Í síðustu grein bloggara var rætt um þá kjósendur sem kjósa og styðja hagsmuni sem eru andstæðir þeirra eigin. Einn ágætur sambloggari stakk upp á að mótmæla rökleysinu, en því miður er það ekki hægt, aðeins að benda á rökvilluna og vona að skynsemin taki yfir.
Nú eru línur í forsetakosningunum að skýrast. Frambjóðendur sem njóta mesta hylli koma allir af vinstri væng stjórnmálanna. Það þarf ekki að vera slæmt, við fengum jú Ólaf Ragnar sem reyndist vera málsvari þjóðarinnar er á reyndi.
En pollurinn verður ansi gruggugur þegar frambjóðandinn með mesta fylgi hefur sýnt það í verki að hann vinnur gegn málskotsréttinum og þar með vilja þjóðarinnar. Það er enginn vafi á að forsætisráðherrann fyrrverandi var ekki par ánægður með útspil Ólafs en hún sat í ríkisstjórn sem vildi leyfa ICESAVE svindlinu ganga yfir íslensku þjóðina. Hún reynir nú að draga fjöður yfir verk sín en þau tala sínu máli, sama hvað hún segir.
Og ekkert hefur breyst hjá þessum frambjóðanda. Hún boðar að hún muni "fara sparlega með málskotsréttinn". Sem þýðir á mannamáli að hann verður geymdur og gleymdur í einhverjum skáp Bessastaða. Hvernig getur hún verið hlutlaus í máli eins og bókun 35 - málinu þar sem hún er beinn þátttakandi??? Ætlar hún að horfa í spegill á sjálfa sig og segja: Þú gerðir rangt og ég sem forseti ætla að skjóta þessu máli í dóm þjóðarinnar! Hafðu það nú fyrrverandi forsætisráðherra!
En það er nóg til af fólki sem kýs og styður málstað/frambjóðanda gagnstætt sínum eigin hagsmunum. Þess vegna verður hún líklega kosin. Og bloggritari heldur áfram að hrista höfuðið yfir skynsemi fjöldans!
Svo eru aðrar ástæður fyrir að kjósa hana ekki. Önnur kannski mikilvægari en bókun 35, en það er haturorða lögin, þar sem málfrelsið er takmarkað, allir þurfa að vera á brensunni, og allir að tala samkvæmt pólitískri rétthugsun, er nokkuð sem ekki nokkurn lýðræðissinnuðum manni hugnast.
Svo má taka annað dæmi sem er siðferðislegt eðlis, en það eru fóstureyðingar. Hvers konar svar er það að hún styðji fóstureyðingu nánast til loka meðgöngu? Að hún treysti dómgreind óléttu konunnar? Þá er komið að erfiða siðferðis spurningu, hvenær verður nýtt og sjálfstætt líf til? Held að flestir séu sammála því að einhver tímamörk verði að vera dregin, annars er um "barna útburð" að ræða. Og flestir eru sammála um núverandi tímamörk.
Lokaorð. Á hún að verja málfrelsið, þjóðarvilja (í formi þjóðaratkvæðisgreiðslu) og verja Ísland gegn erlendri ásælni (EES og bókun 35)? Er henni treystandi fyrirfram?
Bara þetta að hún styður ekki (og hefur sýnt í verki) málskotréttinn óskorðaðan, sýnir að hún verður aldrei fulltrúi þjóðarinnar gegn stjórnmálaelítunni. Guð blessi Ísland!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.4.2024 | 11:34 (breytt kl. 14:35) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.