Æviágrip Snorra Sturlusonar

- Snorri Sturluson (1179 –1241) var íslenskur sagnaritari, skáld og stjórnmálamaður.
- Höfundur Snorra-Eddu (goðafræði) og Heimskringlu (sögu norsku
konunganna). Líklegt að hann sé höfundur Egils sögu Skallagrímssonar.
-Snorri bjó fyrst á Borg á Mýrum en lengst af í Reykholti í Borgarfirði.
- Faðir Snorra er Sturla Þórðarson í Hvammi, Dölum.
- Í fóstri hjá Jóni Loftssyni í Odda og menntaðist þar.
- Sumarið 1218 sigldi Snorri frá Íslandi til Noregs. Skúli jarl Bárðarson var þá  valdamesti maður í Noregi, enda var Hákon konungur aðeins 14 ára. Snorri dvaldi hjá Skúla jarli um veturinn og urðu þeir miklir vinir. Var Snorri gerður að hirðmanni konungs og naut mikillar hylli..Vildu þeir Skúli og Hákon konungur að Snorri reyndi að koma Íslandi undir vald Noregskonungs sem hann reyndi ekki.

- Sturla Sighvatsson, bróðursonur Snorra, gerðist maður Hákons konungs 1235 og reyndi að koma Ísland undir Noregskonungs.

- Sturla hrakti Snorra frá Reykholti 1236 og árið eftir, þegar Snorri hafði yfirgefið Þorleif Þórðarson frænda sinn rétt fyrir Bæjarbardaga, sigldi hann til Noregs.
- Snorri var í Noregi tvo vetur en 1239, eftir að frést hafði af óförum Sturlunga í Örlygsstaðabardaga, vildi Snorri snúa heim en konungur bannaði það. Út vil eg, sagði Snorri, hafði orð konungs að engu og sneri heim.
- Uppreisn Skúla jarl gegn Hákoni konung 1240 misheppnaðist og hann drepinn. Vinur hans, Snorri, álitinn landráðamaður og drepinn 1241.
- Snorri var tvíkvæntur. Fyrri kona hans (g. 1199) var Herdís Bersadóttir (d. 1233). Börn: Hallbera og Jón murtur.
- Seinni kona Snorra var Hallveig Ormsdóttir (um 1199 - 25. júlí 1241) en börn þeirra Snorra dóu öll ung.
- Börn með frillum sínum. Þar á meðal voru Órækja Snorrason, Ingibjörg fyrri kona Gissurar Þorvaldssonar og Þórdís, seinni kona Þorvaldar Snorrasonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Apríl 2025

S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband