Útlendingalögin - nóg að gert? - Hvað með Schengen?

Auðljóslega ekki samkvæmt orðum dómsmálaráðherra sem boðar annað frumvarp í haust þar sem áhersluatriðið verður að svipta flóttamenn dvalarleyfi gerist þeir uppvísir um alvarlegan glæpi. Hvers vegna var breytingartillaga Ingu Snælands ekki samþykkt sem einmitt boðar það sama?

Það voru bara örfáir stjórnmálamenn sem vöruðu við lagabálkinn um útlendinga frá 2016, að hann væri meingallaður, væri hvatning til tilhæfulausra hælisumsókna.  Það hefur komið á daginn að nú er komið í óefni. 

Árlega koma hingað og sækja um hæli fleiri útlendingar en börn fæðast á Íslandi. Velferðakerfið sem er lítið og vanmáttugt er aðeins ætlað íslenskum ríkisborgurum og hefur ekki ráðið við allan þennan fjölda. Hefur einhver reynt að fá tíma hjá heimilislækni? Lágmark 1 mánaðarbið. Hjá sérfræðingi 3-9 mánuðir og bið eftir einföldum skurðaðgerðum hátt í tvö ár. Það er einfaldlega ekki til peningar eða mannafli til að sinna öllum þessum fjölda, fyrir utan erlendu túristana sem veikjast líka á Íslandi og þurfa á sjúkrahúsvist eða læknisþjónustu að halda. Velferðakerfi og opin landamæri fara ekki saman.

Nú á 80 ára afmæli lýðveldi væri gott ráð að endurskoða stöðu Ísland í heiminum.  Endurskoða alþjóðasamninga, s.s. EES-samninginn og síðan en ekki síst Schengen samninginn sem setja landamæri Íslands við strendur Miðjarðarhafsins. 

Með því að hafa landamæraeftirlitið á landamærum Íslands, með hjálp andlitsgreina, væri hægt að halda fleiri óæskilega erlenda aðila frá enn sem komið er friðsömu íslensku þjóðfélagi. Það er hvort sem er samvinna við Europol og fleiri evróskra stofnana og hægt að gera samninga til að tryggja öryggi Íslands. Hér eru helstu ókostir þess að vera í Schengen samkomulaginu:

Aukin ábyrgð fylgir þessari aðild. Ísland verður að halda uppi ströngum öryggis- og landamærastjórnunarstöðlum. Sem eyja þarf umtalsvert fjármagn og samhæfingu að viðhalda þessum stöðlum, sérstaklega á flugvöllum og sjóhöfnum. Ísland hefur ekki tekist að gera þetta þrátt fyrir að hafa fáein landamærahlið sem ætti að vera auðvelt að vakta. Meira segja deilur um andlitsgreina sem finna glæpamenn á landamærunum. Við erum hvort sem öll í mynd er við göngum út fyrir dyr.

Ísland er háð stefnu ESB. Þótt Ísland sé ekki aðili að ESB, verður Ísland að fylgja Schengen reglum og stefnum sem eru fyrst og fremst settar af ESB. Þetta getur leitt til fullveldismissis í landamæra- og innflytjendamálum.

Öryggisáhætta er mikil. Frjálst flæði fólks eykur hættuna á glæpum yfir landamæri og ólöglegum innflytjendum. Ísland verður að vera vakandi fyrir eftirliti og stjórnun þessarar áhættu, sem oft þarfnast viðbótar öryggisráðstafana og úrræða. Ekkert hefur verið gert, íslenska lögreglan undirmönnuð og hér hafa erlendar glæpaklíkur hreiðrað um sig í skjóli eftirlitsleysis.

Álag á innviði landsins er mikið. Innstreymi ferðamanna og hælisleitenda getur þrengt staðbundna innviði, sérstaklega á vinsælum áfangastöðum. Þetta kallar á áframhaldandi fjárfestingu í aðstöðu, flutningum og þjónustu til að koma til móts við aukinn fjölda gesta.

Það að hagkerfið treystir á ferðaþjónustu getur gert það viðkvæmt fyrir sveiflum í ferðamannafjölda, sem getur orðið fyrir áhrifum af víðtækari landfræðilegum málum eða breytingum á Schengen-stefnu.

Schengen átti að leiða til vegabréfalausra landamæra innan Evrópu. Fer nokkur Íslendingur erlendis án vegabréfs? Þarf Íslendingurinn ekki að sýna vegabréf við brottför eða komu til landsins?  Hver er ávinningurinn, ef einhver? Viljum við Íslendingar lifa áfram í friðsömu landi? Hver er ábyrgð stjórnmálamanna í þessum efnum?

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ikarus
  • Iceland-Def-Force-logo
  • ratsjár- og loftvarnakerfi Íslands
  • stríð
  • World war

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband