Það er erfitt að átta sig á hvert fjármunirnir sem ætlaðir eru í málaflokkinn dreifast en sjá má það í grófum dráttum.
Í fjárlögum fyrir 2024 (Sjá frumvarp til fjárlaga 2024, bls. 198, undir liðnum: 04.30 Samstarf um öryggis- og varnarmál...) er kostnaðurinn tæpar fimm milljarðar (4.739,2). En ekki er hægt að sjá hvert peningarnir fara raunverulega.
Utanríkisráðuneytið sem fer með málaflokkinn (stjórnsýslulega en í framkvæmd af hálfu Landhelgisgæsluna og ríkislögreglustjóra) skiptir honum í þrjá hluta. Fjárlög vegna varnarmála Íslands eru að nokkru leyti stjórnsýslu kostnaður. Þar segir: Starfsemi málaflokksins er í höndum aðalskrifstofu ráðuneytisins og skiptist í þrjú meginsvið.
Í fyrsta lagi er fjölþjóðasamstarf um öryggis- og varnarmál.
Þetta er stjórnsýslu kostnaður og snýr að þátttöku Íslands í NATÓ og varnarsamstarfið við Bandaríkin, (NORDEFCO), þátttöku Íslands í norræna varnarsamstarfinu (NORDEFCO), samráði á vettvangi Norðurhópsins og NB8-ríkjanna um öryggis- og varnarmál og samstarfi á vettvangi Sameiginlegu viðbragðssveitarinnar (JEF) sem Ísland gerðist aðili að á árinu 2021. Og svo Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og framkvæmd afvopnunarsamninga og stöðugleikaaðgerða á vettvangi ÖSE, SÞ og annarra alþjóðastofnana.
Í öðru lagi eru fjölþáttaógnir. þar sem hugað er sérstaklega að: netöryggisatvikum, sem eiga upptök sín erlendis og öðrum ógnunum sem snúa að innviðum landsins.
Í þriðja lagi er rekstur og fjármögnun varnartengdra rekstrarverkefna og yfirumsjón með öryggis- og varnarsvæðum á Íslandi, rekstur tvíhliða varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna sem m.a. felur í sér reglulegt samráð við bandarísk stjórnvöld, bæði hér á landi og vestan hafs, og undirbúningur og framkvæmd varnaræfinga sem haldnar eru á íslensku yfirráðasvæði.
Hvað hvert megið svið fær í sinn hlut, sést ekki í þessu frumvarpi.
Vegna þess að Utanríkisráðuneytið er bara stjórnsýslueining, enginn framkvæmdaraðili, eru verkefnin úthýst til annarra aðila, þ.e.a.s. Landhelgisgæslunnar og Ríkislögreglustjóra.
Þar segir: "Að því er varðar framkvæmd varnartengdra rekstrarverkefna er náið samstarf við dómsmálaráðuneytið og annast varnarmálasvið Landhelgisgæslu Íslands framkvæmd ýmissa varnartengdra rekstrarverkefna á sviði öryggis- og varnarmála á grundvelli þjónustusamnings milli ráðuneytanna frá 1. ágúst 2021. Ráðuneytið felur ríkislögreglustjóra einnig að annast tiltekin verkefni á sviði öryggis- og varnarmála með þjónustusamningi."
Af þessu má ráða að kostnaðurinn vegna varnarmála fellur einnig á Dómsmálaráðuneytið sem fær verkefni Utanríkisráðuneytisins í sínar hendur. Fjárlögin gera ráð fyrir 6 milljarða til Landhelgisgæsluna en meirihluti þeirra fjármuna fara í löggæsluverkefni stofnunnar. Hvað Ríkislögreglustjóri eyðir í úthýsingarverkefnið sem það fær frá Utanríkisráðuneytinu er ekki hægt að sjá af þessu.
Er þetta ekki stjórnsýslulegt rugl! Það þarf ekki stjórnsýslufræðing til að sjá að málaflokkurinn skarar bæði innanríkismál og utanríkismál eins og sjá má af framkvæmdinni. LHG er hálfvegis með málaflokkinn á sinni könnu, einnig Ríkislögreglustjóri og svo Utanríkisráðuneytið.
Það er því óskiljanlegt að það skuli ekki vera til stofnun sem heldur í alla þræði málaflokksins. Og hún var til og hét Varnarmálastofnun Íslands. Hún sinnti þessu hlutverki með sóma og sá einnig til að sérfræðiþekking á varnarmálum var til í landinu en ekki úthýst til Pentagons. Það er nokkuð ljóst að Utanríkisráðuneytið hefur ekkert með innanríkismál að gera!
Varnarmálastofnun Íslands aflögð - Stjórnsýslan veit ekki hvað á að gera við verkefni hennar
Flokkur: Bloggar | 28.4.2024 | 12:31 (breytt 25.8.2024 kl. 14:05) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.