Donald Trump er sögulegt fyrirbrigði

Eins og flestir vita sem fylgjast með þessu bloggi, er bloggritari mjög áhugasamur um bandaríska pólitík. Hann hefur fylgst með bandarískri pólitík í áratugi. En aldrei áður, hefur bandarísk pólitík verið eins spennandi og síðastliðinn áratug. Ástæðan er einföld, kaupsýslumaðurinn Donald Trump steig inn á stjórnmálapallinn 2015 og breytti bandarískri stjórnmálasögu þannig, að forsetaferill hans fer inn í sögubækurnar. 

Það að ein persóna, getur fengið svo sterk viðbrögð, að fólk annað hvort hatar hann eða elskar, er einstakt fyrirbrigði og fáum stjórnmálamönnum tekst að ná. Flestir eru litlausir og vekja engar tilfinningar meðal kjósenda. Það eru nokkir forsetar sem skera sig úr og ná að vera sögulegar persónur, má þar nefna Andrew Jackson, Abraham Lincoln, Teddy Roosevelt, John F. Kennedy, Richard Nixon og Donald Trump. Flestir þessir einstaklingar voru umdeildir er þeir voru við völd en sagan hefur farið mýkri höndum um þá en samtíðin.

Trump slær jafnvel Andrew Jackson við þegar kemur að komast af í pólitísku moldviðri. Aldrei hafa pólitískir andstæðingar forseta verið eins hræddir og reiðir og demókratar sem hafa hamast á Trump eins og hann væri óvinur nr. eitt Bandaríkjanna.

Richard Nixon og Ronald Reagan voru hataðir en ekki eins og Trump. En hann sker sig úr að því leytinu til að hann virðist lifa allt af. Vera pólitískt kameljón. Tvær embættisafglapa ákærur voru settar til höfuð hans, og í stað þess að segja af sér eins og Nixon, barðist hann og vann. Allan forsetaferill sinn þurfti hann að sæta rannsóknir sérstaks saksóknara og vera sakaður um að vera í vasa Rússa. Það var eins og skvetta vatn á gæs að reyna að taka hann niður. 

En svo tapaði hann forsetakosningunum 2020. Þá létu andstæðingar hans fyrst af pólitískum ofsóknum. En um leið og hann tilkynnti framboð sitt til forseta 2024, ákváðu demókratar að beita dómskerfið (notuðu stjórnkerfið og varðhunda þess: CIA og FBI í forsetatíð hans til að herja á hann) til að taka hann niður. Nokkuð sem gerist bara í bananaríki, ekki helsta lýðræðisríki heims.

Í þessum töluðum orðum á hann yfir sig hættu á þremur réttarhöld en fyrstu eru við að ljúka. Allir stjórnmálamenn sem lenda í slíkum málaferlum, myndu missa móðinn og hrökklast úr embætti. En ekki Trump, hann virðist eflast við hvern mótbyr sem hann fær á sig. Nú í miðjum réttarhöldum (niðurstaða í næstu viku), hafa vinsældir hans í skoðanakönnunum aldrei verið eins miklar, jafnvel ekki 2016.

Og þar sem hann hefur verið bundinn við réttarhöldin í New York, hefur hann notað tækifærið og haldið "rally" eða kosningafundi í borginni. Hann setti nánast met þegar yfir 100 þúsund manns mættu á fund hans í New Jersey. Og í gærkvöldi, hélt hann fund í garði í Bronx, sem hefur verið höfuðvígi demókrata í meir en öld, en síðast sem repúblikani vann kosningu þar, var 1924, fyrir einni öld. Trump var ekki viss um viðbrögð Bronx búa, sem er hverfi minnihlutahópa sem styðja demókrata, en fundurinn var glimmrandi vel heppnaður.  Fólkið var bara fegið að einhver skyldi vilja koma og tala við það. Og það er reitt vegna efnahagsástandsins og afskiptaleysi stjórnvalda.

En það eru ekki pólitísk réttarhöld sem höfðu hafa verið gegn honum sem hafa verið söguleg, heldur það að honum hefur tekist að breyta repúblikanaflokknum úr flokki hvítra og yfirstéttafólks, yfir í fjöldahreyfingu "blue collar people" eða fjöldahreyfingu vinnandi fólks af öllum kynþáttum. Hann hefur reynst vera "hetjan" sem fór til Washington til að ræsa mýrina (drain the swamp kalla þeir þetta) en fólki finnst almennt að stjórnmálaelítan (bæði demókratar og repúblikanar) í borginni ekki vera í tengslum við hinn almenna borgara. En í milljarðamæringinum Trump hefur það fundið sér málsvara og það skýrir vinsældir hans. Nokkuð sem Íslendingar skilja ekki enda mataðir af íslenskum vinstri fjölmiðlum sem copy/paste fréttir úr Vesturheimi frá bandarískum vinstri fjölmiðlum. Þessir fjölmiðlar hafa ekki gleymt að hann þorði að fara í þá (enginn annar hefur reynt það og komist pólitískt af) og kallað þá "fake news". Og þeir töpuðu. Vinsældir og virðing fyrir annars virta fjölmiðla er komið niður í vaskinn. 

Svo er bara að sjá hvort að hann verði forseti 5. nóvember 2024. Margt á eftir að gerast þangað til, hugsanlega skipta demókratar út hinn óvinsæla Joe Biden, sem hefur mælst óvinsælasti forseti í sögu skoðanakannana, og setja inn Michelle Obama eða Gavin Newsom.  Bara spennandi tímar fyrir samfélagsrýninn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þú hefur mikla þekkingu á bandarískri pólitík. Mér finnst þetta vel skrifað. Ég er ekki nema sæmilega bjartsýnn á að Donald Trump verði kosinn. Hef grun um að Djúpríkið verði ekki sigrað, og þar séu réttar skoðanir stuðningsmanna Trump um að sigur Joe Bidens hafi verið einhverskonar talnasvik í háþróuðum tölvum, af mannavöldum.

Ef Trump verður forseti verður það aðeins til að láta hann tapa í augum almennings endanlega. Covid-19 var fundin upp og send útí andrúmsloftið endanlega til að sigra Trump og hægrimenn. 

Það eru vélráð ævinlega í herbúðum þeirra ofurríku.

En tel þó mögulegt að Trump sigri og að sönn umskipti og hreinsun verði á jörðinni allri, ef Evrópa kýs svipaða leiðtoga. Það eru þannig teikn á lofti. Demókrötum í Bandaríkjunum mun ekki takast að breyta því, ef það gengur eftir.

Tek undir það, spennandi tímar.

Ingólfur Sigurðsson, 24.5.2024 kl. 13:06

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir  Ingólfur. Fylgist daglega með bandarískum fjölmiðlum og þekki allar "sögupersónur" í banarískum stjórnmálum. Held eiginlega aldrei með einum eða neinum, en verð að viðurkenna að John Kennedy öldungardeildarþingmaður Repúblikana er bráðfyndinn í tilsvörum. Er orðhvatari en Trump sjálfur en án hæðnistón hans. Hefði viljað sjá hann sem forseta en er orðinn of gamall.

Ég horfði á rallý Trumps í gærkvöldi, í sjálfri Bronx, bláasta svæði Bandaríkjanna, höfuðvígi demókrata, og þvílíkar viðtökur sem hann fékk. Hann kallaði þetta "love festival". Það verður því mjög erfitt að svindla í næstu kosningum ef hann fær meirihluta atkvæða. "Massive win" sagði hann, "so they can not rig the election."

Birgir Loftsson, 24.5.2024 kl. 13:27

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Umfjöllun um rallýið í Bronx: https://youtu.be/UZZXDjthJiY?si=MxiNdAaESE5w3Gv2

Birgir Loftsson, 24.5.2024 kl. 18:15

4 Smámynd: Birgir Loftsson

Meiri segja Ronald Reagan gékk ekki eins vel og Donald Trump í Suður-Bronx en samt vann hann kosningarnar 1980: https://youtube.com/watch?v=O_M_mz4Ks8g&si=RfPrndmRn_EEUia5

Birgir Loftsson, 24.5.2024 kl. 21:26

5 Smámynd: Birgir Loftsson

P.S. Reagan var beinlínis púaður niður en Trump fékk "love festival". Þetta segir meira um vanhæfi Bidens en hæfileika Trumps sem reyndar hélt öðru vísi ræðu en venjulega. 

Birgir Loftsson, 24.5.2024 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband