Það var gengið svo illa frá stjórnarskrá Íslands 1944 að allar götur síðan, hefur fólk velgst í vafa hvert raunverulegt valdsvið forsetans er.
Er litið er á forsetaákvæðin í stjórnarskránni 1944, sem eru afrituð af stjórnarskránni 1920 og er með konung sem æðsta valdhafa, er litlu breytt, ef einhverju. Vald forsetans er mikið samkvæmt henni en í framkvæmd og veruleika lítið. Það þarf að brúa þetta bil.
Ákvörðun verður að taka, á forsetinn að vera tákngervingur, nokkuð konar "fjallakona" Íslands eða æðsti sendiherra, valdalaus fígura á Bessastöðum eða valdaforseti sem hefur raunveruleg völd?
Ef hið fyrrnefnda er valið, er þá ekki eins gott að leggja embættið af? Það er mjög kostnaðarsamt að hafa hirð á Bessastöðum með forseta sem brosir bara, tekur í höndina á erlendum höfðingjum, fer í bíltúr um landið og kíkir á almúgann einstaka sinnum.
Hins vegar ef við viljum útfæra stjórnarskránna og gera forsetann að valdafígúru, þá er forsetaræðið málið. Þar eru tvær leiðir. Full völd forsetans og hann skipar ríkisstjórn og er í forsvari fyrir hana eða seinni leiðin sem er nokkuð spennandi en það er forsetaþingræði.
Kíkjum á skilgreiningu Wikipedíu: "Forsetaþingræði er fyrirkomulag stjórnarfars í lýðveldum þar sem forseti er kosinn með beinni kosningu og hefur umtalsverð völd, en er ekki jafnframt stjórnarleiðtogi eins og þar sem forsetaræði er við lýði. Í löndum sem búa við forsetaþingræði eru þannig bæði forseti og forsætisráðherra, en ólíkt lýðveldum þar sem ríkir þingræði, fer forsetinn með raunveruleg völd en ekki táknrænt hlutverk. Hugmyndin á bak við þetta kerfi er að forsetinn myndi mótvægi við vald stjórnmálaflokka sem ríkja á þinginu og sitja í ríkisstjórn.
Völd forseta í forsetaþingræðisríkjum geta verið af tvennum toga: forsetinn getur ráðið og rekið forsætisráðherra og ríkisstjórn að vild, að því gefnu að hann njóti stuðnings þingsins, annars vegar; og hins vegar að forsetinn getur leyst upp þing, en þingið eitt getur ráðið og rekið forsætisráðherra og ríkisstjórn."
Ef við erum að hugsa um yfirbyggingu og kostnað, væri best að forsetinn væri eins og Bandaríkjaforseti og spara kostnaðinn við forsætisráðherra embættið. Tryggja má málskotsákvæðið með því að setja það í stjórnarskránna og í vald þjóðarinnar. M.ö.o. að ef ákveðinn fjöldi kosningabærra manna biður um þjóðaratkvæði, líkt og er í Sviss, þá verður efnt til þjóðaratkvæðisgreiðslu.
Það er óhætt að fullyrða að enginn forsetaframbjóðenda sem nú eru í framboði, eru vissir um raunverulegt valda umboð sitt og hvers langt eða stutt þeir geta farið.
Flokkur: Bloggar | 27.4.2024 | 11:59 (breytt kl. 12:10) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.