Fjáraustrið í tapað stríð í Úkraínu

Nýlega samþykkti Bandaríkjaþing gríðarlega efnahags- og hernaðaraðstoð til handa Úkraínu. Þetta er til að halda staðgengilsstríði Bandaríkjanna við Úkraínu gegn Rússlandi gangandi á meðan Biden er við völd. Það er því fyrirséð að stríðið haldi áfram þar til annað hvort Biden fari frá völdum og Trump semji um frið á einum degi eins og hann heldur fram, eða niðurstaða fáist á vígvellinum.

Rússland hefur getu til að halda stríðinu gangandi næstu árin en þeir eyða um 5,9% af vergri landsframleiðslu í varnarmál 2023. Bandaríkin um 3,4% en Úkraína um 37%. Rússar eru þó að eyða minna en Sádar sem eyða um 7,1% af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Í dollurum talið eru Rússar að eyða 109 milljarða Bandaríkjadollara árið 2023 á móti 916 milljarða sem Kaninn eyðir. 

Það er almennt viðurkennt meðal hernaðarsagnfræðinga að það ríki sem hafi mestu framleiðslugetuna og fjárráð vinni viðkomandi stríð.  Fjöldi hermanna skiptir máli en ekki aðalmáli ef ríkið er sæmilega stórt. Það sem meira er, er að hergagnaframleiðslan í Rússlandi knýr efnahaginn áfram á yfirsnúningi.

Vopnaiðnaður Rússlands, sem var stór fyrir Úkraínustríðið, er hernaðarlega mikilvægur geiri og stór vinnuveitandi í Rússlandi. Frá og með 2024 starfa um það bil 3,5 milljónir manna á landsvísu við hergagnaframleiðslu og standa undir 20% af öllum framleiðslustörfum í Rússlandi.

Rússland stóð fyrir 22% af vopnasölu á heimsvísu á árunum 2013–17, sú tala fór niður í 16% á árunum 2018–22 (tölfræði SIPRI). Árið 2023 var Rússland í fyrsta skipti þriðji stærsti vopnaútflytjandinn, rétt á eftir Frakklandi. Vopnaútflutningur Rússa dróst saman um 53% á árunum 2014–18 og 2019–23. Löndum sem kaupa stór rússnesk vopn fækkaði úr 31 árið 2019 í 12 árið 2023. Ríki í Asíu og Eyjaálfu fengu 68% alls rússneskra vopnaútflutnings á árunum 2019–23, þar sem Indland var með 34% og Kína fyrir 21%.

"The New York Times greindi frá því í grein 13. september 2023, þar sem vitnað var í bandaríska og evrópska embættismenn, að Rússar hafi sigrast á alþjóðlegum refsiaðgerðum og eldflaugaframleiðsla þeirra hafi nú farið yfir það sem var fyrir stríð. Einnig var greint frá því að Rússland framleiði nú meira af skotfærum en Bandaríkin og Evrópa til samans og þeir geta framleitt 200 skriðdreka frá grunni og tvær milljónir eininga af skotfærum á ári samkvæmt vestrænum heimildum. CNN greindi frá 11. mars 2024, þar sem vitnað var í vestræna leyniþjónustumenn, að Rússland framleiði nú um 250.000 stórskotalið skot á mánuði eða um 3 milljónir á ári sem er næstum þrefalt það magn sem Bandaríkin og Evrópa framleiða fyrir Úkraínu." Arms industry of Russia

Olíu- og gasverð hefur reynst Rússum hagstætt og orkukaup bann Vesturlanda hefur bara skotið þeim sjálfum í fótinn enda hafa reynst nægir kaupendur annars staðar, í fjölmennustu ríkjum heims, Indlandi og Kína og víðar. 

Þrír meginþættir fyrir velgengni í stríði: 1) Vopnaframleiðsla, 2) Fjármálageta og 3) Mannskapur er allt sem Rússar hafa en Úkraínumenn ekki. Úkraínumenn, því miður fyrir þá, eru því ekki að fara að vinna þetta stríð. Rússland er mesta kjarnorkuvopnaveldi heims og því er engin hætta á að þeir fái á sig innrás.

Svo er það taugveiklunin innan raða NATÓ-ríkja að Rússar haldi áfram og geri innrás í Evrópu, er annað hvort áróðursstríðs tal eða menn þekkja ekki sögu Rússlands (varnar mandran síðastliðn 300+ ár hefur verið að tryggja varnir gegn tvö innrásarhlið á vesturlandamærum Rússlands sem snýr að Evrópu). Það er ekki að fara að gerast. Rússar hafa alltaf dregið sig til baka með herafla sinn síðastliðin 300 ár, nema þegar þeir voru Sovétmenn undir stjórn Stalíns og héldu undir sig Austur-Evrópu. En vita nú svo að það er ekki í boði í dag, sérstaklega þegar öflugasta hernaðarbandalag sögunnar, NATÓ situr alla Austur-Evrópu.

Rússland hefur bara getu til að stunda landamærastríð, er ekki hernaðar heimsveldi eins og Bandaríkin sem geta háð stríð um allan hnöttinn. Menn ættu því aðeins að slaka á og láta spunameistranna, sem vilja stöðugt fá meiri pening í hergagnaframleiðslu, ekki stjórna gjörðum sínum.

Af hverju eru bandarískir hershöfðingjar ekki að hafa vitið fyrir Biden stjórninni og benda á að sigur vinnist ekki á vígvellinum? Að það verði að semja um frið? Það þarf hvort sem er að semja um vopnahlé eða stríðslok á endanum. Af hverju eru menn ekki að reyna að finna diplómatíska lausn? Svarið leynist hjá vanhæfri stjórn Bidens sem aldrei mun viðurkenna ósigur rétt fyrir kosningar í Bandaríkjunum. Nóg var að tapa með skömm í Afganistan eftir 20 ára stríð.

Af hverju tala íslenskir ráðamenn ekki fyrir friði? Í stað þess að vera strengjabrúður á alþjóðavettvangi? Ef þeir geta ekki talað fyrir friði, er þá ekki best að þeigja í stað þess að gaspra eins og utanríkisráðherrann er að gera?

Nóta bene, svo það sé haldið til haga, þá er hér enginn stuðningur við stríð Rússa gegn Úkraínu, þvert á móti, bloggari er alfarið á móti valdbeitingu sem hægt er að leysa með diplómatískum leiðum. Þótt Pútín sigri stríðið, þá vinnur hann ekki friðinn. Traustið er farið og samskiptin við vestrið laskað um ófyrirséða framtíð. Ef eitthvað er, hefur NATÓ eflst, með tveimur nýjum herveldum, Svíþjóð og Finnland, og varnir Rússlands veikst við Norður-Evrópu.

Hér er tilvitnun: "War is a failure of diplomatcy".

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband