Íslendingar byggja á sandi

Þetta kom bloggritara í hug er hann velti fyrir sér hvar Íslendingar byggja mannvirki. 

Í fyrsta lagi byggja þeir sjávarþorp þar sem aurskriðu- og snjóflóðahætta er mikil og mörg mannskæð flóð hafa sannað að eigi ekki að byggja.

Í öðru lagi finnst þeim í lagi að setja byggð og orkumannvirki ofan í eldfjalla- og sprungusvæði eins og þeir uppgötvuðu í Kröflu eldunum og eldgosinu í Heimaey Vestmannaeyja á áttunda áratugnum.

Og nú í þriðja lagi byggja þeir hér á suðvestursvæðinu sjávarþorpið Grindavík og Hafnarfjarðarbæ sem allir sérfræðingar vita að hafa verið eldvirk á sögulegum tíma.  Nú hefur það komið í ljós að eldsumbrot hafa hafist og munu verða á Reykjanesskaga um ófyrirséða tíð. Eldgos við Bláfjöll getur sent hraunstrauma í byggðina við Rauðavatn og menn voru svo gáfaðir að byggja heilt hverfi þarna á sprungusvæði.

En hvað um Hafnarfjörð? Nánast allur bærinn er byggður á tiltölulegu ungu hrauni. Þar hefur eldborgin Búrfell verið áhrifavaldur.

Búrfellsgígurinn í Heiðmörk bjó til hraunið sem bærinn stendur á. Hann sendi hraun fyrir sjö þúsund árum sem ýmist er kallað Hafnarfjarðarhraun, Vífilsstaðahraun, Garðahraun eða Gálgahraun. Hraunið næst Búrfelli nefnist Smyrlabúðahraun, Gráhelluhraun og Urriðakotshraun.

En Kapelluhraun og Hvaleyrahraun liggja í gegnum íbúa-og iðnaðarhverfi á Völlunum og niður hjá álverinu og er aðeins 800 ára gamalt (að mér skilst) eða frá Sturlungaöld. Krýsuvíkureldar voru 1151-1188 og bjuggu til Kapelluhraun en hraun rann um Vallarhverfið á 10. öld. Ef horft er á yfirlitsmynd er ekkert sem kemur í veg fyrir að þetta svæði fari aftur undir hraun.

Margir velta fyrir sér hvort Hafnarfjörður sé í hættu. Já Vellirnir eru í hættu að sögn eldfjallafræðings sem varar við frekari byggð suður á bóginn en núverandi bæjarstjóri gaf lítið fyrir þær aðvaranir. En bloggritara skilst svo að Búrfell hafi sigið svo að engin hætta er á að megin byggðin í Hafnarfirði fái yfir sig ný hraun.

Sjá slóð: Hvaðan kemur hraunið sem liggur yfir Hafnarfirði og að hluta til Garðabæ, og kom það allt úr sama gosi?

Ein­faldar stað­reyndir að Vellirnir standi á nýjasta hrauninu

Að lokum segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur að Vogar á Vatnsleysuströnd sitja á nútímahrauni. Þorvaldur segir að það þurfi stórt gos til að hraun flæði þangað en það sé ekki útilokað.

Reykjanesbær, Garðurinn og Sandgerði eru svo til stikkfrí frá hraunflæði en Hafnir eru á tiltölulega ungu hrauni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband