Valdníðsla ríkisins gagnvart borgurum landsins

Enn ein furðufréttin barst frá vitrungunum í ríkisstjórn Íslands en þeim datt það snjallræði í hug að banna sölu farartækja sem ganga fyrir jarðeldsneyti 2028!  Ekkert hugsað út í það hér hefur ekki verið virkjað í áratug og orkuskortur er í landinu. Verksmiðjur ganga fyrir olíu o.s.frv.

En aðalatriðið er þetta að ríkið þykist vilja hafa vitið fyrir borgurum landsins og banna þeim val á hvers konar eldsneyti farartæki þeirra ganga fyrir.  Hvað kemur ríkinu við hvað ég - frjáls borgari, kaupi mér, hvenær og hvar?  Þetta kom líka upp í hugann þegar bloggritari var í Austurríki í vikunni og þar mátti kaupa sér áfengi í vegasjoppu.  Halda þessir vitringar að fólk fari í allsherjar fyllerí og það renni ekki af því bara vegna þess farartálmar eru teknir af aðgengi að áfengi?

Ef menn vilja virkilega kaupa sér áfengi kl. 3 um nótt, er það auðvelt. Alls staðar er selt áfengi, á veitingarstöðum, hótelum o.s.frv.  Bara við það að menn versli við ríkið - ÁTVR, drekki menn minna. Þvílík rökleysa.

„Umhyggja fyrir mannslífi og hamingju, en ekki eyðileggingu þeirra, er fyrsta og eina markmið góðrar stjórnar. „Þeir sem gefa upp nauðsynlegt frelsi til að kaupa smá tímabundið öryggi, eiga hvorki skilið frelsi né öryggi. Sú ríkisstjórn er best sem stjórnar minnst." Henry David Thoreau.

Ronald Reagan sagði í frægri ræðu að hræðilegasta setning á ensku er: "I´m from the Government. I´m here to help."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Merkilegt en ég rakst á þessa grein eftir að hafa skoðað mína. Jón Björn er að tala um sama hlut og ég,  íþyngjandi afskipti ríkisins. https://www.dv.is/eyjan/2024/6/16/bjorn-jon-skrifar-rikisvaldid-hefur-seilst-alltof-langt/

Birgir Loftsson, 16.6.2024 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband