80 ára afmæli íslenska lýðveldisins er á árinu

Það er athyglisvert að lítið eða ekkert er rætt um afmæli íslenska lýðveldisins sem er í ár. Lýðveldishátíð var haldin á Þingvöllum 17. júní 1944 í tilefni af stofnun íslensk lýðveldis á Íslandi og er það því orðið 80 ára gamalt.

Á þingfundinum lýsti Gísli Sveinsson forseti sameinaðs Alþingis yfir gildistöku nýrrar stjórnarskrár þar sem Ísland var lýst lýðveldi. Á fundinum kusu alþingismenn einnig fyrsta forseta Íslands og var Sveinn Björnsson ríkisstjóri kjörinn í embættið til eins árs segir íslenska Wikipedía.

Á ýmsu hefur gengið á síðan lýðveldið fæddist. Yfirleitt til góðs en líka til ills en staða Íslands í umheiminum hefur breyst gífurlega.

Samskipti Íslands við umheiminn

Fyrsta meiriháttar breytingin varð þegar Ísland gekk í NATÓ og hlutleysi hins unga lýðveldis varð þar með úr sögunni. Önnur var þegar íslensk stjórnvöld leyfðu hersetu (ekki hertöku) erlends ríkis á landinu sem stóð í áratugi. Staða hins unga lýðveldis var ekki sterkari en það. 

En Ísland var meðal fyrstu ríkjum sem gengu í Sameinuðu þjóðirnar sem reyndist vera til góðs er við heygðum þorska stríðin. En annars hafa þessi alþjóðasamtök komið lítið við sögu Íslands nema alþjóðasamningar sem hafa verið innleiddir en bein samskipti ekki eitthvað sem skipir máli.

Ísland hefur verið tvístígandi gagnvart Evrópu en ákvað á endanum að vera með annan fótinn þar. Það var gert með inngöngu í EFTA og EES-samningsins. EFTA inngangan reyndist heillaskref en EES samningurinn sífellt meir íþyngjandi og spurning hvort að fullveldið sé í hættu. Vafamál var hvort samningurinn stæðist íslensku stjórnarskránna og er enn.

Útfærsla fullveldisins innan landhelgi

Það vill gleymast að sjálfstæðisbaráttan lauk ekki 17. júní 1944. Enn áttu Íslendingar eftir að berjast fyrir hafinu í kringum Ísland sem við köllum landhelgi. 1944 var þriggja mílna landhelgi umhverfis landið sem Íslendingar voru ósáttir við en Danir sömu illa fyrir hönd Íslands 1901.

Fyrsta útfærslan var 1952 við harða mótstöðu Breta, síðan kom 12 mílna útfærslan árið 1958, útfærsla í 50 sjómílur 1972 og loks 200 sjómílur 1976 en hér er verið að tala um efnahagslögsögu. Ekki má blanda henni saman við landhelgi. Hún er það hafsvæði undan strönd ríkis þar sem ríkið hefur fullveldisyfirráð líkt og á landi. Reglur voru settar fram í Hafréttarsáttmála  S.þ. og þar er ríkjum heimilað að taka sér allt að 12 sjómílna landhelgi út frá svonefndri grunnlínu.

Er hægt að segja að sjálfstæðisbaráttu Íslendinga hafi lokið 1976? Nei, því miður. Það þarf stöðugt vera að verja lýðræðið, málfrelsið og mannréttindi. Alltaf eru til óvitar sem sem lifa í núinu og skilja ekki hvað þeir hafa í höndunum. Þeir er ávallt tilbúnir að afhenda stykki fyrir stykki hluta af fullveldi landsins. Það gildir ekki bara sem valda afsal til ESB, heldur líka til S.þ. en alþjóða samningar geta verið mjög bindandi.

Ókláruð fullveldismál

Eins og rakið hefur verið hér, var lýðveldisstofnunin gerði í flýti. Stjórnarskráin er nánast eins og sú þegar Ísland var sjálfstætt konungsríki frá 1918 til 1944. Hún hefur því ekki staðist tímans tönn að sumu leiti en að öðrum nokkuð vel.

Og Íslendingar hafa aldrei og gera ekki enn, skilið þrískiptingu valdsins. Enn er framkvæmdarvaldið inn á gafli löggjafarvaldsins og ræður í raun öllu. Engum finnst þetta óeðlilegt. Dæmi um þetta var að ESB þurfti að skikka Ísland til að hætta að láta sýslumenn vera bæði lögreglumenn og dómarar.

Lokaorð

Það þarf marga þætti til að ríki geti kallast fullvalda ríki. Það þarf að vera viðurkennt í alþjóðasamfélaginu og vera þátttakandi. Það þarf að geta tryggt öryggi borgara þess, innanlands og gagnvart umheiminum.  Það þarf að hafa löggjafarvaldið í sínum höndum en ekki í höndum yfirþjóðlegs valds.

Og svo er það spurningin, til hvers að vera með sjálfstætt ríki á Íslandi? Þegar ekki er hugað að rótunum, að menningunni, sögunni og tungumálinu? Er það öryggt að hér verði íslensk menning og íslenska töluð eftir tuttugu ár? Miðað við hraða samfélagsþróun síðastliðna ára, eru komnar efasemdir um slíkt. Munum, að mestu herveldi og stórþjóðir hafa komið og farið í gegnum aldirnar, hvað þá smáríkin. Ísland getur farið sömu leið og Havaí (Hawaii) og horfið sem ríki.

Guð blessi Ísland. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband