Þegar frambjóðendurnir eru jafn margir og lærisveinar Jesús, er erfitt að velja á milli. Er einhver Júdas í hópnum? Það er erfitt að segja en það hringja viðvörunarbjöllur varðandi suma frambjóðendur. Kjósendur verða að útiloka frambjóðendur einn af öðrum til að komast niður í handfylli þeirra sem eru álitslegastir.
Skoðanakannanna fyrirtækin virðast vilja "hjálpa" okkur við valið og sett fjóra frambjóðendur upp á pall. En kannanir geta verið villandi og mótandi fyrir óákveðna kjósendur. Aðeins þeir sem eru ákveðnir í pólitík, velja samkvæmt sannfæringu sinni og kasta atkvæði sitt á jafnvel frambjóðanda sem mælist með eins stafa tölu.
Svo virðast sem sumir frambjóðendur hafa fulla vasa af peningum. Maður sér Höllu Hrund með risa banner auglýsingu á DV, dag eftir dag en þeir sem hafa auglýst, vita hversu dýrt það er að auglýsa í fjölmiðlum. Aðrir, eins og Ástþór, fer ódýrari leiðina og auglýsir á Facebook. Aðrir eru ósýnilegir, með ekkert bakland og enga peninga. Mun sá sem hefur mestu peningana vinna líkt og í Bandaríkjunum? Að maður geti keypt sig inn í forseta embættið?
En það er önnur leið og ódýrari að komast í forseta katlanna, en það er það er að vera þjóðþekktur einstaklingur, ferskur úr stjórnmálunum eins og leiðandi frambjóðandinn, skv. skoðanakönnunum. Það er alveg sama hvort það er brennandi land að baki, að viðkomandi sitji beggja megin borðs, fylgið helst hátt. Það er einn frambjóðandi virkar eins og rautt aðvörunarljós á bloggritara, en það er Katrín Jakobsdóttir. Hvernig getur hún virkilega stigið úr forsetastólnum, úr sitjandi ríkisstjórn sem hún stýrði með viðvarandi halla á ríkisstjóð og væntanlega klárar kjörtímabilið á næsta ári og sagst vera hlutlaus?
Segjum svo að hún verði næsti forseti Ísland (með líklega -30% fylgi) og komi sér fyrir á Bessastöðum í sumar. Alþingi kemur saman n.k. haust, eftir met langt sumarfrí, og allt fer í bál og brand á stjórnarheimilinu. Stjórnarhjónin í VG og Sjálfstæðisflokknum skilja og tökubarnið Framsókn skilið eftir. Heldur einhver að hún verði hlutlaus? Jafnvel þótt henni takist að setja upp hlutleysis andlitið, virkar valdabrölt hennar á bloggritara eins og misbeiting valds og lýðræðis.
Gunnar Thoroddsen sýndi minnsta kosti þann sóma að taka sér hlé frá stjórnmálunum 1965, gerðist sendiherra í millitíðinni og reyndi svo við forsetann en hann tapaði eftirminnilega á móti Kristjáni Eldjárn. Ólafur Ragnar Grímsson, mjög óvinsæll stjórnmálamaður, fór sömu leið og reyndist farsæll forseti.
"Það er eitthvað rotið í Danmörku" eins og enskumælandi fólk hefur fyrir orðtæki.
Sjá slóðina: Orðið á götunni: Hvers vegna varð Gunnar Thoroddsen ekki forseti Íslands?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 26.5.2024 | 12:24 (breytt kl. 12:27) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.