D - dagur - innrásin í Normandí - Var þetta tímamóta atburður í seinni heimsstyrjöldinni?

Fræðimenn deila um þetta á 80 ára afmæli D-dags og sitt sýnist hverjum.  Sjálfur er ég á að opnun vestur vígstöðva hafi truflað stríðsrekstur Þjóðverja svo, að það flýtti fyrir lok stríðsins. Sumir halda því fram að Sovétmenn hefðu bara haldið áfram til vesturstrandar Frakkland eftir að Þýskaland hafi verið sigrað, enda enginn til að stöðva för Rauða hersins. Vestur-Evrópa hefði legið marflöt fyrir Rauða hernum.

Tæknibyltingin sem var að hefjast hjá Þjóðverjum kom of seint. Þeir fundu upp þyrlur, V-2 eldflaugar, herþotur, kafbáta sem gátu haldið sig óséðir neðansjávar, betri ratar kerfi o.m.fl. Hún breytti ekki gangi stríðsins en hefði gert það ef Þjóðverjar hefðu beðið í tvö ár í viðbót.

En D-dagur markaði upphaf innrásar bandamanna í Vestur-Evrópu, sem opnaði mikilvæga aðra vígstöð gegn öxulveldunum. Fram að því höfðu Sovétríkin borið hitann og þungann af baráttunni gegn Þýskalandi á austurvígstöðvunum. Opnun vesturvígstöðvanna neyddi Þýskaland til að flytja hermenn og fjármagn til að verjast framsveitum bandamanna og létta þannig þrýstingi á sovéska herinn.

Árangursrík framkvæmd aðgerðarinnar Overlord (kóðanafn orrustunnar við Normandí) veitti bandalagsherjum og hernumdu íbúum í Evrópu verulegan siðferðisstyrk. Það sýndi fram á að bandamenn voru færir um að hefja og halda uppi stórfelldri innrás og gætu beinlínis véfengt yfirráð nasista í Vestur-Evrópu.

Innrásin kom þýska hernum á óvart. Þrátt fyrir umfangsmikla varnargarða meðfram Atlantshafsmúrnum voru Þjóðverjar óviðbúnir umfang og staðsetningu innrásarinnar.

Til marks um hversu innviðir og mannskapur Þjóðverja var aðþrengt er að skipting þýskra hersveita eftir D-daginn endurspeglar þá mikilvægu stefnumörkun sem Þýskaland stóð frammi fyrir síðla árs 1944. Þó meirihluti þýskra herdeilda var áfram á austurvígstöðvunum til að vinna gegn Sovétríkjunum, neyddi aukinn þrýstingur frá herafla bandamanna á vesturvígstöðvunum Þýskalandi til að dreifa umtalsverðum auðlindum sínum og mannskap á tvær megin vígstöðvar og flýta fyrir ósigri þeirra.

Árangur innrásarinnar í Normandí flýtti fyrir falli Þýskalands nasista. Innan árs frá lendingunum höfðu herir bandamanna frelsað stóran hluta Vestur-Evrópu og sóttu til Þýskalands. Þessar hröðu framfarir flýttu fyrir endalokum stríðsins í Evrópu, sem náði hámarki með skilyrðislausri uppgjöf Þýskalands.

Þó að það hafi verið aðrir mikilvægir atburðir og bardagar í seinni heimsstyrjöldinni, var D-dagur lykilatriði sem stuðlaði verulega að lokum ósigurs á Þýskalandi nasista. Það markaði afgerandi breytingu á valdahlutföllum, þar sem bandamenn náðu yfirhöndinni í Evrópu. 

En ekki láta blekkjast af bandarískum bíómyndum eins og Band of Brothers eða Fury, þar sem Kaninn "stútar" nasistanna eins og flugur. Bandaríkjamenn og bandamenn á vesturvígstöðvum voru að berjast við leyfarnar af þýska hernum (unga drengi og gamla menn) sem var í dauðateygjum árið 1944.

Skoðum hversu margar herdeildir voru á vestur- og austurvígstöðvum. Í september 1944 á vesturvígstöðvum var fjöldi herdeilda komin í um 75 deildir þegar bandamenn þrýstu heraflan sinn í gegnum Frakkland og inn í Belgíu. Til samanburðar um mitt ár 1944 á austurvígstöðvum höfðu Þjóðverjar um 150-200 herdeildir bundnar til átaka. Þetta var meirihluti herstyrks þeirra, sem endurspeglaði mikla og stórfellda bardaga við Sovétríkin. Og þau höfðu barist við Þýskaland síðan sumarið 1941 og goldið fyrir með tug milljóna mannfalli. Rússland og hin 14 sovétveldin hafa aldrei borist þess bætur allar götur síðan, jafnvel ekki í ennþá daginn í dag.

Hver tapaði og hver vann er kannski ekki rétta spurningin. Kannski má segja að Evrópa hafi tapað. Líkt og í fyrri heimsstyrjöld féllu heimsveldi og ný stórveldi komu til sögunnar. 65+ milljónir (engin veit raunverulega tölu mannfalls í styrjöldinni) þeirra sem dóu skelfilega og hryllilegan dauðdaga er nákvæmlega um hvort að þeirra "lið" hafi unnið eða ekki. Harmleikurinn var svo ævintýralegur að líka má seinni heimsstyjöld við ragnarök. Til að reyna að skilja svona mikla tölu, ákvað bloggritari að deila töldu mannfalls niður á dag. Um 20 þúsund manns voru drepnir á hverjum degi stríðsins. Þetta er svakalegt blóðbað og ólýsanlegt. Hreinn hryllingur og eginlega ekki hægt að nota orð til lýsa þessu...á ekki til orð....

Og nú tala bjánanir í dag (réttnefni yfir stríðsæsingafólk sem hefur aldrei upplifað stríð) um nú verið að herða á stríðið við mesta kjarnorkuvopnaveldi heims Rússland! Sjá ræðu Bidens á D-degi minningarathafnarinnar. "Eruð þið gengin af göflunum" segir Pútín sem reyndar hóf stríðið við Úkraínu sem er svæðisstríð en getur endað í heimsstyrjöld. Sama gildir um stríðið í Gaza eða hugsanlega Taívan. Nú þarf mannkynið á að halda leiðtogum sem kunna að halda friðinn og herfræðinga þeim til ráðgjafar hvernig báðar heimstyrjaldarinnar á 20. öld stigmögnuðust upp í alls herjar stríð.

Lokaorð: Austurvígstöðvarnar og stríðið gegn Sovétríkjunum gerði útslagið um fall nasistaríkisins Þýskaland.

-----

P.S.  Hér kemur ef spurningin sem enginn sagnfræðingur á að spyrja en af því að þetta er blogg en ekki alvöru sagnfræði, ákvað bloggritari að spyrja ChatGPT að gamni að hvað hefði gerst ef D - dagur hefði ekki átt sér stað og hér kemur svarið:

Mögulegar niðurstöður án D-dags

Langvarandi stríð: Án D-dags hefði stríðið í Evrópu líklega staðið lengur. Skortur á annarri vígstöð hefði gert Þýskalandi kleift að einbeita sér meira herliði að austurvígstöðvunum, sem gæti hugsanlega hægt á framrás Sovétríkjanna.

Hærra mannfall Sovétríkjanna: Sovétríkin gætu hafa orðið fyrir enn meira mannfalli þar sem þeir hefðu staðið frammi fyrir stærri og einbeittari þýskri mótspyrnu. Fjarvera vesturvígstöðvanna hefði þýtt að beina mætti ​​fullum mætti ​​þýska hersins gegn Sovétríkjunum.

Aukinn ávinningur á sovéskum yfirráðasvæðum: Ef Sovétríkin hefðu að lokum sigrað Þýskaland án vesturvígstöðva gætu þeir hafa þrýst lengra inn í Mið- og Vestur-Evrópu. Þetta hefði getað breytt pólitísku landslagi eftir stríð verulega, hugsanlega aukið áhrif Sovétríkjanna og yfirráð yfir stærri hluta Evrópu.

Niðurstaða

Þó að það sé líklegt að Sovétríkin hefðu á endanum getað sigrað Þýskaland nasista án innrásar bandamanna í Normandí, hefði ferlið verið mun erfiðara og langvarandi. Opnun vesturvígstöðvanna af bandamönnum skipti sköpum til að flýta stríðslokum og draga úr álagi á sovéska herinn. D-dagur gegndi mikilvægu hlutverki í samræmdri stefnu bandamanna til að sigra nasista Þýskaland og fjarvera hans hefði haft djúpstæð áhrif á gang og niðurstöðu síðari heimsstyrjaldarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Síðuhafi skrifar:  

Og nú tala bjánanir í dag (réttnefni yfir stríðsæsingafólk sem hefur aldrei upplifað stríð) um nú verið að herða á stríðið við mesta kjarnorkuvopnaveldi heims Rússland! Sjá ræðu Bidens á D-degi minningarathafnarinnar. "Eruð þið gengin af göflunum" segir Pútín sem reyndar hóf stríðið við Úkraínu sem er svæðisstríð en getur endað í heimsstyrjöld. Sama gildir um stríðið í Gaza eða hugsanlega Taívan. Nú þarf mannkynið á að halda leiðtogum sem kunna að halda friðinn og herfræðinga þeim til ráðgjafar hvernig báðar heimstyrjaldarinnar á 20. öld stigmögnuðust upp í alls herjar stríð.

Hefði verið hægt að halda friðinn við Þriðja ríkið? Hefði það verið skynsamlegt?

Wilhelm Emilsson, 7.6.2024 kl. 20:07

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Veit það ekki, en Richard Champerlain sendi röng skilaboð til Hitlers með friðþægingarstefnu. Friður gegnum(hernaðar) styrk kallast stefna þar sem annar aðilinn þorir ekki að fara af stað með stríð. Ekkert valda jafnvægi rétt fyrir seinni heimsstyrjöld. Einræði nasista hefði getað endað á öskuhauga sögunnar eins og kommúnisminn en nú erum komnir í ef spurninguna.

Birgir Loftsson, 7.6.2024 kl. 20:31

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Birgir. Ef friðþægingarstefna Chamberlains var röng er ekki rökrétt að draga þá ályktun að það hafi ekki verið hægt að halda friðinn við Þriðja ríkið? Friður hefði þýtt meðvirkni með voðaverkum og hryllingi. 

Wilhelm Emilsson, 7.6.2024 kl. 23:10

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Birgir.

Mér þykir þú nú bestur þegar að síðari heimsstyrjöldinni og eftirmálum hennar kemur. Það er líka augljóst að þú hefur haldið vöku þinni og fylgst með stöðugum og vaxandi ögrunum NATO gagnvart Rússum síðustu áratugi.

Ég veit þó ekki hvort rétt sé að kalla fórnarlömb heilaþvottar bjána, en auðvitað ættu flestir fullorðnir að vita að NATO með okkur innanborðs hefur engum skuldbindingum að gegna hvað Úkraínu varðar frekar en t.a.m. átti við um árásarstríðin gegn Írak, Lýbíu eða Afghanistan, eða eins og Frank Zappa heitinn orðaði það: We are only in it for the money.

Jónatan Karlsson, 8.6.2024 kl. 12:59

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Sælir, það er nánast tilgangslaust, nema yfir bjórglasi, að ræða hvað ef....Við sjáum það þegar Forn-Grikkir sigruðu Persi tvisvar gegn allar líkur. Þegar Napóleon, sem er sá sem er ef til vill líkastur Hitler í stórveldisdraumum sínum, sigraði andstæðinga sína ítrekað. Það er auðvelt að segja, eftir á, hvernig útkoman úr stríðsátökum verða. Eða þegar Pétur mikli gerði vanþróaðsta ríki Evrópu, Rússland að stórveldi? Eða þegar konungur Prússa, Friðrik hinn mikli gerði Prússland að hernaðarveldi og var fyrirrennari Þýskalands? Og myndin af honum hékk á vegg í byrgi Hitlers? Hvað ef Hitler hefði ekki skipt hernum í tvo hluta er Barbarossa innrásin átti sér stað? 

Vitið þið til dæmis hvernig Úkraínustríðið endar? Hver sigrar og hver tapar?

Svona að gamni og í lokin. Munið þið eftir bíómyndinni Vaterland/Fatherland með Rutger Hauer? Þar kemur fram annars konar endir á seinni heimsstyrjöld. Segi frá því í næstu blogg grein.

Birgir Loftsson, 14.6.2024 kl. 10:02

6 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir hugleiðingar, Birgir. Ég er mikill Rutger Hauer aðdáandi en ég hef ekki séð Fatherland. Ég veit að hún er byggð á nokkuð þekktri bók eftir Robert Harris.

Wilhelm Emilsson, 14.6.2024 kl. 17:04

7 Smámynd: Birgir Loftsson

Auðvelt að finna hana, hún er frá 1994 ef ég man rétt.

Birgir Loftsson, 14.6.2024 kl. 17:38

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk!

Wilhelm Emilsson, 14.6.2024 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband