Fortíðardraugar forsetaframbjóðenda

Eins og búast mátti við, eru mistök, framhlaup og annað misjafnt dregið fram þegar þekktir einstaklingar bjóða sig fram til hárra embætta.

Þeir sem standa fremst og hafa hlotið mestu athyglina hafa fengið mestan skítinn. Helst þeir sem eru í uppáhaldi hjá fjölmiðlum og þeir hafa ákveðið að séu líklegastir til sigurs. Baldur, Katrín, Jón Gnarr og Halla Hrund hafa fundið til tevatnsins en á meðan aðra hefur ekkert verið minnst á.

Allir eiga sér fortíð, sumt sem orkar tvímælis en skiptir engu máli varðandi frammistöðu í embætti er notað sem vopn gegn viðkomandi einstakling. En annað ætti að hringja viðvörunnar bjöllum og á rétt á sér að vera dregið fram.

Það segir ýmislegt um viðkomandi ef hann er viðriðinn á einhvern hátt stórmálum síðastliðna tvo áratuga. Mál sem skipta mál er hann kemst í embætti.

Hver var t.d. afstaða viðkomandi til ICESAVE, opinna landamæra, afstaða til NATÓ eða ESB, bókunar 35 eða annarra mála sem eru líkleg til að koma til þjóðaratkvæðisgreiðsla?

Þetta skiptir máli og hefur hjálpar bloggritara til að taka ákvörðun um hvern hann kýs. Hann er núna búinn að útloka marga einstaklinga vegna þess en um aðra frambjóðendur er ekki hægt að taka upplýsta ákvörðun um. Þeir eru hreinlega ekki í sviðsljósinu.  Sumir segja að slíkir einstaklingar eigi að fá minni athygli en það er rangt. Viðkomandi einstaklingur kann að vera einstakur og vera sniðinn í starfið en við vitum ekkert um það, enda ekkert sagt frá honum. Ef viðkomandi á annað borð nær lágmarkinu sem þarf til forsetaframboðs, þá á viðkomandi skilið að fá sinn tíma og fá að leggja málið í hendur þjóðarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband