Er þörf á nýjum stjórnmálaflokki?

Arnar Þór Jónsson ýjaði að því að hann myndi stofna stjórnmálaflokk í kjölfar forsetaframboðs sitt.  En er þörf á því? Held að Flokkur fólksins eða Miðflokkurinn myndu passa ágætlega við stefnu hans. 

En það er ef til vill nauðsynlegt að stofna nýjan hægri flokk, því að gagnrýnendur innan frá eins og Arnar Þór Jónsson, Jón Magnússon og fleiri hafa verið kaffærðir á landsþingum Sjálfstæðisflokksins og ýtt út úr flokknum.

Sjálfstæðisflokkurinn eins og hann er í dag, er ekki einu sinni til hægri á litrófi stjórnmálanna, hann hangir í lausu lofti, hugsjónarlaus og fylgislaus.  Hvaða flokkur væri ekki búinn að reka formann sem fer með fylgið úr 30%+ niður í 17% +-?  Þetta sýnir bara hversu valdaklíkan innan sjálfstæðisflokksins er öflug og ekki hægt að gera byltingu neðan frá. Þá er eins gott að stofna nýjan flokk eða fara í flokk sem er með svipaða stefnu.

Til er flott heiti á nýja flokknum, til dæmis Hægri flokkurinn, þannig að stefnan fari ekki á milli mála!  Lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, minnka reglugerðar fargan, reka ríkissjóðin á núlli, ekki endalausan hallarekstur sem veldur viðvarandi verðbólgu. Bandaríkjamenn kvarta yfir 3% verðbólgu, á meðan við erum með 6%, og þetta mun kosta Biden forsetastólinn. En Íslendingar, hvað gera þeir? Þeigja. Kjósum sömu spilltu stjórnmálamennina aftur yfir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Jesús Kristur var sá sem fór gegn valdaelítu síns tíma í því skini að frelsa þjóð sína.

Hann spáði henni tortímingu , ef ekki hæfist vakning og menn rumskuðu af þeim þyrnirósasvefni sem væri að leiða þá til glötunar.

Ísrael var þá skattland Rómverja, flokkur fræðimanna og farísea Gyðing stjórnaði samt fólkinu að einhverju leiti. Það voru einmitt þeir sem dæmdu Jesú til dauða, Rómverjar sáu hins vegar um aftökuna.

Jesús fór gegn þessari valdaelítu.

Arnar Þór Jónsson hefur nú um nokkurt skeið farið gegna valdaelítu okkar lands og reynt að vekja okkur upp af djúpum svefni.

Hann hefur sýnt okkur fram á að Ísland er að verða skattland ESB og það stefnir landi og þjóð í glötun, og í nýafstöðnum forsetakosningum höfum við valið að fljóta sofandi að feigðarósi.

Jesús sagði:

Jerúsalem, Jerúsalem! Þú, sem líflætur spámennina og grýtir þá, sem sendir eru til þín!

Hversu oft vildi ég safna börnum þínum eins og hænan ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi.

Hús yðar verður í eyði látið.

Ég segi yður: Þér munuð eigi sjá mig, fyrr en þar er komið, að þér segið: Blessaður sé sá er kemur, í nafni Drottins! (Lúk. 13:33-34).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 3.6.2024 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband