Í undanförnum pislum hefur bloggrari rætt um hinn stjórnsýslulegan vanda er varðar öryggis- og varnarmál. En hann nær til fleiri þátta en ætla mætti.
Vandinn er sá að það vantar framkvæmdaraðila öryggis og varna en hjá öllum öðrum þjóðum en Íslendingum er það her eða heimavarnarlið sem sinnir báðum þáttum.
Hlutverk herja erlendis er ekki bara stríð eða varnir heldur líka almannavarnir. Þær eru til dæmis að sinna björgun vegna nátttúruhamfara en hér á Íslandi, vegna þess að hér er hvorki her eða heimavarnarlið, eru björgunarsveitir kallaðar til starfa í sjálfboðavinnu.
Fyrirkomulag sem gengur upp til skemmri tíma en ekki þegar nátttúruhamfarirnar standa í nokkur misseri. Björgunarsveitir Íslands eru frábærar og ættu þær að vera til sem lengst. En er hægt að ætlast til að þær og björgunarsveitarmenn geti endalaust verið frá vinnu vegna langvarandi verkefna? Þessi verkefni hafa líka lent á fámenn lögreglulið landsins.
Öryggisþjónustu fyrirtæki hafa tekið að sér langvarandi verkefni (vöktun lokunarpósta) en eftir sem áður fellur þetta verkefni áfram á björgunarsveitir landsins. Ef til vill er kominn tími á atvinnumennsku í þessum málaflokki, a.m.k. hluta til.
Stofna má (hálf atvinnumanna) heimavarnarlið samhliða björgunarsveitunum til að sinna þessu verkefni ásamt fleirum úr því að það er tabú að ræða íslenskan her á Íslandi. En það má ekki ræða þessi mál opinberlega, því að þá kemur fram hópur manna sem hæðir og spottar slíkar hugmyndir. Fáir þora því að tala upphátt um varnarmál.
Heimavarnarlið Norðurlanda eru með björgunarmál á sinni könnu og eru stuðningssveitir við björgunarsveitir landanna
Heimavarnarlið Noregs er með björgunarmál á sínu verkefnalista en í því eru 40 þúsund manns að staðaldri, þar á meðal 3.000 hraðsveitir og nærri 600 fastráðnir starfsmenn:
Hvað kostar að reka norska heimavarnarliðið: 1,77 milljörðum norskra króna varið árið 2021 í starfsfólk, vistir og innviði sem er um 14 milljarðar íslenskar krónur.
---
Heimavarnarlið Danmerkur: Heimavarnaliðið eru sjálfboðaliða samtök. Í ágúst 2022 voru 43.374 meðlimir heimavarnarliðsins.
Hið virka herlið var með 13.485 sjálfboðaliða í ágúst 2022. Þeir sjálfboðaliðar sem eftir eru tilheyra varaliði heimavarnarliðsins.
Hlutverk Heimavarnarliðsins er að styðja við danska herinn á landsvísu jafnt sem alþjóðlegum. Jafnframt styður Heimavarnarliðið lögreglu, neyðarþjónustu (björgunarstörf) og önnur stjórnvöld við að sinna skyldum sínum.
Fjárveiting til Heimavarnarliðs í fjárlagafrumvarpi nam 526,2 m. DKK árið 2021.
---
Heimavarnarlið Svíþjóðar: Heimavarðarsveitirnar eru nútíma bardagasveitir sem hafa meginábyrgð á að vernda, gæta og fylgjast með sænska yfirráðasvæðinu og veita samfélaginu stuðning á krepputímum. Verði Svíþjóð fyrir barðinu á náttúruhamförum, stórslysum eða öðrum ógnum sem steðja að samfélaginu er Heimavarnarliðið viðbúið að aðstoða lögreglu, björgunarsveitir og önnur yfirvöld. Í skógareldum, flóðum, heimsfaraldri eða leit að týndu fólki veita heimavarnarsveitirnar auka úrræði. Árlega sinnir Heimavarnarliðið fjölda slíkra stuðningsaðgerða.
---
Sjá frétt: Hlutverk björgunarsveita verði endurskoðað
Flokkur: Bloggar | 29.4.2024 | 10:04 (breytt 25.8.2024 kl. 14:02) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.