Púað á Trump á ráðstefnu frjálshyggjumanna

Í fréttum fjölmiðla hefur verið flokkur frjálshyggjumanna - Libertarian Party - sem hefur náð um 1,3% atkvæða í forsetakosningum. 

DV kemur inn á þetta í grein, en fer ekki ítarlega í hvernig megi lesa í ræðu Trumps á ráðstefnunni og hvers vegna hann yfir höfuð ákveður að fara á fjandsamlega samkundu.  Sjá slóð: Púað á Trump á ráðstefnu

Í raun ætti fyrirsögn DV vera eftirfarandi og lýsir málinu betur: "Frjálshyggjumenn velja Chase Oliver sem forsetaefni Bandaríkjanna en hafna Trump og Kennedy."

Það er nefnilega ekki bara Trump sem er að eltast við þessi 1% atkvæða, heldur Robert F. Kennedy sem einnig mætti á fund þeirra.  Sjá slóð: Libertarians pick Chase Oliver for US president as Trump, Kennedy rejected

Með því að fara í ljónagryfjuna, var Trump að reyna að taka fylgi af Kennedy en hafði líklega ekki erindi sem erfiði (vantar skoðanakönnun til að staðfesta það) en það að Oliver skuli hafa fengið 60% atkvæða á ráðstefnunni segir sína sögu.

Svona til skýringar: Frjálshyggjumenn setja lítið ríkisafskipti í forgang sem og einstaklingsfrelsi, með blöndu af stefnumótun sem gæti talist frjálslynd, íhaldssöm eða hvorugt. Þeir eiga meira sameiginlegt með Repúblikönum en Demókrötum, þótt þeir eru mjög sósíalískir á köflum í félagsmálum.



Oliver sjálfur er aðgerðarsinni og opinberlega samkynhneigður stjórnmálamaður frá Atlanta sem bauð sig áður fram fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings og ríkisþing Georgíu.

Hvort segir Aljazeera eða DV réttar frá?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þínir pistlar eru jafnan í hæsta gæðaflokki og fróðlegir, en ég held að íslenzka orðið frjálshyggja nái ekki merkingu orðsins libertarian, sem gæti verið réttara að þýða sem frjálslyndi. Þess vegna fékk Frjálslyndi flokkurinn gagnrýni fyrir að heita þessu nafni, því harðari lög um útlendinga passaði ekki við hugtakið frjálslyndi, sem libertarian nær yfir á ensku.

Reyndar skarast þetta. Frjálshyggja finnst mér ná yfir frelsi í peningamálum frekar og lítil ríkisafskipti en frjálslyndi það sem snýr að LGBT og vinstrimálefnum.

En þessi flokkur er áhrifalaus, um 1% fær hann, og nær ekki fólki á þing eða í öldungadeild. Svipað og okkar smáflokkar.

Maður sér það líka á litunum í myndbandinu að þetta er flokkurinn sem hinseginfólk styður í Bandaríkjunum. Trump nær ekki mestu fylgi þar.

En í sögulegu samhengi skarast frjálslyndi og frjálshyggja. 

Er ekki hissa á að púað sé á Trump þarna. Mér finnst þetta fólk eiga mest skylt við Pírata Íslands.

En Trump er á atkvæðaveiðum út um allt. Við þurfum slíkan pólitíkus. Jafnvel Sigmundur Davíð nær ekki að verða eins öflugur.

En fróðlegur pistill.

Ingólfur Sigurðsson, 28.5.2024 kl. 17:21

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir ábendinguna Ingólfur, alveg rétt hjá þér. Erfitt hugtak að glíma við. 

Birgir Loftsson, 28.5.2024 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband