"Spekingar" ræða varnarmál Íslands

Röddin sterkasta framlag Íslands til varnarmál segir kjáninn. Kannski er það þannig að best sé fyrir Íslendinga að hrópa sem hæst, "ég gefst upp"!

Mogens Glistrup, stofnandi Framfaraflokksins í Danmörku, sagði eitt sinn um lélegar varnir Danmerkur, "...kannski væri bara best að Danir kæmu sér upp símsvara sem svarar á rússnesku, við gefumst upp"!  Röddin sterkasta framlagið....þvílíkt ábyrgðarleysi í málflutningi. Sjá slóð: Röddin sterkasta framlag Íslands til varnarmála

„Við erum friðsæl lítil og herlaus þjóð og getum leyft okkur að tala með djörfum hætti,“ segir Logi Einarsson alþingismaður um styrkleika Íslands í varnarmálum. Forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar segir þörf á meiri sérfræðiþekkingu í málaflokknum.

Eina ástæðan fyrir því að við getum leyft okkur að tala með djörfum hætti er vegna þess að við erum undir pilsfald mesta herveldi heims, BNA, og hernaðarbandalagsins NATÓ.  Við erum eins og rakkinn sem geltir hátt á bakvið húsbóndann. Og ekki erum við friðsælli en það að við tókum með óbeinum hætti í loftárásum á Lýbíu, Serbíu og nú með beinum hætti í Úkraínustríðinu. Og við þurfum að lýsa yfir stríði gegn þjóð sem ræðst á NATÓ. Ísland er ekki hlutlaust land og hefur varanlega herstöð á landinu. Það eru hermenn þarna öllum stundum.

En forstöðumaður Alþjóðastofnunnar, Pia Hansson sýnir meiri skilning. Hún talar um að þótt Ísland hafi ekki her, þurfum við þekkingu á málaflokknum, innlenda þekkingu.  "Það að við höfum ekki her til dæmis þýðir að við þurfum enn þá betri greiningargetu, enn þá betri þekkingu á því hvað er að gerast í heiminum til þess að geta ákvarðað hvað við viljum gera," sagði Pia.

En hvað segir "varnarmálaráðherra" Íslands? Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra sagði varnarmál tengjast inn í nánast alla umræðu um utanríkismál eftir innrás Rússa í Úkraínu....Framlag Íslands til varnarmála snúist ekki bara um hvað sé rétt fyrir Ísland heldur framlag landsins fyrir svæðið í heild.  Þetta er rétt en er dæmigert tal stjórnmálamannsins. Talar óljóst en gerir ekki neitt. Ætlar hún t.d. að endurreisa  Varnarmálastofnun Íslands? Nei.  Enn er treyst á mat hershöfðingja í Pentagon, sem eru ekki endilega að pæla í fjölþátta ógnunum sem steðja að Íslandi né hafa þekkingu á landinu.

Að lokum um hátíðarfund um NATÓ. Björn Bjarnason víkur að ræðu Þórdísar, er sammála henni, en hún segir m.a.: "Við Íslendingar erum ekki bara áhorfendur að tilraunum Rússa til að valda tjóni. Margvísleg ógn getur steðjað að okkar samfélagi; bæði beint og óbeint. Við vitum til að mynda að Rússar hafa kortlagt sæstrengi og aðra mikilvæga innviði.

Þá er hin hernaðarlega mikilvæga staðsetning Íslands, sem gerði Ísland að hugsanlegu takmarki fyrir Þjóðverja í síðari heimsstyrjöldinni, jafnvel enn mikilvægari nú ef til alvarlegri togstreitu eða átaka kemur milli Vesturlanda og Rússlands.

Þetta þýðir vitaskuld að það er algjör fjarstæða sem stundum heyrist, að aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu geri okkur að líklegra hugsanlegu skotmarki en ella. Ég reyni almennt að spara stóru orðin; en þessi staðhæfing er að mínu mati hreinræktuð della - Ísland án fælingarmáttar aðildar að Atlantshafsbandalaginu, með sama landfræðilega mikilvægi - væri augljóslega gríðarlega verðmætt herfang fyrir Rússa ef til raunverulegra átaka kæmi." Hátíðarfundur um NATO

Hvernig getur ráðherra fullyrt fyrirfram að Ísland verði ekki skotmark í næstu stórstyrjöld? Í NATÓ eða utan þess? Veit hún eitthvað sem við hin vitum ekki? Það er örugg ef NATÓ lentir í stríði, þá tökum við þátt í því. Spurningin er, verður Ísland meðal fyrstu skotmarka í þriðju heimsstyrjöldinni eða dregst landið síðar inn í átökin?

Landið er jafn hernaðarlega mikilvægt fyrir Rússa, hvort sem við erum í NATÓ eða ekki. Reynslan úr seinni heimsstyrjöld kennir okkur það að það var kapphlaup um að hernema landið sem þá var hlutlaust. Tilviljun að Bretar voru á undan Þjóðverjum að hernema það (sbr. Íkarus áætlunina).

Nú er Ísland hluti af GIUK hliðinu og það þýðir að Rússar verða að brjótast í gegnum hliðið sem er Ísland. Það þýðir að sérsveitir verða sendar til landsins til að eyðileggja innviði.

Keflavíkurflugvöllur er fyrsta skotmarkið, svo ratsjárstöðvarnar fjórar og virkjanir á hálendinu.  Þess vegna er svo mikilvægt að hér sé varanlega íslenskar sérsveitir sem gætu varið innviðina öllum stundum. Munum hvernig Þjóðverjar sigruðu Dani, þeir sendu inn sérsveitir á undan meginn hernum og hertóku m.a. Kastrup flugvöllinn. 

Rússar, ef þeir gera innrás, sem er eiginlega fáranleg hugmynd, munu gera eins og þeir gerðu er þeir tóku Krím skagann, senda inn flugumenn á undan.

Það er eiginlega óskiljanlegt að halda að Rússar muni ráðast á Vestur-Evrópu, á móti bandalagi 32 þjóða. Það er nánast sjálfsmorð og er vísir að heimsstyrjöld eða kjarnorkustyrjöld.  Því má halda fram að hér er verið að æsa menn upp í að vígvæða sig, m.o. áróður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Birgir Loftsson, 15.5.2024 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband