RÚV er með yfirgripsmikla samantekt á dómsmálunum fjórum gegn Trump en þótt hún sé umfangsmikil, þá er margt athugavert við fréttaflutninginn og ætla mætti við lesturinn að málin eigi við rök að styðja en svo er ekki. Sjá slóð: Allt sem þú þarft að vita um dómsmálin fjögur gegn Trump
Dómsmál nr. 1 - "uppreisnin" í Capitol Hill. Þegar Joe Biden var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember 2020 er Donald Trump sakaður allt hvað hann gat til að grafa undan niðurstöðunum og það hafi náð hámarki með uppþoti stuðningsmanna Trumps í Capital Hill.
Þar er fullyrt að "Sjö létust, þar af voru lögreglumenn sem sviptu sig lífi skömmu eftir innrásina." Þetta er beinlínis rangt. Það lést enginn þennan dag nema kona sem gekk friðsamlega um ganga þinghúsins (fyrrum hermaður) sem var skotin af færi af lögreglumanni staðarins. Trump kvatti til friðsamlegra mótmæla vegna niðurstaðna kosninganna og endurtalningu atkvæða sem hann hefur fullan rétt á samkvæmt reglum lýðræðis. Hann var einnig reiðubúinn til að kveða út þjóðvarðliðið til varnar þinghúsinu en Nancy Pelosi, forseti Fulltrúardeildarinnar og demókrati hafnaði boðinu. Það má mótmæla friðsamlega í lýðræðisríkjum, ennþá. Hann er því ekki sakaður um uppreisn gegn ríkinu en óbeint stuðlað að uppþotinu. Ekki eru öll kurl komin til grafar með málið.
Dómsmál nr. 2 - Stormy Daniels. Donald Trump á að hafa sofið hjá klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels árið 2006. Í október 2016, mánuði áður en hann var kjörinn forseti, keypti lögmaður Trumps þagmælsku hennar um náin kynni þeirra fyrir 13 þúsund dollara. Trump millifærði á lögmann sinn, Michael Cohen, þá upphæð sem hann lagði út fyrir þagmælsku hennar en RÚV kallar þetta múturgreiðslur sem er óheppilegt orðalag. Saksóknari heldur því fram að múturnar, sem ekki eru ólöglegar í sjálfu sér, hafi verið greiddar til þess að styrkja stöðu Trumps sem forsetaframbjóðanda. Með réttu hefði því átt að telja millifærslur Trumps til Cohens fram sem framboðskostnað að sögn RÚV, en það var ekki gert. Í því felst hið meinta lögbrot. Trump heldur hins vegar fram að þetta hafi verið flokkað sem lögfræðikostnaður og ekkert banni að einstaklingar geri upp á sín á milli einkaréttarmál.
Það sem er óvenjulegt við málið er að kerfið skuli skipta sér af einkaréttarmáli og það bendir til að þetta mál eins og öll hin þrjú séu tilbúin til að klekkjast á Trump og halda honum uppteknum við réttarhöld í stað þess að vera á framboðsfundum. Þetta brýtur allar hefðir en FBI hefur alltaf látið öll mál sem varða frambjóðendur, 6 mánuðum fyrir kosningar, vera í kyrrþey. Með öðrum orðum eru þetta pólitísk afskipti af forsetakosningunum.
Dómsmál nr. 3 - Kosningaafskipti í Georgíu. Að hafa dreift lygum um kosninganiðurstöðurnar og farið þess á leit við embættismenn í Georgíu að kollvarpa þeim segir RÚV en þetta er ekki næg skýring hjá RÚV. Eina sem Trump gerði var að hringja í fólk sitt í Georgíu og spyrja hvort það leynist ekki 10 þúsund atkvæði í viðbót sem ætluð eru honum. Það var allur glæpurinn. Georgía var og er nefnilega "swing state", þar sem naumt er á mununum. Hann á stjórnarskrár varinn rétt og beinlínis skylda að véfengja úrslitin ef hann telur á sig hallað sem hann og gerði. Setning eins og "Trump reyndi hvað hann gat til að kollvarpa niðurstöðum kosninganna 2020 um gervöll Bandaríkin. Hvergi gekk hann þó eins hart fram og í Georgíu, þar sem hann tapaði naumlega." Lýsir eiginlega hugarfari viðkomandi fréttamanns sem væntanlega er frá CNN en RÚV þýddi. Allir eiga rétt á að véfengja niðurstöður kosninga og gerðist það síðast í seinustu Alþingiskosningum að frambjóðandi mótmælti talningu atkvæða.
Dómsmál nr. 4 - Geymsla óleyfilegra leyniskjala. Allir forsetar hafa tekið með sér skjöl er þeir yfirgefa Hvíta húsið, þeir fengið tíma til að sortera einkaskjöl frá opinberum. Obama hefur til dæmis ekki skilað öllum skjölum en Trump er eini forsetinn sem er ásakaður um að hafa brotið af sér. Málið er að forsetinn getur sett leyniskjala stimpilinn á skjöl eða tekið hann af. Enginn annar hefur þann rétt. Merkilegast í þessu máli er að Biden var staðinn að þessu sama en hann sankaði að sér skjölum sem öldungadeildarþingmaður og varaforseti og í hvorug skiptin hafði hann heimild til þess. Klár lögbrot en hann var úrskurðaður ósakhæfur vegna vitsmunaglap, gæti ekki staðist réttarhöld og málið þar með úr sögunni.
Svona er mismunað eftir því hvort menn eru Trump eða einhver annar. Til að sjá hlutdrægnina í frétt RÚV má taka þessa setningu: "Leyniskjölin fundust meðal annars á heimili Trumps að Mar-A-Lago í Flórída, þar sem heilu kössunum hafði verið staflað upp á víð og dreif." Hið rétta er að leyniþjónustan vaktar Mar-A-Lago allan sólarhringinn, skjölin voru geymd í læstri geymslu en FBI útsendarar dreifðu skjölunum um öll gólf til að láta líta út eins og þau hafi legið víð og dreif. Það var hins vegar Biden sem geymdi ólöglega leyniskjöl í opnum bílskúr í handónýtum pappakössum svo árum saman á heimili sonar síns, í Kínahverfi og annars staðar.
Svona er pólitíkin orðin rotin í Bandaríkjunum, réttarkerfið misnotað í þágu annars stjórnmálaflokks landsins. Umheimurinn er að horfa á sápuóperu í beinni frá Bandaríkjunum daglega og er þetta mikill álitshnekkir fyrir forvígisþjóð lýðræðisríkja heims.
Nýjasta nýtt er nú vilja demókratar taka vörslu leyniþjónustunnar af Trump, svo að það sé örugglega hægt að drepa hann í friði.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | 24.4.2024 | 14:27 (breytt kl. 16:10) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
Saksóknari veit ekki sjálfur hvað hann er að ákæra...
https://youtu.be/i15pfVacV1I?si=acKBj97veIp4HF-U
Birgir Loftsson, 25.4.2024 kl. 11:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.