Forseti Íslands og bókun 35

Það mun líklega reyna strax á nýja forsetann í haust hvað varðar bókun 35. Ekkert reyndi á fyrrverandi forseta, sem sigldi lygnan sjó, jafnvel í miðjum covid faraldri og allan forseta feril sinn. Forsetinn þá var nánast ósýnilegur og ekkert "sameiningartákn" á erfiðleika tímum.

Nýi forsetinn verður hins vegar að taka ákvörðun í haust, þ.e.a.s ef einhver þrýstir á hann. Verður hann öryggisventill, eða verður bókun 35 að lögum, gegn stjórnarskránni, með fullri meðvitund Alþingis?

Svona lítur frumvarpið út - sjá slóð: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, nr. 2/1993 (bókun 35).

"1. gr.    

4. gr. laganna orðast svo:
    Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum."

Rennum niður frumvarpið og niður á 4. gr. Þar segir í skýringum:

"Mikilvægt er að hafa í huga að skuldbindingin samkvæmt bókun 35 nær ekki til ákvæða stjórnarskrárinnar og raskar ekki rétthæð hennar að neinu leyti. Í aðfaraorðum bókunarinnar kemur skýrt fram að með EES-samningnum sé aðildarríkjunum ekki gert að framselja löggjafarvald. Með tilliti til rétthæðar réttarheimilda vísar bókun 35 þannig til skyldu EFTA-ríkjanna til að setja lagaákvæði til að leysa úr árekstrum milli lagaákvæða sem innleiða EES-reglur og annarra lagaákvæða (e. statutory provisions) en tekur ekki til ákvæða stjórnarskrár. Þannig ganga ákvæði stjórnarskrárinnar ávallt framar ákvæðum settra laga, þ.m.t. þeirra sem innleiða EES-rétt.


 Ákvæðið gerir einungis kröfu um að EES-reglur sem komnar eru til framkvæmdar/eða réttilega innleiddar EES-reglur sem eru nægjanlega skýrar og óskilyrtar gangi framar öðrum reglum. Þessi skylda tekur því einungis til reglna sem Alþingi hefur þegar ákveðið að innleiða beri í landsrétt, eða reglna sem innleiddar hafa verið með stjórnvaldsfyrirmælum. Ljóst er að regla EES-samningsins um forgangsáhrif er þannig annars eðlis en í ESB-rétti þar sem reglur sem settar eru af stofnunum ESB hafa að ákveðnum skilyrðum uppfylltum bein réttaráhrif og forgangsáhrif í landsrétti aðildarríkja ESB, þ.e. reglurnar geta haft forgangsáhrif án þess að aðildarríki ESB innleiði þær í landsrétt sinn og geta jafnframt gengið framar ákvæðum stjórnarskrár."

Nú, erum við þá örugg og stikkfrí?  NEI. Það er ástæða fyrir að bókun 35 hefur aldrei verið innleidd. Menn efuðust um að EES samningurinn stæðist stjórnarskránna er við gengum inn í EES en málið var leyst með að taka bókun 35 ekki inn.

Málið er að stjórnarskráin er ekki "undirbúin" undir svona valdaafsal né leyfir það.  Þannig að rökin að EES reglur sem innleidar eru, munu vera þannig gerðar að þær ekki stangast á við stjórnarskránna er rökleysa. Það er er verið að fara bakdyramegin inn og bakvið stjórnarskránna. Aðeins er vísað í að EES reglurnar brjóti ekki stjórnarskrá ákvæði.

Eftir sem áður, takið eftir fortölumenn!, EES reglur eru innleiddar og njóta forgang umfram íslenskum lögum ef ekkert stendur í vegi fyrir þeim. Er þetta ekki auðskilið!? Skýringarnar sem fylgja frumvarpinu stangast á og eru ruglingslegar.

Þetta er "óbeint" valdaafsal  til yfirþjóðlegt valds og íslenskir stjórnmálamenn mega ekki brjóta stjórnarskránna með slíku valdaafsali. Eins og fyrirkomulagið er í dag, er Alþingi stimpil stofnun fyrir ESB, EES reglur eru innleiddar í gegnum Alþingi sem ALDREI stöðvar nýja reglur, sama hversu fáranlegar þær eru miðað við íslenskar aðstæður. Alþingi verður að mæla fyrir um annað... sem það getur að sjálfsögðu ekki gert, því að það getur ekki séð fyrir hvað ESB ætlar að gera, nema það séu 63 spákonur á Alþingi. Þetta lítur út á yfirborðinu sem löglegt en er á gráu svæði.

Nú reynir á lesskilning fólks er það les skýringar frumvarpsins.

Ætla að orða þetta skýrar: erlend lög (reglur) eru innleidd ef engin íslensk lög eru fyrir hendi. Þar með er ESB komið með löggjafavald á Íslandi. Og ekki einu sinni þarf til Alþingi til að stimpla lögleysuna frá ESB eins og gert er í dag til að láta þetta líta út sem löglegt.

Hvað ætli nýi forsetinn að gera?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Verða þeir þingmenn sem samþykkja bókun 35 flokkaðir sem landráðamenn samkvæmt skilgreiningu hugtaksins "landráð"? Það er skilgreint svona: Landráð eða föðurlandssvik eru skilgreind sem brot gegn öryggi eða sjálfstæði ríkins, út á við eða inn á við. Sá sem gerir sig sekan um landráð er landráðamaður eða föðurlandssvikari. samkvæmt Wikipedíu.

Birgir Loftsson, 4.6.2024 kl. 10:46

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Birgir.

Ég er sammála þér hvað snertir þörfina á nýrri breiðfylkingu fyrir íslenskan almenning.

Þeir tveir flokkar á Íslandi sem virðast einlægir í þjóðhollustu eru Miðflokkur og Flokkur fólksins, en báðir þó með innanborðs fólk á borð við fyrrverandi utanríkisráðherra sem var engu betri en sá núverandi og einræðistilburðir formanns Flokks fólksins voru líka ólíðandi þegar hún rak tvo þingmenn, einungis fyrir að hafa verið viðstaddir á Klausturbarnum, sællar minningar, þó hún sé t.d. eflaust frábært efni í stöðu heilbrigðisráðherra í nýrri stjórn.

Það eitt er víst, að það er ekki til setunar boðið, því þolinmæði Íslendinga er á þrotum.

Jónatan Karlsson, 6.6.2024 kl. 07:30

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Þessi athugasemd átti auðvitað að fylgja fyrri færslu þinni.

Jónatan Karlsson, 6.6.2024 kl. 09:23

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Sæll Jónatan, það er eins og menn vita ekki hvað þeir eru að gera á Alþingi. Það er nokkuð ljóst að ekki hæfasta fólkið velst til þingstarfa. Á Útvarpi sögu er spurt í könnun dagsins: "Finnst þér að þingmenn þurfi að uppfylla hæfnisskilyrði til þess að taka sæti á Alþingi?"  Góð spurning.

Birgir Loftsson, 6.6.2024 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband