Forsetaframbjóðandinn Arnar Þór minnist á í bloggi sínu að Hrafnseyri væri tilvalinn staður ef Bessastaðir væru ekki í boði, fyrir forsetasetur. Þetta er frumleg hugmynd en er það svo? Hrafnseyri er mjög afskekktur staður á Vestfjörðum og aðgengið að forseta Íslands lítið sem ekkert. Ef það væri einhver staður sem hentaði undir forsetann, þá væri það Þingvellir.
Hins vegar eru Bessastaðir sögulega séð rétti staðurinn fyrir valdhafa á Íslandi en Snorri Sturluson eignaðist staðinn, ekki er vitað nákvæmlega og ekki er vitað hvort hann hafi nokkru sinni búið þar og er það ólíklegt. Hann batt sitt túss við Skúla jarl eins og alþjóð veit og missti lífið fyrir vikið 1241. Eftir dauða Snorra sló Noregskonungur eign sinni á staðinn og síðari hluta miðalda sátu í konungsgarði á Bessastöðum æðstu fulltrúar erlends valds á Íslandi. Þeir voru að vísu valdalitlir og þorðu oft á tíðum ekki að ríða langt frá staðnum nema í fylgd vopnaðra manna, þá helst aðeins á Alþingi eða í Hólminn (Reykjavík).
Við einveldistöku Danakonungs breyttist hérlend stjórnsýsla talsvert og árið 1688 urðu Bessastaðir embættisbústaður fulltrúa konungs, landfógeta og amtmanns allt þar til yfirstjórn landsins fluttist til Reykjavíkur. Ólafur Stephensen, stiftamtmaður (1790-1806), sat ekki á Bessastöðum og hann lét staðinn eftir til skólahalds fyrir Lærða skólann sem þá var nefndur Hólavallaskóli árið 1805. Eftir það nefndist hann Bessastaðaskóli sem starfaði til 1846.
Á síðari hluta 19. aldar voru Bessastaðir í einkaeigu og síðastur þeirra einkaaðila, Sigurður Jónasson forstjóri, afhenti ríkinu jörðina að gjöf árið 1941 svo þar mætti verða bústaður ríkisstjóra og síðar forsetasetur. Sveinn Björnsson ríkisstjóri sat þá staðinn þar til hann var kosinn forseti Íslands 1944. Hann nóta bene var stjórnsamur og sýndi fram á að forsetaembættið er valdastaða, ekki skrautstaða eða táknræn staða. Því miður hafa fæstir forseta síðan skilið hlutverk forsetans né stjórnarskránna en það er önnur saga.
Þannig að það megi segja söguleg hefð er að æðsti valdhafi Íslands sitji á Bessastöðum. Áður var staðurinn afskekktur en er nú steinsnar frá höfuðborginni, stjórnkerfinu og Alþingi. Þó sér forsetaembættið ástæðu fyrir að forsetinn eigi sér skrifstofu á Sóleyjargötu eftir að Ólafi og Davíð lenti saman um árið eins og margir muna. Þarna mætti spara.
En Bessastaðir er í glæsilegu umhverfi, (sveitar)bær í borg, og aðkoman fyrir erlenda þjóðhöfðingja að "Hvíta húsi" Íslendinga hlýtur að vera stórkostleg, með útsýni til allra átta er ekið er heimreiðina að forsetasetrinu. Með Snæfellsjökullinn í vestri, Esju í norðri, Garðarholt, Álftanes sjálft og Reykjanes skagann í suðri og Garðabæ og Hafnarfjörð í austri.
Aðgengi almennings að Bessastöðum hefur í gegnum tíðina verið gott, en eftir að lögreglumaður tók upp fasta aðsetur á staðnum, komu upp bannskilti og ekki eins vel séð að fólk gangi fram hjá og út á Seiluna. Því hefur jafnvel verið stuggað í burtu. Það er ekki gott, því að Bessastaðir er þjóðareign Íslendinga.
En vonandi fer ekki eins fyrir Bessastöðum og Hvíta húsinu sem var byggt í mýrlendi og John Adam flutti í hálf karað í nóvember 1800, að lenda í að vera í miðri borg. Það er mikið byggt á Álftanesi um þessar mundir.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Saga, Stjórnmál og samfélag | 27.5.2024 | 08:04 (breytt kl. 08:07) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.