Ný mannréttindastofnun fyrir mannréttinda ríkið Ísland nauðsynleg?

Alltaf eru til peningar í ríkishítið. Íslenskir stjórnmálamenn mæra sig af því á góðviðrisdögum að Íslendingar eru fremstir meðal jafningja í jafnréttismálum en samt sjá þeir ástæðu til að búa til nýtt ríkisapparat sem kallast Mannréttindastofnun Íslands.

Í landi þar sem allir eru jafnir fyrir lögum, karlar, konur og börn, er séð ástæða til að eyða peningum í slíka hluti. Stjórnarskráin hefur verið endurskrifuð að hluta til einmitt til að hafa sérstakan mannréttinda kafla. En það er ekki nóg að hafa lög, þau verða vera framfylgd.  Er einhver sem getur bent á í framkvæmd að t.d. konur og karlar fái ekki sömu laun fyrir sama starf? Svo dæmi sé nefnt. Jafnréttis launavottun ekki í gangi? Skylda að kynið X fái setu í stjórnum fyrirtækja?, burtséð frá hæfileikum eða það að fyrirtækið er í einkaeigu.

Hvað verða margir starfsmenn starfandi þarna og munu þeir hafa nóg að gera í sjálfu mannréttinda ríkinu Ísland?  Það er ekki einu sinni svo að enginn sinni þessum málaflokki. Háskóli Íslands er með mannréttindastofnun. Á vef Háskóla Íslands segir:

"Mannréttindastofnun Háskóla Íslands (MHÍ) er vísindaleg rannsóknastofnun við Háskóla Íslands, sem hefur samstarf við innlenda og erlenda aðila svo sem háskóla, mannréttindastofnanir og samtök, ráðuneyti, stofnanir og félagasamtök."

Er þetta ekki nóg? Bara að útvíkka hlutverk þessarar stofnunar, líkt og Háskóli Íslands ætlar að sinna rannsóknum á öryggis- og varnarmálum með stofnun Rannsóknarsetur öryggis- og varnarmála sem bloggritari telur að sé betur haldið um í Varnarmálastofnun Íslands sem lögð var niður 2011. 

Það vantar ekki áhugan á mannréttindum, gjaldþrota Reykjavíkurborg er með mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu innan gríðarlegt borgarbálk sem skagar hátt upp í ríkisbálknið.  Hvað skildi allt þetta fólk gera allan daginn? Bíður fólk í hrönnum á biðstofu með mál sín sem eru mannréttindabrotamál? Fer fólk ekki með sín mál til dómsstóla ef ríkið, sveitarfélög, fyrirtæki eða einstaklingar brjóti á því?  

Nei, svona mál munu ekki rata á borð Mannréttindastofnun Íslands, enda ekki lögaðili að slíkum málum. Þarna verða stundaðar "rannsóknir" og "ályktanir" gefnar út hversu allir eru vondir á Íslandi. Það verður jafnvel farið í útrás, og tekið fyrir mannréttindabrot á Gaza (ef það stríð verður enn í gangi) eða einhvers staðar annars staðar þar sem stríð geysar.

Hvað á barnið að heita?....fyrirgefið kosta? Örugglega nokkur hundruð krónur úr þínum vasa og mínum, ekki svo mikið en þegar krumlur annarra eru líka í vösum manns, verða vasarnir fljótt tómir. Íslendingurinn ypptir öxlum og segir ansk... óráðsía og fléttir yfir á næstu frétt.

Leggja meiri skatta á? Þenja bálkið út? Kosnaðarsamt? Verðbólgu hvetjandi? Engar áhyggur, þið borgið! Vesgu! Kveðja, háttvirta Alþingi sumra.

P.S. hvernig standa mál með ríkis óperuna? 

P.S. á P.S. Repúblikanar í Bandaríkjunum eru að undirbúa, ef þeir komast til valda í forseta kjörinu í nóvember, að leggja fyrir Trump flatan niðurskurð og minnka ríkisbálknið um helming. Ríkasta land í heimi stefnir í gjaldþrot, með skuldasöfnum upp á 1 billjón dollara (e. trillion) á hundrað daga fresti, allt vegna brjálæðislegrar eyðslu demókrata í alls kyns gælu verkefni.

Sum ráðuneytin eru með yfir 100 þúsund starfsmenn og ekkert mun gerast ef helmingur þeirra verður rekinn heim. Ef eitthvað er, mun skilvirknin aukast. Búríkratinn, sem þarf að réttlæta tilgangsleysi sitt, gerir ekkert annað hvort sem er annað en að flækjast fyrir einkaframtakinu og hægja á þróun þjóðfélagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mannréttindastofnun er nauðsynleg til að uppfylla skyldur Íslands samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og forsenda fyrir lögfestingu hans.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.6.2024 kl. 20:51

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Ég benti á Mannréttindastofnun Háskóla Íslands sem valkost. Óþarfi að hafa tvær stofnanir. Er ennþá á því að þetta er peningaaustur, höfum verið í S.þ. síðan stríðslok seinni heimsstyrjaldar án þess að vera með svona stofnun.

Birgir Loftsson, 24.6.2024 kl. 21:30

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Þurfa ekki sama og nauðsyn...

Birgir Loftsson, 24.6.2024 kl. 21:31

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll.

Ég var bara að benda á hver er ástæðan að baki lagasetningunni, án þess að taka neina sérstaka afstöðu til hennar.

Mannréttindastofnun HÍ er annars eðlis, það er fræðistofnun sem fylgist með og kynnir þróun mála á sviði mannréttinda út frá lögfræðilegu sjónarhorni. Hún er ekki stjórnsýslustofnun eins og sú sem þarf að vera til staðar samkvæmt samningnum. Ekki frekar en að hagfræðistofnun HÍ hafi neina stjórn yfir efnahagsmálum í landinu heldur er hún bara fræðastofnun sem vinnur að rannsóknum og gefur út skýrslur um þær rannsóknir.

Við höfum vissulega verið í SÞ frá seinna stríði án svona stofnunar, en umræddur samningur varð ekki til fyrr en árið 2006 og var fullgiltur af hálfu Íslands 2016. Það var þá sem skyldan til að hafa slíka stofnun myndaðist.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.6.2024 kl. 18:25

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir Guðmundur. Alltaf góð innlegg frá þér! 

Birgir Loftsson, 29.6.2024 kl. 12:29

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Sigmundir Davíð um málið:

Vissulega hafi Miðflokkurinn árið 2019 samþykkt að lögfesta sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. En það þýði ekki að af þeim sökum hafi verið nauðsynlegt að stofna „enn eina mannréttindastofnunina“.

Sjálfstæðisflokki hafi verið bent á að það væri ekki nauðsynlegt að stofna mannréttindastofnun, sem sé hugmynd frá Vinstri Grænum til að „stjórna hugarfari og tjáningu landsmanna“, til að uppfylla skuldbindingar gagnvar fötluðu fólki. Ísland sé þegar með nóg af mannréttindastofnunum, svo sem Mannréttindaskrifstofu Íslands, mannréttindastofnanir sveitarfélaga og mannréttindastofnun Háskóla Íslands.

Birgir Loftsson, 4.7.2024 kl. 12:28

7 Smámynd: Birgir Loftsson

Íris gagnrýnir stofnun þessarar mannréttindastofnun harðlega:

https://utvarpsaga.is/adsend-grein-mannrettindastofnun-islands-enn-eitt-otharfa-rikisraedi/

Birgir Loftsson, 6.7.2024 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Feb. 2025

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband