólgan mikil, matvöruverð, húsnæðisverð, eldsneytisverð og allt annað sem er óbærileg þjáning fyrir Jón og Gunnu BNA. 49% landsmanna lifa frá einu launaseðli til annars. Sparnaður er í sögulegu lágmarki.

Bandaríkjaher vantar 45 þúsund manns í sínar raðir (hvítir vilja ekki gegna herþjónustu vegna wokeisma og hatur á hvítu fólki innan raða Bandaríkjahers en hvítir smá bæjar strákar úr miðríkjunum hafa verið undirstaðan hingað til).

Opin landamæra stefna  Biden  hafa hleypt inn í landið 10-15 milljónir ólöglega hælisleitendur, þar af fleiri hundruð þekkta hryðjuverkamanna og glæpahópa. Fara þeir af stað fljótlega með hryðjuverk?

Ekki er ástandið betra í utanríkismálunum, tvö stríð eru í gangi sem geta magnast í heimsstyrjöld og einræðisherrarnir spá í spilin hvort þeir eigi að fara af stað með stríð áður en kjörtímabil Biden lýkur. Annað eins tækifæri og nú, gefst varla, þegar karlinn í brúnni er ekki með okkur hin. Hættu tímar framundan.

Það er nokkuð ljóst að allt verður reynt til að fá nýjan stjóra í brúnna, en spurningin er, er of seint fyrir demókrata að gera uppreisn gegn teymi Biden? Tíminn er að renna frá þeim og flokksþingið er í ágúst en þar er forsetaefnið staðfest sem formlegur frambjóðandi. Hinn óhæfi Gavin Newcom ríkisstjóri Kaliforníu er tilbúinn í slaginn og fleiri mögulegir frambjóðendur. Biden verður að lýsa yfir vilja til að hætta, til að smurð skipti geti átt sér stað, annars verður allt brjálað innan flokksins. Er Jill Biden tilbúin að sleppa hendi af Joe?

P.S. Samkvæmt kosningareglum Demókrata flokksins er Biden kominn með meirihluta kjörmanna og hann verður að gefa þá frá sér með afsögn og setja þá í hendur annars frambjóðanda.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband