Milton Friedman um velferðakerfið

Skilgreining: Velferðarríki er ríki sem hefur skuldbundið sig til að veita þegnum sínum grundvallar efnahagslegt öryggi með því að vernda þá fyrir markaðsáhættu sem tengist elli, atvinnuleysi, slysum og veikindum.

Lítum á túlkun Friedman: Velferðarríkið er tilraun til að "gera eitthvað gott" með peninga einhvers annars. Markmiðið getur verið verðugt en aðferðirnar eru gallaðar.

Vandamálið er að þú eyðir ekki peningum einhvers annars eins vandlega og þinn eigin.

Meira að segja, það er ómögulegt að "gera gott" með peninga einhvers annars án þess að taka þá fyrst frá einhverjum öðrum. Það felur í sér þvingun — notkun slæmra aðferða til að spilla góðu markmiðum velferðarkerfisins.

Velferðaráætlanir hvetja óbeint til samkeppni um ríkisfé og skapa óheppilega sundrungu og andstæður í samfélagi okkar sem rýra einstaklingsfrelsi. Við verðum að finna aðrar leiðir - til dæmis frjálsa samvinnu og einkaframlag - til að ná markmiði okkar.

Velferðakerfið tekur hvatann af fólki til að bjarga sér. Það festist í kerfinu áratugum saman, ef enginn rammi eða takmörk eru fyrir hendi.

Sjá má þetta í ásókn hælisleitenda til velferðaríkja Evrópu. Af hverju að basla í fátækt heima fyrir ef hægt er að komast á velferðaspenann í einhverju Evrópuríki? Eins ef borgarinn hefur svo litlar tekjur, að bæturnar eru hærri, af hverju þá að vinna yfir höfuð einhverja "skíta vinnu"?

Var Friedman þar með á móti velferðakerfinu? Nei. Hann hefur talað fyrir lágmarks velferðarsamfélagi, þar sem "neikvæður tekjuskattur" yrði notaður til að sjá fyrir fólki án annarra framfærslutekna.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband