ÁTVR og RÚV á rangri öld

Það er kostulegt hvernig nátttrölin ÁTVR og RÚV réttlæta tilveru sína. Bæði ríkisapparötin urðu til á 20. öld við gerólíkar aðstæður en eru í dag. Bæði voru orðin úreld þegar netið og í raun upplýsingaöldin gékk í garð í upphafi 21. aldar en í sögunni verður þetta tímabil kallað upplýsingaöldin síðari.

Fólk getur keypt sér áfengi eða horft á þúsundir sjónvarpsrása í gegnum netið. Fólk fær áfengið sent heim á vegum einkarekna áfengissölu ef það vill. Það er engin ástæða fyrir ríkið, sem gerir allt dýrara og ekki samkvæmt kröfum markaðarins, að vera vafast í rekstri sem einkaaðilar gera betur.

ÁTVR

En hver eru hallærðislegu rökin fyrir tilveru ÁTVR? Jú, með því að láta ríkið selja áfengið, ekki Jón niðri í bæ, er verið að stuðla að lýðheilsu! Bloggari hefur aldrei séð Vínbúðina (ÁTVR) reka áróður gegn eigin sölu.

Ef pistill forstjóra ÁTVR er lesin, fer allt púðrið í að væla yfir lægri sölu og minni skatttekjur en minna í áhyggjur af unglinga drykkju (sem er sögulega lítil en dópsala mikið áhyggjuefni).  Hérna erum við komin að kjarna málsins, alltaf þegar þarf að fylla upp í fjárlagagatið á Alþingi, eru álögur á áfengi og tóbak hækka og er þetta árlegt. ÁTVR er peningamaskína ríkisins.  Það væri nær að styðja SÁÁ í starfsemi síni en samtökin eiga undir höggi að sækja. Þau hefðu raunverulega hagsmuni af að stuðla að lýðheilsu unglinga og fullorðna og ættu að sjá um forvarnastarfið en ekki fíkniefnasalinn ríkið.

En áhyggjur forstjórans eru skiljanlegar, hætta er á að smásala áfengis verði gefin frjáls og hann verði atvinnulaus.  Það er ekkert sem kemur í veg fyrir stranga reglur og lög fyrir einkarekna áfengissölu. Ekki þarf að selja það í matvöruverslun, heldur sérreknum sölustöðum eins og gert er með munntóbakið/tóbakspúðana. Pistill forstjóra ÁTVR

RÚV

Í pistlum hér hefur RÚV verið harðlega gagnrýnt fyrir lélegan rekstur, frekjulega innheimtu nefskatts á óviljuga neytendur og fyrir að skekkja samkeppnismarkaðinn.

Í mati Fjölmiðlanefndar á almannaþjónustuhlutverki RÚV frá 2020 segir: "Hér á landi er kveðið á um hlutverk og skyldur Ríkisútvarpsins í lögum um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþágu, nr. 23/2013. Þar er kveðið á um ákveðnar skyldur sem á Ríkisútvarpinu hvíla, til viðbótar hinum almennu skyldum samkvæmt lögum um fjölmiðla. Reglurnar taka flestar mið af þeim sérstöku sjónarmiðum sem gilda um fjölmiðla í ríkiseigu en slík sjónarmið byggja meðal annars á því að fjölmiðlum sem starfa í almannaþágu sé ætlað að flytja vandað efni, sérstaklega af innlendum og menningarlegum toga, sem ekki er tryggt að fjölmiðlar, sem eingöngu eru reknir með viðskiptasjónarmið í huga, telji arðvænlegt að láta framleiða eða miðla." Bls. 15.

Það má færa mörg rök fyrir að einkaaðilar geti og hafa gert þetta sama en margir vandaðir íslenskir fjölmiðlar hafa hrakist af fjölmiðlamarkaði vegna risans á markaðinum - RÚV.  Fjölmiðillinn er að sýna þriðja flokks bandarískar og breskar sápuóperur en reynir að klóra í bakkann með innlent efni á föstudögum. Þessi rök standast ekki. N4 var til dæmis með frábæra þætti af landsbyggðinni sem RÚV vanrækir að hluta til en Stöð 2 bætir upp.

RÚV-arar hins vegar vísa alltaf í þetta til stuðnings tilveru sinnar: "Fréttastofa RÚV er hluti af almannavörnum og Ríkisútvarpinu ber að tryggja nauðsynlega öryggisþjónustu með upplýsingamiðlun um útvarp og þegar við á eftir öðrum boðleiðum. Þegar heimsfaraldur COVID-19 reið yfir heimsbyggðina voru gerðar breytingar á starfsemi og dagskrá Ríkisútvarpsins til að tryggja órofna þjónustu og mæta þörf almennings fyrir fræðslu, upplýsingar og afþreyingu í samkomutakmörkunum." Bls. 8.

Hver segir að einkaaðilar geti ekki gert þjónustusamning við ríkið um að vera hluti af almannavörnum? Get ekki betur séð en að Morgunblaðið og Stöð 2 (og fleiri fjölmiðlar sem myndu birtast ef RÚV færi af markaðinum) hafi staðið sig frábærilega í fréttaflutningi af hættuástandi, sett upp bein streymi frá gosstöðvum o.s.frv.  Ef hætta ber að höndum, til dæmis ef Katla gýs, fá allir farsímaeigendur í nágrenninu um yfirvofandi hættu og að rýma svæðið. RÚV kemur hvergi að máli.

Ef einhver getur bent bloggara á hversu vitrænt er það að innheimta 10 milljarða árlega í ríkisrekstur RÚV og fjölmiðillinn sé nauðsynlegur, þá væri gaman að lesa þau rök.

Og ekki hefur verið minnst hér á hlutdræga fréttastofu RÚV sem er flækt í spillingarmál og fréttamenn látnir fjúka eða flýja vegna þess. Ríkisfréttir? Nei takk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband