Biden er óvinsælasti forseti í sögu skoðanakannanna í Bandaríkjunum

Íslendingar gera sér almennt ekki grein fyrir slæmu ástandi á Joseph Biden, bæði líkamlega og andlega. Eftir mörg föll opinberlega, treystir hann sér ekki til að ganga sómasamlega frá Air Force 1, fer út um bakdyr vélarinnar þar sem eru með færri þrep og nú er hann umkringdur fólk er hann gengur úr Marine 1 sem er þyrla forseta embættisins og telja menn að það sé til að leyna stirbursagang hans.

Andlegt ástand hans er svo slæmt, að hann ratar ekki af sviði og þarf minniskort til að segja góðan daginn við viðmælendur sína. Þetta er sorglegt að horfa á, því að nokkuð ljóst er að hann mun ekki lifa af ef hann verður kosinn forseti í annað sinn. 

Annar verri valkostur er þá í boði, sem er Kamila Harris, sem var valin vegna litarháttar og kyni, ekki verðleikum. Jafnvel demókratar óar við að fá hana sem eftirmann Biden. Orðasalatið sem kemur frá henni er sambærilegt við það sem Biden framleiðir. En demókratar eru fastir í eigin vef. Aðeins sex mánuðir í næstu kosningar og erfitt að finna nýjan forseta á elleftu stundu. Valdaklíkan í kringum Biden tókst að koma í veg fyrir hallarbyltingu innan Demókrataflokksins.

Demókratar eru þó með varaskeifur á hillunni, Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu er á hliðarlínunni og hefur æft sig í hlutverkinu með heimsóknir erlendis. En allt stefnir þó í slag Bidens og Trumps nema Biden afsaki sig vegna heilsubrest eða hallarbylting verði. Málaferlin gegn Trump eru ekki að ganga upp og því fátt um fína drætti hjá demókrötum til vinna næstu kosningar, sem eru þingkosningar og forsetakosningar.

Biden bjargaði sér fyrir horn er hann náði að flytja árlega ræðu sína (State of union) fyrir Bandaríkjaþing án venjulega mistaka og mismæla. Þótt elliær sé, er metnaðurinn í honum og valdaklíkunni í kringum hans svo mikill, að það verður barist til síðasta blóðdropa Bidens. Menn hafa kennt Jill Biden, eiginkonu hans um að leyfa vitleysunni að ganga og hafa hann áfram í framboði.

Sagt er að þriðjungur kjósenda í Bandaríkjunum séu svo vit...að þeir vita ekki fjölda ríkja í Bandaríkjunum, um þrískiptingu valdsins eða yfirhöfuð nokkuð um pólitík né hefur áhuga. Samt er vitneskjan um slæmt efnahagsástand landsins farið að sía niður til þessa hóps sem finnur fyrir verðbólgunni og hátt matvælaverð en það kostar meðal bandaríska fjölskyldu um 800 dollara meira að til að komast af mánaðarlega en í tíð Trumps. Aldrei hafa eins margir farið svangir í háttinn daglega. Eitt af hverjum 8 heimilum (12,8 prósent) upplifði fæðuóöryggi eða skort á aðgangi að góðu og næringarríku mataræði.

Samkvæmt Feeding America er ástandið slæmt. Á vefsetri þeirra segir: "Fólk vinnur hörðum höndum að því að sjá fyrir sér og fjölskyldum sínum, um það bil 49 milljónir manna - það er einn af hverjum sex einstaklingum í Bandaríkjunum - treystu enn á mataraðstoð frá góðgerðarsamtökum eins og Feeding America árið 2022." Hunger in America  Þetta er velferðaríkið Bandaríkin og mesta hernaðarveldi heims sem getur ekki brauðfætt eigin borgara en hefur næga peninga í stríð erlendis.

Bandaríkin eru að fjármagna og reka tvö stríð, í Ísrael og Úkraínu og á sama tíma að reka erlenda heri víðsvegar um heim. Þegar Bandaríkjaþing afhenti á silfurfati bæði ríkin um 90 milljarða Bandaríkjadollara, fór framhjá flestum að mörg ríki í Asíu fengu hlutdeild í fjárframlaginu. Skuldaþakið er komið upp í 34,4 billjónir (á ensku: trilljónir) Bandaríkjadollara og bætist 1 billjón (trilljón) við á 100 daga fresti. Ríkið er á hraðferð í gjaldþrot.

Mestu skuldirnar hafa komið á tímum forseta 21. aldar. Bush, Obama, Trump og Bidens söfnuðu allir skuldir en Obama og sérstaklega Biden eiga mestu sökina.  Í valdatíð Bidens, þrjú ár, hafa skuldirnar aukist um 6,24 billjónir Bandaríkjadali. Það er ekki bjart framundan í Bandaríkjunum.

 

Billjón er 10 með tólf núllum...1.000.000.000.000

1012 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband