Normandí innrásin og sigur á Öxulveldunum

Rúnar Kristjánsson skrifaði ágæta blogggrein um áhrif Normandí innrásarinnar.  Því miður býður hann ekki upp á að hægt sé að gera athugasemdir við greinar hans. Því verður hér aðeins fjallað nánar um þessa innrás.

Við erum sammála um að Normandí hafi verið örþrifaráð Bandamanna til að koma í veg fyrir að Sovétríkin (ekki Rússland, heldur 15 ríki sem eru ekki lengur í ríkjasambandi) legðu undir sig Vestur-Evrópu alla, Balkanskaga og jafnvel Grikkland. Sovétríkin unnu nasistríki Hitlers, ekki bandamenn. Þar erum við sammála. En varðandi Normandí innrásina. Málið er ekki eins einfald og ætla mætti við fyrstu sýn.  Það er nefnilega gríðarlega erfitt að stefna innrásarflota yfir Ermasund. Í hvora áttina sem er. 

Kíkjum fyrst á sögu innrása í England síðan á tímum Rómverja áður en farið verður í hvers vegna Normandí innrásin átti sér ekki stað fyrr. Nóta bene, Kínverjar glíma við sama vandamál varðandi Taívan í dag og Bandaríkjamenn er þeir studdu Svínaflóa innrásina á tímum Kennedy. Sama ástæða og hugmyndir Danakonungs og Noregskonungs um að leggja undir sig Ísland á miðöldum tókst ekki nema með hjálp innlendra meðreiðarsveina.

Júlíus Sesar reyndi að leggja undir sig England án árangur. En svo kom rómverska innrásin (43 e.Kr.).  Undir forystu Claudiusar keisara réðust Rómverjar inn og hertóku stóra hluta Bretlands með góðum árangri. Þetta markaði upphaf rómverska Bretlands, sem stóð til um 410 e.Kr.

Svo yfirgáfu rómverskar hersveitir England án þess að kveðja kóng eða prest. Þá hófust engilsaxnesku innrásirnar, bylgjur árása frá svæði sem nú er Danmörk og Norður-Þýskland. Þetta gerðist á 5. og 6. öld. Þetta tímabil leiddi til stofnunar nokkurra engilsaxneskra konungsríkja.

Svo kom víkingaöldin sem eru víkingainnrásir  og stóðu frá 8. til 11. öld. Má þar helst nefna heiðna herinn mikla (865 e.Kr.) og Íslendingar voru hluti af. Stór víkingaher réðst inn og stofnaði Danalög í hluta Englands. Og innrás Sveins tjúguskeggs konungs Danmerkur árið 1013, sem leiddi til stutts tímabils Dana undir stjórn sonar hans Knúts mikla (1016-1035).

Normana innrásin 1066 sem var sú innrás sem hafði mest áhrif á Bretland, meiri en nokkur önnur og verulegum menningar- og stjórnmálabreytingum sem fylgdu í kjölfarið.

Svo eru ótaldar skosku innrásirnar á ýmisum tímabilum.  Á miðöldum voru nokkrar innrásir frá Skotlandi inn í Norður-England, oft á tímum pólitísks óstöðugleika. Áberandi dæmi eru innrásir Davíðs I. Skotlandskonungs á 12. öld og sjálfstæðisstríð Skotlands á 13. og 14. öld.

Spænska flotinn (1588) reyndi að taka England. Þrátt fyrir að það hafi ekki verið innrás á landi (ætluðu að reyna landtöku), var spænski innrásarflotinn mikilvæg tilraun Spánverja til að ráðast inn í England frá sjó. Flotinn var að lokum sigraður af enska sjóhernum og slæmum veðurskilyrðum.

Svo er það hin glæsilega bylting (1688).  Einnig þekkt sem blóðlausa byltingin, þetta var innrás Vilhjálms af Orange (William III) frá Hollandi. Hann steypti James II Englandskonungi af stóli með lágmarksmótstöðu, sem leiddi til verulegra stjórnarskrárbreytinga.

Nú er kannski ekki sanngjarnt að bera saman innrásir sem gerðust fyrir árþúsund og samtíma tilraunir. Kíkjum þá á tilraunir Napóleons og Hitlers til að taka Bretland.

Innrásartilraunir Napóleons (1803-1805). Napóleon Bonaparte ætlaði að ráðast inn í Bretland snemma á 19. öld sem hluti af víðtækari herferð sinni til að ráða yfir Evrópu. Innrásaráformin fólu í sér að byggja stóran flota innrásarpramma og safna hermönnum á frönsku ströndinni. Hjómar líkt og með Normandí innrásina, ekki satt?

En hvað stoppaði Napóleon? Fyrir hið fyrsta var tap í sjóorrrustunni við Trafalgar (1805). Fyrirhuguð innrás var stöðvuð fyrst og fremst vegna yfirráða breska konunglega sjóhersins á sjó, sem dæmi um afgerandi sigur Nelson aðmíráls í orrustunni við Trafalgar. Þessi ósigur sjóhersins kom í veg fyrir að Frakkar gætu tryggt nauðsynlega stjórn á Ermarsundi til að hefja innrás.

Kíkjum á áætlanir Hitlers, en við munum að innrásarleiðirnar liggja í báðar áttir.

Aðgerðin Sæljón (1940) kallaðist innrásaráætlun Hitlers. Í seinni heimsstyrjöldinni skipulagði Adolf Hitler innrás í Bretland, með kóðanafninu Aðgerðin Sæljón. Ætlunin var að fylgja eftir hröðum sigrum Þjóðverja í Vestur-Evrópu árið 1940.

Munurinn á tilraunum Napóleon og Hitlers, er að nú þurfti að tryggja yfirráð í lofti áður enn innrásartilraun væri möguleg. Í hönd fór því loftbardagi sem kallast "Orrustan um Bretland". Þýski flugherinn (Luftwaffe) þurfti að ná yfirburði í lofti yfir Royal Air Force (RAF) til að innrásin gæti haldið áfram. Orrustan um Bretland var mikilvæg flugorrusta sem barist var á milli RAF og Luftwaffe frá júlí til október 1940. Árangursrík vörn RAF kom í veg fyrir að Þýskaland næði yfirráðum í lofti.

Í báðum tilfellum, hjá Napóleon og Hitler (og Sesars), drógu atburðir þá frá því að halda til streitu innrásar fyrirætlanir sínar. Þeim öllum tókst ekki að tryggja hernaðaryfirburði á Ermasundi og vegna þess að þeir höfðu allir góða ráðgjafa, var hætt við.

Þessar tilraunir undirstrika hernaðarlegt mikilvægi yfirburða flota og flugher við skipulagningu og framkvæmd innrása á Bretland (og yfir til Frakklands). Bæði Napóleon og Hitler stóðu frammi fyrir verulegum áskorunum við að sigrast á náttúrulegum landfræðilegum vörnum Bretlands og ægilega konunglega sjóherinn og konunglega flugherinn í tilfelli Hitlers.

Snúum okkur að Normandí innrásina. Hér ætla ég að treysta aðeins á Wikipedía til að muna eftir öllum þáttum. Textinn er því að miklu leyti kominn frá blessuðu Wikipedíu (sem stundum lýgur).

Skipulags- og skipulagsáskoranir: Umfang innrásarinnar krafðist nákvæmrar skipulagningar og samhæfingar. Bandamenn þurftu að safna gífurlegu magni af mönnum, búnaði og birgðum, sem tók töluverðan tíma að skipuleggja. Innrásin náði til margra þjóða og þjónustu, sem krefjast flókinnar samhæfingar.

Uppbygging herafla: Byggja þurfti upp sveitir bandamanna í Bretlandi áður en hægt var að reyna innrásina. Þetta innihélt þjálfun hermanna, safna skriðdrekum, skipum, flugvélum og öðru nauðsynlegu stríðsefni.

Blekking og njósnir: Bandamenn stunduðu umfangsmiklar blekkingaraðgerðir (Operation Bodyguard) til að villa um fyrir Þjóðverjum um tímasetningu og staðsetningu innrásarinnar. Þessar aðgerðir þurfti að skipuleggja vandlega og framkvæma til að tryggja árangur þeirra og halda Þjóðverjum í óvissu um hið sanna innrásarpunkt.

Að tryggja yfirburði Atlantshafsins og í lofti: Bandamenn þurftu að tryggja öryggi birgðalína sinna í Atlantshafinu og ná yfirburði í lofti yfir innrásarsvæðinu. Um var að ræða umfangsmiklar flota- og loftaðgerðir sem leiddu til innrásarinnar.

Veðurskilyrði: Innrásin krafðist ákveðins veðurskilyrða til að ná árangri. Þetta þýdidi meðal annars fullt tungl fyrir skyggni við næturaðgerðir, fjöru til að bera kennsl á og forðast strandhindranir og lygnan sjó fyrir lendingarfarið. Slæmt veður á Ermarsundi seinkaði innrásinni sem upphaflega var áætlað 5. júní 1944.

Strategísk sjónarmið: Tímasetning innrásarinnar var undir áhrifum frá öðrum aðgerðum og stríðsvettvöngum. Til dæmis, ítalska herferðin, sem hófst árið 1943, hafði það að markmiði að beina þýskum auðlindum og athygli frá Norður-Frakklandi.

Tækniþróun: Ákveðnar tækniframfarir og nýjungar, eins og þróun Mulberry hafnanna (gervi flytjanlegar hafnir) og PLUTO (Pipeline Under the Ocean) til að útvega eldsneyti, voru nauðsynlegar fyrir velgengni innrásarinnar og tók tíma að þróa og koma á framfæri.

Pólitískir þættir: Forysta bandamanna, þar á meðal Roosevelt, Churchill og Stalín, varð að koma sér saman um tímasetningu og stefnu innrásarinnar. Diplómatísk sjónarmið og nauðsyn þess að viðhalda sameinuðu vígi meðal bandamanna áttu þátt í tímasetningunni.  Hér sleppir Wikipedíu....en ég tek við! 

Wikipedía minnist ekki á orrustuna um Atlantshafið sem skipti öllu máli um að hægt væri að safna saman nógu stóran her í Bretlandi til að gera innrás yfir Ermasund.  Þýsku kafbátarnir lokuðu nánast á skipasamgöngur milli Ameríku og Bretlands þar til 1943. Árangursrík herferð þýska kafbátaflotans tók verulegum breytingum 24. maí 1943 er yfirflotaforingi þýska sjóhersins, Karl Dönitz aðmíráll, var brugðið yfir miklu tjóni kafbátaflotans (41 U-bátum var sökkt í þessum mánuði) og skipaði hann tímabundinn brottflutningur "úlfaflokka“ U-kafbáta frá Norður-Atlantshafi. Loks gátu Bandamenn flutt nógu mikið af hergögnum og herafla fyrir Normandí innrásina.

Snúum okkur aftur að góðri grein Rúnars sem ég er sammála að mestu hvað varðar pólitíkina í kringum innrásina.  En við erum ekki sammála um að Rússar (ekki til sem þjóðríki þá) hafi verið einhverjir bjargvættir. 

Það gleymist að það voru þrjú hugmyndakerfi sem börðust um völdin í heiminum. Lýðræðið, kommúnisminn og fasisismi. Sameiginlega tókst lýðræðisríkin ásamt kommúnistaríkjum að sigrast á fasistaríkjum. En kommúnisminn átti eftir að hanga á horriminni til 1991 með ómældar þjáningar fyrir það fólk sem lentu undir helsi kommúnismans. Og það er staðreynd að kommúnisminn leiddi til dauða fleiri manna en fasistaríkjunum tókst að kála.

Rúnar segir:

"Það gleymist yfirleitt að hugsa til þess, að þegar Rússar voru búnir að reka nasistaherina út fyrir landamæri Sovétríkjanna, héldu þeir áfram og sópuðu herjum Hitlers á undan sér land úr landi. Þannig frelsuðu þeir margar þjóðir undan oki nasismans, og það jafnvel þjóðir sem höfðu barist með Þjóðverjum fyrir atbeina leiðtoga sem gengið höfðu til liðs við nasista. Og í þeim átökum og í þeirri baráttu, var rússnesku blóði úthellt ómælt til að losa þessar þjóðir við Hitler-ismann. Rússneska þjóðin missti ekki 27 milljónir þegna sinna í seinni heims-styrjöldinni fyrir ekki neitt!" 

Þarna er ekki tekið inn í dæmið að Stalín slagaði sjálfur hátt upp í drápum Sovétborgara og Hitler en að minnsta kosti 20 milljónir manna lágu í valinu eftir hann áður en Hitler gerði innrás. Ef Austur-Evrópubúinn er spurðu hvort að hann hafi verið frelsaður af Rauða hernum, er svarið þvert nei! Aðeins var skipt um kúgunarkerfi.  Evrópa fékk fullt frelsi 1991 er helsi kommúnismans var aflétt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir umfjöllunina, Birgir. Rúnar skrifar að vanda eins og hann hafi gleypt heilan árgang af Pravda, svo ég snúi útúr orðum úr leikriti Vésteins Lúðvíkssonar, Stalín er ekki hér. Gleymum því ekki að Sovétríkin og Þriðja ríkið gerðu með sér griðarsáttmála árið 1939, Molotov-Rippentrop sáttmálann. Svo réðust Nasistar og Sovétmenn á Pólland.

Wilhelm Emilsson, 19.6.2024 kl. 18:28

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir innlitið Wilhelm.  Við Rúnar erum sammála ásamt öllum hernaðarsagnfræðingum sem fjalla um heimsstyrjöldina að ragnarökin áttu sér fyrst og fremst stað á austurvígstöðvunum. Rússland og hin sovétríkin hafa enn ekki beðið þess bætur, 84 árum síðar. Pravda...hahaha, best að nota það á klósettinu eins og stoltir Sovétborgarar gerðu á sínum tíma!

Birgir Loftsson, 19.6.2024 kl. 18:47

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Birgir. Þú skrifar í greininni: "Sameiginlega tókst lýðræðisríkin ásamt kommúnistaríkjum að sigrast á fasistaríkjum." Þetta er það sem skiptir máli. Það verður að líta á heimsstyrjöldina síðari heildstætt. Það þýðir að það má hvorki vanmeta né ofmeta þátt Sovétríkjanna. Oft er talað um að orrustan í Stalíngrad hafi verið þáttaskil í baráttunni við nasista, því þar sýndi Rauði herinn fram á að þýska herveldið var ekki ósigrandi.  

Wilhelm Emilsson, 19.6.2024 kl. 20:22

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Hárrétt Wilhelm, sameiginlegt átak bandamanna leiddi til sigurs, en sigurinn var síður en svo öruggur eftir Stalíngrad, þótt í baksýnisspeglinum er hann það. 

Birgir Loftsson, 19.6.2024 kl. 21:47

5 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Það er mikill misskilningur, ef ekki hrein sögufölsun, að halda því fram að Sovetríkin hafi unnið nasistaríki Hitlers en ekki bandamenn.  Hið rétta er að hinir vestrænu bandamenn, Bandaríkin og Bretland (og reyndar fleiri þjóðir) áttu ekki síst minna í sigrinum. Að halda öðru fram ber vott um mikla fáfræði.

Þeir menn skauta alegerlega fram hjá hinum gífurlega unfangsmiklu vopnasendingum Bandaríkjamanna og Breta til Sovétríkjanna.  Taið er að árið 1941 hafi þeim tekist að senda álika mikið magn vopna og Þjóðverjar beittu í innrásinni frá 22. júní til ársloka.  Þetta mun þeim hafa tekist þrátt fyrir að Þjóðverjar hafi þá þegar tekist að sökkva umafangsmiklu magni skipa á bandamanna á leiðinni til Murmansk.

Með því að gera lítið úr þætti bandamanna virðist algerlega kautað fram hjá hinni gífurlegu eyðileggingu loftárása Bandaríkjamanna og Breta á þýskar borgir, sem voru í stríðslok nánast rústir einar,  auk þess að lama flugflota Þjóðverja í lofti smátt og smátt. Þetta hafði auðvitað gífurleg áhrif á vopnaframleiðslu og birgðaflutninga Þjóðverja. Allar líkur eru á því að Þjóðverjar hefðu unnið stríðið á Austurvíkstöðvunum ef ekki hefði komið til stríðið við Vesturveldin sem voru bandamenn Sovétríkjanna. 

Halda menn kannski að það hafi ekki haft neina þýðingu fyrir gang stríðsins á Austurvígstöðvunum að Bretar og Bandaríkjamenn náðu tiltöluleg snemma algerum yfirráðum á Miðjarðarhafi?

Þrátt fyrir allt þetta er almennt talið meðal sérfræðinga að mjög erfitt hefði verið að knésetja Þjóðverja nema með samstilltri sókn á landi úr vestri og austri sem átti sér stað mið innrásinni í Normandí.

Ég held að menn ættu að lesa sér aðeins meira til áður en skautað er fram á ritvöllinn með staðlausar staðhæfingar um seinni heimsstyrjöldina.

 

 

Daníel Sigurðsson, 20.6.2024 kl. 14:38

6 Smámynd: Birgir Loftsson

Ég legg til Daníel að þú lesir það sem við Wilhelm vorum að tala um aftur og gott væri fyrir þig að kíkja í sögubók líka. Vorum við Wilhelm ekki að tala um hér í athugasemdum að samtaka máttur Bandamanna hafi leitt til ósigurs nasistanna? En það er alveg 100% að Sovétríkin áttu mestan hlut í falli nasistanna.

Skoðum hversu margar herdeildir voru á vestur- og austurvígstöðvum. Í september 1944 á vesturvígstöðvum var fjöldi herdeilda komin í um 75 deildir þegar bandamenn þrýstu herafla sinn í gegnum Frakkland og inn í Belgíu. Til samanburðar um mitt ár 1944 á austurvígstöðvum höfðu Þjóðverjar um 150-200 herdeildir bundnar til átaka. Þetta var meirihluti herstyrks þeirra, sem endurspeglaði mikla og stórfellda bardaga við Sovétríkin. Og þau höfðu barist við Þýskaland síðan sumarið 1941 og goldið fyrir með tug milljóna mannfalli. Rússland og hin 14 sovétveldin hafa aldrei borist þess bætur allar götur síðan, jafnvel ekki í ennþá daginn í dag.

Mannfall meðal Bandaríkjamanna og Breta í Evrópu herferðinni var tiltölulega lítið. Heildarfall Bandaríkjamanna í bardaga: Um það bil 135.576 (6. júní 1944 - 8. maí 1945). Mannfall Breta: Frá innrásinni í Normandí til loka stríðsins í Evrópu: Um það bil 30.280 (6. júní 1944 - 8. maí 1945). Til samanburðar á sama tímabili frá innrásinni í Normandí til stríðsloka eru áætlanir um dauðsföll sovéska hersins almennt um 1,5 til 2 milljónir. Tölurnar tala sínu máli. Bandaríkjamenn og Bretar börðust á móti leifum þýska hersins árið 1944, ungir strákar, gamlir menn og uppgjafar hermenn af austurvígstöðvum. 

Þjóðverjar hefðu líklega tapað á móti Sovétríkjunum, hvort sem Normandí hefði komið til sögunnar eður ei. Herafli þeirra var svo stór og öflugur að þeir hefðu getað rekið Bandamenn á haf út, en þeir höfðu milljónir manna undir vopnum í maí 1945. Patton og Churchill létu sig dreyma um að fara í Rússann en sáu að hugmyndir þeirra voru óraunhæfar.

Birgir Loftsson, 20.6.2024 kl. 18:25

7 Smámynd: Birgir Loftsson

P.S. Daníel, ég segi það sem mér sýnist opinberlega og í einkalífi. Það er engin skylda fyrir þig að lesa greinar mínar.

Birgir Loftsson, 20.6.2024 kl. 18:33

8 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Vitaskuld segir þú það sem þér sýnist Bigir.  Ég var hreint ekki að gagnrýna það. En á hinn bóginn verður þú að taka því þó ég sé ekki sammála þér í öllu sem þú skrifar. Ég fer nokkuð oft inná þitt blogg eins og margra annarra og mér finnst oftast fróðlegt að lesa þína písla og mér finnst þú ágætis penni.  Mér finnst það virðingarvert af þér að leyfa frjáls komment, nokkuð sem margir aðrir bloggarar eru feimnir við og leyfa ekki. 

Daníel Sigurðsson, 20.6.2024 kl. 21:02

9 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir Daníel. Þú ert alltaf velkominn á blogg mitt! Og endilega gagnrýndu eins og þú vilt, ég fagna umræðunni. Setningin "staðlausar staðhæfingar" fannst mér ósanngjarnt að segja því að ég færði rök fyrir allt sem ég sagði. En mikið rétt hjá þér að skiptar skoðanir eru á gangi stríðsins. Þetta er mín sýn sem ég er alltaf tilbúinn að endurskoða. T.d. Dunkirk, meiri tímamóta atburður en maður hélt?

Birgir Loftsson, 21.6.2024 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júlí 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband