Af hverju vilja Sjálfstæðismenn Katrínu fyrir forseta?

Þetta er eiginlega óskiljanlegt og ekkert svar við þessu. Kannski eru þeir orðnir svo vanir að vera undir stjórn hennar, í stað tækni búríkratann Bjarna Benedikssonar, að þeir vilja framhald á "gleðinni" en flokkur hennar virðist stefna í að þurrkast út í næstu Alþingiskosningum. Þeir fá þá hana a.m.k. áfram í landsstjórn.

Katrín er samnefnari fyrir allt sem er gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins.  Kannski er þetta lýsandi dæmi hvernig komið er fyrir Sjálfstæðismönnum og stefnu þeirra. Þeir eru komnir niður í hugmyndafræðilegt dý og komast ekki upp úr því.

Og hvað er það sem Katrín hefur gert sem hefur kætt Sjálfstæðismenn að vilja áframhaldandi píslagöngu?

Sjálfstæðismenn hafa ekki staðið fast á einu einasta prinsip mál undir "forystu" silfurskeiðhafans.  Förum í málin sem Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir, beint eða óbeint undir stjórn Katrínu.

Opin landamæri sem eru svo galopin, að sama hlutfall hælisleitenda leitar hingað og til Bandaríkjanna. Þar í landið er allt "brjálað" vegna þess og ástæða þess að Biden mun hrökklast frá völdum. Hælisleitendur kosta Bandaríkin 150 milljarða dollara árlega og þeim finnst nóg um. Hvað gerðu Sjálfstæðismenn? Ekkert. Hefðu getað sett fótinn í dyragættina og sagt, hingað  og ekki lengra.

Handónýtt útlendingalög frá 2016 eða var það 2017? Skiptir engu máli, lögin jafn léleg. Þá varaði Miðflokkurinn við þessu lagabálki og fékk holdskeflu af andstöðu, líka innan Sjálfstæðisflokksins.  Sjálfstæðisflokkurinn stóð að þessum lögum. Þýðir ekki að segja að þeir hafi verið í samsteypustjórn og verið bundnir, alltaf hægt að leysa hana upp.

Hér eru afreksverkin undir forystu Katrínar sem Sjálfstæðismenn eru svo ánægðir með: Skattar í hæstu hæðum (á einstaklinga og fyrirtæki), stýrisvextir í hæstu hæðum, verðbólga í hæðstu hæðum, matvælaverð í hæðstu hæðum, orkuverð í hæstu hæðum (og orkuskortur), húsnæðisverð í hæðstu hæðum (og húsnæðisskortur),grænir skattar á skipainnflutning sem hækkar vöruverðið, bókun 35 sem skerðir frelsi Íslands, haturorða löggjöf sem er gagnstæð málfrelsinu, leyfi fyrir fóstureyðingu fram í fæðingu og margt annað sem kemur ekki upp í hugann í augnablikinu.

Sjálfstæðismenn vilja Katrínu sem barist hefur gegn NATÓ, eitt helsta stefnumál Sjálfstæðismanna.  Hún var á móti málskotsréttinum í ICESAVE. Treysta Sjálfstæðismenn hana virkilega þegar hún kemst á forsetastólinn? Að hún fari allt í einu að styðja mál hugleikin þeim? 

Þetta minnir á hundinn sem sleikir hönd húsbóndans eftir barsmíðar, hann er ánægður með að húsbóndinn er orðinn glaður aftur og hættur að berja.

Hér önnur grein sem skrifuð var um sama forsetaframbjóðanda:

Að kjósa rangan forseta

Sjálfstæðismenn: Verði ykkur að góðu og fyrirfram sagt: Guð blessi Ísland!

P.S. Af hverju kjósa Sjálfstæðismenn ekki hinn eina og sanna Sjálfstæðismann, Arnar Þór Jónsson? Af því að hann var óþekkur og fylgir ekki ósjálfstæðisstefnu flokksforystu Sjálfstæðisflokksins? Barnið sem benti á að keisarinn er nakinn er refsað, það er málið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Dapurlegt hjá þeim og er væntanlega ástæðan fyrir fylgishrapi þeirra. 

Sigurður I B Guðmundsson, 11.5.2024 kl. 12:33

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Vandi Sjálfstæðisflokksins Sigurður, er tangarhald Engeyinga á flokksforystu flokksins. Þeir vilja nota flokkinn í eigin þágu. Engar hugsjónir sem flækist fyrir þeim.

Birgir Loftsson, 11.5.2024 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband