Eins og þeir vita sem lesa þetta blogg, er bloggritari enginn aðdáandi RÚV. Svo að það sé haldið til haga. Svo var ekki alltaf og fyrir 2000 var RÚV ágætis stofnun sem sinnti sinni skyldu af kostgæfni. En síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina fyrir þessari ríkisstofnun sem felur sig undir viðskeytisins ohf.
En RÚV er orðið að tilbera og nátttrölli. Það er ekki lengur nauðsynlegt að ríkið sé að vafsast í fjölmiðlarekstri, allra síst í rekstri fréttastofu. Tímarnir breytast en RÚV ekki með. Í ljósi internetsins og allt frjálsræðis þar, er fjölmiðillinn tímaskekkja. Einkareknu fjölmiðlarnir hafa margoft sannað að þeir hafa vandari innlenda dagskrá. Samkepnin er skökk, risinn á auglýsingamarkaðinum er RÚV sem með nauðungasköttum tekst að komast í 10 milljarða rekstur árlega.
Nú rekja hneyklismálin hvert á fætur öðru hjá ríkisstofnunni. Samherjamálið var umdeilt og nú er það Kveiksmálið. Talandi um bullandi hlutdrægni RÚV í Eurovision og gat ekki einu sinni staðið með sigurvegarann sem vann keppnina á Íslandi.
Umdeildur er fréttaflutningur fréttastofunnar sem hefur greinilega aðra sýn en margur borgarinn. Áróðurinn skín í gegn í hverjum einasta fréttatíma og fréttastofan hefur ákveðna sýn, það er engin spurning. Það sést bara á hvaða frétt er valin og hvar hún birtist í fréttatímanum. Oft eru minniháttar fréttir látnar birtast sem fyrsta frétt, sem hæfir málstað RÚV, en fréttir sem varða allan almannahag látnar birtast aftar eða ekki.
Ríkið á ekki að móta almenningsálitið en gerir það með rekstri fréttastofu. Þetta er ekki eðlilegt á upplýsingaöld og í lýðræðisríki. En hvað gerir ráðherrann sem sinnir málefnum RÚVs?
Lilja Alfreðsdóttir gerir ekkert í að breyta stöðunni en verkin tala sínu máli. Það er ýmislegt sem hún getur gert. Hún getur bannað auglýsingar á RÚV. Það væri fyrsta skrefið. Það er ekki eðlilegt að stofnunin hafi yfir að ráða 10 milljarða árlega en til samanburðar fær Vegagerðin 29 milljarðar króna í ýmsar vegaframkvæmdir og viðhald á árinu 2024 en þyrfti að fá miklu meira til að sinna nauðsynlegu viðhaldi. En er nokkuð hægt að ætlast til af Framsóknarmanni að hann taki afstöðu? Þegar stefna flokksins er miðjumoð og aðgerðaleysi sem þeir kalla miðjustefnu.
Eina sem óánægður borgari eins og bloggari getur gert, er að mótmæla. Hann getur ekki neitað að borga, því að ríkið sér til þess að það er enginn valkostur. Á meða fara 20 þúsund krónur úr veski bloggara árlega og úr veskjum fjölskyldu hans í vasa illa rekis ríkisútvarps. Ríkisfjölmiðill, nei takk!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Útvarp | 14.5.2024 | 09:08 (breytt kl. 14:29) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.