80 ára saga íslenska lýðveldisins

Síðan íslenska lýðveldið var stofnað 17. júní 1944, hefur Ísland áorkað margvíslega á ýmsum sviðum en miður á öðrum sviðum.

Íslendingar fengu fullt sjálfstæði frá Danmörku: Ísland varð fullvalda lýðveldi og slitnaði endanlega frá Danmörku. Forseti Íslands varð æðsti þjóðhöfðingi landsins. Stjórnmálalegur stöðugleiki hefur einkennt þetta tímabil en pólitísk spilling verið áberandi með frændhygli.

Ísland hefur átt í friðsömum stjórnmálasamböndum að mestu og haldið lýðræðislegar kosningar reglulega.  Tvisvar hefur soðið upp úr gagnvart öðrum ríkjum, stjórnmálasamband við Bretland rofið vegna þorska stríðanna og nú de facto gagnvart Rússland vegna Úkraínu stríðsins.

Efnahagurinn hefur að mestu leyti verið góður en það sem einkennir efnahagsástandið er viðvarandi verðbólga, hátt matvælaverð, háir vextir og fákeppni. Ríkisvaldið hefur verið yfirhnæfandi aðili á öllum sviðum atvinnulífs, gerir enn að nokkru leyti en áhrifin hafa minnkað. Uppbygging fiskveiða einkenndi fyrri hluta lýðveldistímabilsins en svo stóriðja á sjöunda áratug og fram á þennan dag. Fiskveiðar hafa verið undirstaða íslensks efnahags og Ísland hefur þróað árangursríka fiskveiðistjórnun.

Ísland hefur þróað umtalsverða nýtingu á endurnýjanlegri orku, einkum jarðhita og vatnsafli. Þetta hefur gert landið sjálfbært með tilliti til orkunotkunar en um þessar mundir er manngerður orkuskortur vegna pólitíkur.

Ferðaþjónusta hefur orðið stór atvinnugrein á Íslandi og dregið til sín milljónir ferðamanna árlega og fiskeldi er farið að slaga upp í fiskveiðar hvað varðar tekjur og afla.

Ísland hefur byggt upp öflugt menntakerfi með áherslu á jafnrétti og aðgengi fyrir alla.

Heilbrigðisþjónusta hefur tekið stórstígum framförum. Landið hefur góða heilbrigðisþjónustu sem er opin öllum þegnum. En samt eru margir misbrestir á framkvæmd og heilbrigðisþjónusta mætti vera betri. Ekki hefur tekist að þjóna þeim sem minna mega sín, aldraða og öryrkja og hafa þessir hópar, sérstaklega hinn síðarnefndi, verið undirmálshópar. Hælisleitendur, sístækkandi hópur, njóta umframþjónustu umfram íslenska borgara hvað varðar húsnæði, framfærslu, læknisþjónustu og svo framvegis.

Hvað varðar menningu og vísindi er óhægt að segja hvoru tveggja hefur blómstrað. Bókmenntum og listum hefur íslensk menning hefur blómstrað og margir íslenskir höfundar, tónlistarmenn og listamenn hafa náð alþjóðlegum frama. T.d. Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaun í bókmenntum árið 1955.

Rannsóknir og nýsköpun er mikil. Íslensk vísindasamfélag hefur náð langt, einkum á sviði erfðafræði og jarðvísinda. Einnig á sviði tækni í sjávarútvegi og tölvugeirinn er á við það besta sem gerist erlendis. Fram til ársins 2000 voru Íslendingar yfirleitt 10-15 ár eftir á í tækniþróun en á sumum sviðum leiða Íslendingar.

Frá fæðingu lýðveldisins hefur þjóðin opnað sig út á við og verið virk í alþjóðlegu samstarfi. Ísland gekk í NATÓ vegna viðsjárverða tíma í alþjóðamálum og vegna herleysis.   Ísland varð aðili að Atlantshafsbandalaginu (NATO) árið 1949.

Ísland varð aðili að Sameinuðu þjóðunum árið 1946 og hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi.

Þessar framfarir hafa stuðlað að því að Ísland er í dag lítið en vel þróað ríki með há lífsgæði fyrir íbúa sína.

Ýmis ágallar eru á lýðveldinu og sérstaklega á stjórnarskrá þess. Menn hafa ekki tekst að skilja ýmis ákvæði hennar, svo sem hlutverk forsetans, sem enn er óvissa um, né tekist að þrískipta ríkisvaldinu.

Erfitt hefur reynst að halda í fullt fullveldi ríkisins og margir "kvislingar" tilbúnir að fela alþjóðasamtökum hluta af fullveldinu. Má þar nefna EES samningurinn sem hefur ekki staðist tímans tönn, ekki verið endurskoðaður þrátt fyrir að eðli ESB hefur breyst á þeim rúmum þrjátíu árum sem hann hefur gilt.  Schengen samningurinn hefur valdið af landamæravörslu að hluta til úr höndum íslenskra stjórnvalda með tilheyrandi opnum landamærum og flóttamannavanda.

Blikur eru á lofti.  Íslensk tunga, menning og Íslendingar sem meirihlutahópur er ekki sjálfgefið og hvernig samfélagsþróunin verður á næstu áratugi er í óvissu.

Næsta hætta sem steðjar að Íslandi er bókun 35 sem aðeins fáir stjórnmálamenn skynja að hætta starfar af. Kannski missum við fullveldið í svona stuttum og ósýnilegum skrefum, þar til ekkert verður eftir nema holur trjábolur.

Varnirnar eru í höndum NATÓ (af því að íslensk stjórnvöld vilja ekki stofna íslenskan her), landamæravarslan í höndum ESB í formi Schengen. Viðskipti við erlendar þjóðir múlbundin í gegnum EES- og ESB. Alþjóðasamningar S.þ. binda íslensk stjórnvöld og þótt þeir séu að mestu góðir, er margt sem bindur Ísland. Er eitthvað eftir fyrir Alþingi að stjórna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Júní 2024

S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband