Það er nú þannig að enginn á að vera hafinn yfir lögin. Reglulega birtist í fréttum að forsætisráðherra, forseti og aðrir stjórnmálaleiðtogar séu dregnir fyrir dóma.
Í Bandaríkjunum, Brasilíu, Ítalíu og Ísrael svo einhver lönd séu nefnd eru menn gerðir ábyrgir. Ekki svo á Íslandi en það varð allt vitlaust er forsætisráðherra var gerður ábyrgður fyrir efnahagshrunið 2008, Landsdómur var settur í málið en burtséð frá niðurstöðu, varð sakborningurinn sár og reiður (hann fékk sanngjörn réttarhöld), eins og það sé ekki hægt að rétta eða dæma menn fyrir afbrot í starfi.
Erfiðara hefur reynst að hafa hönd í hári þingmanna landa, þeir eru í flestum ríkjum friðhelgir. En það er hægt að svipta þá friðhelgi ef afbrotið er mikið. Þingmaður má t.d. ekki myrða fólk óáreittur. Í 49. grein stjórnarskránnar segir: "Meðan Alþingi er að störfum má ekki setja neinn alþingismann í gæsluvarðhald eða höfða mál á móti honum án samþykkis þingsins nema hann sé staðinn að glæp." Þannig að það getur verið pólitískt erfitt að sækja þingmann til saka ef meirihlutinn styður hann.
En hvað með dómara? Í 61. grein segir: "Dómendur skulu í embættisverkum sínum fara einungis eftir lögunum. Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema með dómi...."
Með öðrum orðum, jafningjar og samherjar, bæði á Alþingi og í dómskerfinu, skera úr um hvort menn hafi brotið af sér. Þetta kallast að að dæma í eigin sök.
Mjög erfitt er fyrir menn að leita réttar síns ef dómstóll reynist óvilhallur, ef ekki beinlínis fjandsamlegur. Þeir þurfa að sitja af sér réttarhöld og þegar sektardómur kemur, að vonast að dómarar á næsta dómsstigi verði vilhallir sem er ekki tryggt því að stétt dómara er fámenn og allir þekkja alla.
Aðeins einn fyrrum hæstaréttadómari hefur þorað að ræða galla og vankvæði sem eru á dómstólum landsins, og sérstaklega Hæstaréttar Íslands. Þar haga dómarar eins og þeir séu innvígðir frímúrarar, eru þögnin uppmáluð. Sama á við um saksóknara og dómara, þeir geta líka verið spilltir.
Sem betur fer eru íslenskir dómarar heiðarlegir upp til hópa og dæma vel. En hér er verið að spyrja: Hverjir eru varnaglarnir ef dómari reynist gerspilltur? Þar sem tveir menn koma saman, er hætta á spillingu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.5.2024 | 14:33 (breytt kl. 15:01) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Erlent
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
- Sakar biskupinn um viðurstyggilegan tón
- Fjórir særðir eftir stunguárás í Tel Aviv
Athugasemdir
Ef málsaðili telur ástæðu til að draga hæfi dómara í efa vegna ástæðna sem gætu gert hann hlutdrægan er hægt að krefjast þess að hann víki. Sé því hafnað er hægt að skjóta þeim úrskurði til æðri dóms og fá hann endurskoðaðan. Svo þegar búið er að dæma í máli er líka hægt að að áfrýja þeirri niðurstöðu til æðri dómstóla og leita endurskoðunar, til dæmis ef aðili telur niðurstöðuna byggjast á hlutdrægri afstöðu. Beri málskot eða áfrýjun til æðri dóms ekki árangur er að lokum hægt að beina kvörtun yfir málsmeðferðinni til Mannréttindadómstóls Evrópu ef málsaðili telur ekki hafa verið gætt hlutleysis við úrlausn málsins.
Eins og allt í mannlegri tilveru geta þessir varnaglar því miður ekki tryggt að réttlætið nái alltaf fram að ganga, það er veruleiki sem þarf bara að horfast í augu við.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.5.2024 kl. 19:20
Takk fyrir innlegg þitt Guðmundur. Þar sem ég hef aldrei komist í kast við dómskerfið, veit ég lítið um lög er varða spillta dómara. Geirfinnsmálið er dæmi um vanhæfni íslenskra dómstóla og mörg mál einstaklinga á undanförnum áratugum sem hafa endað fyrir mannréttinda dómstól Evrópu. Annars held ég íslenskt dómskerfið sé ágæt þótt það sé ekki fullkomið.
Birgir Loftsson, 10.5.2024 kl. 23:35
Eins og kerfið er sett upp núna er það sennilega jafn gott eða hvorki betra né verra en í öðrum löndum.
Í fortíðinni eru til mál þar sem er nú óhætt að fullyrða að íslenska kerfið hafi brugðist. Geirfinnsmálið sem þú nefnir er eflaust eitt slíkt dæmi, þar sem ég held að í seinni tíð hafi mistök verið viðurkennd.
Það er hægt að segja margt um hvort að dómarar séu spilltir eða ekki. Ég held að langoftast séu þeir að gera sitt besta og eflaust verða þeim stundum á mistök. Það þýðir ekki endilega að alltaf sé spilling á ferðinni.
Að því sögðu hef ég hef alveg heyrt sögur um spillingu dómara en ég get ekki selt þær dýrara verði en þær voru keyptar á, enda vil ég ekki vera útbreiðari orðróma um slíkt ef ég hef ekki haldbærar sannanir fyrir því.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.5.2024 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.