Varaforsetaefni Donalds Trumps

Margt hefur breyst á síðustu mánuðum með vangaveltum um hvern Donald Trump mun velja sem varaforseta. Varaforsetinn er í raun valdalaus og sumum finnst það vera stöðulækkun að sitja sem varaforseti. Það getur stundum verið leið til forsetaembættis, líkt og hjá Richard Nixon, George Bush og fleiri. 

Mikil spenna er um hver verði næsta varaforsetaefni Trumps. Fyrir ekki svo löngu síðan var Vivek Ramaswamy í uppáhaldi til dæmis. Kristi Noam og Tim Scott voru í efstu þremur sætunum fyrir ekki svo löngu síðan. Kisti Noam var mjög líkleg en eftir frétt um að hún hafi skotið hund sinn (sagði að hann hafi verið hættulegur börnum), er vindurinn farinn úr því segli.

En nú hafa vangaveltur snúist að Doug Burgum, ríkisstjóra Norður-Dakóta. Á fundinum í New Jersey hrósaði Trump Burgum og sagði: "Þú munt ekki finna neinn betri en þennan heiðursmann hvað varðar þekkingu á því hvernig hann græddi peningana sína í tækni."

Hann sagði líka að Burgum hefði verið ótrúlegur. Á meðan er Burgum að venjast skærum ljósum og fjölmiðlum. Nú þegar honum líður vel verður auðveldara að sækjast eftir VP stöðunni.

Sé ekki annað er Burgum vel í stakk búið til að verða næsti varaforseti. Hann er einmitt það sem Trump er að leita að hvað varðar að vera kaupsýslumaður. Trump velur einnig væntanlega varaforseta sem hafa ekki áhyggjur af kosningakosningu. Að lokum vill hann leita að frambjóðendum aðeins undir ratsjánni.

Sem sagt, Burgum er fremstur hvað varðar að verða næsta varaforsetaefni. En eins og við höfum séð getur margt breyst á næstu mánuðum. 

En ef spurningin er hver sé skeleggastur, þá er Vivek jafn orðheppinn og ákafur og Trump sjálfur. Hann er milljónamæringur af indverskum uppruna. En hins vegar ef Trump ætlar að fara woke leiðina, þá er Tim Scott maðurinn, en hann er blökkumaður. Mikil uppsveifla er hjá svörtum mönnum sem stuðningsmönnum Trumps, líka hjá latínufólki og í raun hjá öllum kosningahópum.  Trump þarf kannski ekki að velja svartan mann til að ná til minnihlutahópa.  En Vivek er ákaflega skemmtilegur og myndi reyndast haukur í horni hjá Trump ef hann er valinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband