Bloggritari er á því að íslenskir fjölmiðlar vinni ekki sjálfstætt er kemur að erlendum fréttum. Þeir copy/paste greinar eða fréttir úr völdum fjölmiðlum. Það er áberandi hvað varðar bandarískar fréttir. Nú er bloggritari nokkuð vel að sér í bandarískri pólitík og veit hvað klukkan slær daglega.
Hér kemur ein furðu greinin, en hún fjallar um pólitíska árás Joe Bidens á Trump en hún heitir: Hvað hefði Trump gert ef svart fólk hefði verið í fararbroddi í árásinni á þinghúsið í Washington D.C.?
Það er eðlilegt að Biden geri árás á Trump í miðri kosningabaráttu, en greinarhöfundur tekur undir orð hans sem er verra. Hér er tóninn í greininni:
"Rannsókn þingnefndar á atburðunum við þinghúsið leiddi í ljós að Trump var í Hvíta húsinu á meðan árásin stóð yfir og aðhafðist ekkert til að stöðva hana klukkustundum saman, meira að segja þegar skríllinn hótaði að hengja Mike Pence, varaforseta hans. Að lokum sendi hann myndband frá sér þar sem hann hvatti skrílinn til að láta af hegðun sinni og fara heim."
Þetta er algjör ósannindi en Eyjan vitnar í The Guardian sem heimild. Ekki er ætlunin að fara út þessa atburðarás, hef gert það í mörgum greinum, nema það að ofangreind þingnefnd var á vegum demókrata sem var á eftir Trump og ekkert kom út úr rannsókn hennar, bókstaflega ekkert. Rannsóknin reyndist vægast sagt ótrúverðug. Hvað ef... eða pólitískar vangaveltur er ekki frétt, heldur skoðanafréttamennska.
Þetta er ekki eina kynþátta drifna ræða Bidens. Hann hélt eina um daginn í útskriftarathöfn háskóla sem er skipum svörtum nemendum. Því líkt kynþátta óráðatal sér maður sjaldan í dag. Biden, sem er að missa mikið fylgi til Trumps meðal svartra, reynir í örvæntingu sinni að slá á strengi kynþátta mismununar gagnvart svörtum en þetta kallast á ensku: "race baiting".
Biden tókst ekki betur til en að ræða hans reyndist vera full af kynþátta- og kynja mismunum. T.d. sagði hann að "þeir" (enginn veit hverjir) séu að reyna að koma í veg fyrir að svartir menn (ekki konur) komist til valda. Svo sagði hann að "þeir" væru að koma í veg fyrir að fólk fái vatn í biðröðum á kosningastöðum (þegar sannleikurinn er sá að við þá er sjálfsafgreiðslu vatnsvélar. Fengu bara svartir ekki vatn?). Það er bannað með lögum að útsendarar framboða gangi á biðraðir við kosningastaði og útdeili matvælum eða drykkjum en það skilur Biden ekki. Svo er það fullyrðingin að bækur svartra séu bannaðar en í raun hafa bækur um baráttu svarta notið mikilla vinsælda og margar verið metsölubækur. Hvernig er hægt að taka mark á svona fullyrðingu?
Ætla mætti að ræða Bidens fengi glimmrandi lófaklapp en svo var ekki. Margir nemendur snéru baki í forseta og þurfu ekki að gera það lengi, því að Biden getur bara haldið örræður.
Hér er tvær umfjallanir um þessa ræðu Bidens, önnur er hlutdræg (Erik Bolling) en Bill OReilly gefur sig að vera hlutlaus í sinni umfjöllun.
Erik Bolling er harður andstæðingur Biden en í þessari umfjöllun rifjar hann upp 50 ára feril Bidens, sem einkennst hefur af baráttu hans gegn réttindum svartra.
Lets count Biden lies from HBCU commencement speech
Bill OReilly er heldur hlutlausari:
Bidens Moorehouse College Commencement Speech BOTHERED Me
Bloggritari les oftast vefútgáfu DV. Margt gott er að sjá þar, en blaðamenn þess reyna að koma með annars konar fréttir en aðrir fjölmiðlar. Töluverð um slúðurfréttir, fyrir þá sem vilja slíkt, og ekkert út á það að setja. Mikið um íþrótta fréttir, frá öðru sjónarhorni o.s.frv. En taka verður margar greinar þess með fyrirvara, eins og getur átt við um alla fjölmiðla.
Allir fjölmiðlar hafa markmið eða þema í fréttaflutningi sínum. Svo á líka við um blogg greinar bloggritara! Bloggið er skoðanapistla vettvangur. Enginn er algjörlega hlutlaus. En samt ætti að vera hægt að taka báðar hliðar fyrir og reyna að vera eins sanngjarn og hægt er. Þeir sem er ávallt einhliða í frásögn sinni, missa á endanum trúverðugleika.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 21.5.2024 | 08:38 (breytt kl. 12:36) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Being there: https://biggilofts.blog.is/blog/biggilofts/entry/2274887/
Birgir Loftsson, 21.5.2024 kl. 13:06
Hvíta húsið leiðréttir forsetann! https://youtu.be/oSg3zL3P6Xs?si=JzBwgf_QVOhcgnBz
Birgir Loftsson, 21.5.2024 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.