Fyrsta sem bloggritari lærði í námi sínu er að í miðaldarsamfélaginu íslenska og í Evrópu voru menn vopnaðir. Það var ekki að ástæðulausu, því að ríkisvaldið í formi konunga og jarla, hafði ekki náð að einoka valdbeitinguna.
Englandskonungur sem og Noregskonungur voru fremstir meðal jafningja en menn urðu að verja sig sjálfir, enda engin lögregla til en aðalsmenn voru ekki sérstaklega áhugasamir um að verja smælingjanna. Með valdatöku Noregskonungs á Íslandi 1262, átti svo að heita að sýslumenn og hirðstjórar/höfuðsmenn héldu upp lög og reglu en í raun var það í höndum héraðshöfðingja eftir sem áður og einokuðu valdastöður hjá konungsvaldinu.
Svo gerðist það að konungur náði loks að beygja aðalinn undir sig og vald hans. Þetta gerðist um siðskiptin hér á Íslandi, þegar biskuparnir (1550) og höfðingjarnir voru beygðir undir full vald konungs. Vopnin dregin úr höndum einstaklinga (vopnabrotið 1581) og í hendur embættismanna og danska sjóhersins. En þetta þýddi að ríkisvaldið bar skylda að halda uppi lögum og reglu.
Forverar lögreglumanna á Íslandi kölluðust vaktarar frá tímum Skúla fógeta Magnússonar í nýja þéttbýlinu í Reykjavík. Á vef lögreglunnar segir: "Árið 1803 varð Reykjavík fullburða kaupstaður og bæjarfógetinn, Rasmus Frydensberg, fékk sér til aðstoðar tvo danska lögregluþjóna. Fyrsti íslenski lögregluþjónninn var Jón Benjamínsson en hann var ráðinn til starfa árið 1814. Síðasti danski lögregluþjóninn starfaði hér fram til ársins 1859. Eftir það var lögreglan alíslensk."
Slóð: Lögreglan - sagan
En lögreglan var ekki ein um að sjá um vörslu samfélagsins. Kaupmenn réðu næturverði og er þetta fyrirkomulag enn til í formi öryggisþjónustufyrirtækja sem sjá um vörslu fyrirtækja.
Íslenska lögreglan hefur verið þekkt fyrir að vera óljúft að beita valdinu. Þegar lögreglumenn ganga um miðborgina um helgina eru fortölur beittar, spjallað þannig að menn sjái ljósið. Einstökum sinnum hefur hún þurft að beita valdinu af afli, í Gúttóslagnum 1932, töluvert undir forystu Agnars Kofoed Hansen á stríðsárunum og í Alþingisslagnum 1949 er Ísland gékk í NATÓ. Í efnahagshruninu 2008 beitti lögreglan mikilli lagni er þjóðin var öskureið út í valdastéttina og varði Alþingishúsið af stakri snilld.
En tíminn gengur ekki aftur á bak. Þökk sé hugarfóstri góða fólksins að allir séu eins og allir sem koma hingað til Íslands, verði bara með að stíga á íslenska jörð, að það fólk sýni landi og þjóð virðingu. Aldrei er dreginn lærdómur af reynslu Norðurlandaþjóða að friðurinn er úti ef margir menningarheimar lifa hlið við hlið (sem menn kalla fjölmenning og er andstaða einmenningar). Í einmenningarsamfélagi eru menn sammála um leikreglur, gildi og siði. Þjóðfélagið nokkuð friðsamt eins og saga Norðurlanda á 20. hefur kennt okkur.
Í fjölmenningu hafa menn hins vegar mismundi skoðanir um gildi og menningu og hvernig ber að framfylgja þeim. Með öðrum orðum, er friðurinn úti og samheldnin sem skapast af sameiginlegri menningu, tungu og sögu er að hverfa. Þetta skapar óstöðugleika sem íslenskir stjórnmálamenn skynja ekki og halda að eina hlutverk þeirra sé að búa til lög en ekki að þau séu þannig að þjóðfélagið haldist saman.
Nú er svo komið eftir áratuga uppeldi ný-marxismans í háskólum landsins sem teygir sig alla leið niður í grunnskóla en þeim stýra kennarar sem hafa lært nýmarxíska kennsluhætti, að upp er komin veikgeðja kynslóð, sem hefur aldrei dýft hendi í kalt vatn, fengið allt upp í hendurnar og er uppfull af woke kenninga hugmyndafræði. Allsnægtir, án skorts skapar ekki úrræðagott fólk, heldur heimtufrekt fólk sem lifir eftir kennisetningum sem passa ekki við veruleikann.
Þetta fólk telur allt í lagi að vaða að ráðherrum með hótunum, þannig að lögreglan þarf að skerast í leikinn. Þegar þetta fólk vaknar við veruleikann, að jafnvel veikgeðja valdstjórnin þarf stundum að beita valdi og notar lögregluna til þess, þá verður það reitt og telur að það sé brotið á sig. Það gleymir að það var sjálft að valda uppþoti og fara ekki eftir lögum og reglum. Mótmæli eru hluti af reglum lýðræðisins, ekki uppþot, óeirðir og hótanir. Með lögum skal land byggja og ólögum eyða.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 31.5.2024 | 19:00 (breytt kl. 20:05) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.