Samkvæmt hernaðar sérfræðingum er framtíðin ekki björt fyrir stríðsþreytta Úkraínu. Þar er skortur á hermönnum og skotfærum, auk efasemda um framhald vestrænnar aðstoðar. Úkraínskar hersveitir standa einnig frammi fyrir rússneskum óvini sem hefur nýlega gripið frumkvæðið á vígvellinum.
Tveimur árum eftir að Rússar réðust inn af fullum krafti, hafa þeir náð nærri fjórðungi landsins undir sig,. Eftir fjölda sigra á fyrsta ári stríðsins hefur gæfa snúist við fyrir úkraínska herinn, sem er grafinn í skotgrafir, ofurliðin borinn gegn öflugri andstæðingi.
En sérfræðingarnir tala ekkert um getu Úkraínumanna sjálfa til að heyja stríð og viljan til sigurs. Þeir hafa minni mannafla úr að spila og hernaðarstuðningur Bandaríkjamanna, sem er ríflegur, dugar bara í ákveðinn tíma. Svo eru X þættirnir.
Annar af tveim, er vilji Bandaríkjamanna til að heyja áfram staðgengilsstríði. Það er þegar komin fram andstaða gegn fjáraustrið sem fer í stríðið, sérstaklega innan raða repúblikana. Svo er það Donald Trump sem mun stöðva stríðið af hálfu Bandaríkjamanna á fyrsta degi í embætti ef hann verður forseti. Þannig að við erum að sjá fram á stríð fram til janúar 2024 hið minnsta.
Hinn X þátturinn er Rússar. Ef litið er á söguna og stöðu Rússlands í dag, er næsta ólíklegt að Pútín gefi þumlung eftir. Rússar eru vanir að heyja langvinn stríð og blóðug, ólíkt Bandaríkjamönnum. Þeir eru tilbúnir í fórnir. Hagsmunir þeirra eru meiri. Þeir "mega" ekki tapa, því að þá er veldi þeirra innan ríkja fyrrum Sovétríkjanna á enda. Hverjir eru valkostir þeirra? Gefast upp og leyfa Úkraínumönnum að fá unnin svæði aftur og ganga í NATÓ? Frá sjónarhorni Rússa er það ómögulegt.
Það getur vel verið að vopnabúnaður þeirra endist bara næstu tvö árin, sem er ansi skrýtið mat, því að 20% af efnahag þeirra fer í stríðsgagna framleiðslu, þá er það spurningin um sigurviljan.
En bloggari hefur spáð að stríðið haldi áfram að vera í pattstöðu og á endanum sitjast menn niður við samningsborðið og semja. Á bakvið tjöldin er verið að reyna að semja og hvað veit maður hvað er að gerast. En það er öruggt að ef Trump vinnur 5. nóvember á þessu ári, setjast menn niður og fara að semja af fullri alvöru.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stríð | 13.5.2024 | 09:49 (breytt kl. 10:35) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.