Eins og þeir vita sem fylgjast með þessu bloggi, var minnst á að Ísraelar hefðu potað í björninn með því að gera árás á ræðisskrifstofu Írans í Sýrlandi. Sem er alvarlegt brot samkvæmt alþjóðalögum. Diplómatar, eignir og bifreiðar þeirra eru friðhelg og hefur svo verið í aldir.
Spurt var, eru Ísraelar að egna Írani í stríð? Eða héldu þeir að viðbrögð Íranana yrðu engin, þeir myndu bara halda áfram að nota staðgengla sína Hezbollah og fleiri? Flestir sjá að Ísraelar gengu of langt með þessari árás á ræðismannaskrifstofu en þeir eiga ekki vísan stuðning í stjórn Bidens. Þetta var mikil áhætta sem þeir tóku nema þeir vildu láta sverfa til stáls.
Þegar fylgst var með atburðarásinni í gær varð strax ljóst að þetta væri ekki stigmögnun, um leið og Íranir sögðu að þetta væri takmörkuð aðgerð og væri búið mál ef Ísraelar svara ekki. Fyrir stjórn Írans snýst þetta um að halda andliti en um leið að sína áhangendum sínum að þeir geti nú ráðist á ríki Síonistanna eins og þeir kalla Ísrael.
Nú er að sjá næstu viðbrögð Ísraela, sem verða ekki endilega strax, þótt þeir hafi rokið strax í Hezbollah sem er næsti bær við. Málið er að Íran er landlugt land og á ekki landamæri við Ísrael. Þeir geta því ekki gert innrás og ef þeir færu af stað, væri það gegnum Sýrland (sem Bandaríkjamenn ráða þriðjung af) eða Írak. Nægur tími fyrir Ísraela til að bregðast við. Það gildir líka í hina áttina, Ísraelar geta ekki gert innrás né hafa burði til þess. Eina sem báðar þjóðir geta gert, er að gera loftárásir. Þar sem Ísraelar hafa ekki burði í að gera alls herjar loftárásir á Íran né vilja það, má búast við að þeir haldi áfram að atast í Hezbollah og Hamas. Hugsanlega hafa þeir fengið tylliástæðu til að gera loftárásir á hernaðarskotmörk í Íran (kjarnorkuvopnin valda áhyggjum).
Eitt sem vakti athygli er að Jórdanía tók þátt í vörnum Ísraels. Flestir drónarnir og eldflaugarnar voru skotin þar í landi og yfir Sýrlandi.
Að lokum, snýst þetta um halda andliti og virðist ekki vera við fyrstu sýn stigmögnun átaka. Sem betur fer. Skiptir engu máli hvort að drónarnir eða eldflaugarnar hafi valdi tjóni eða ekki, skilaboð voru send til Ísraels. Athygli vakti að Íranir höfðu samband við Bandaríkin til að réttlæta aðgerðir sínar og þeir kappkostuðu við að réttlæta sig við Sameinuðu þjóðirnar.
"Réttu" aðilar brugðust við og komu Ísraelum til varnar, þ.e.a.s. Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn. Það eru mikilvæg skilaboð til Írans.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stríð | 14.4.2024 | 18:21 (breytt 15.4.2024 kl. 08:06) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Fólk
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
- Stórbrotið verk Bjarkar í sýningu hérlendis
- Skoran á Sanchez vakti athygli á innsetningu Trumps
- Þetta lærði Tinna af móður sinni
- Klessti á vegg og átti ekki mjög gott tímabil
- Ýtir undir sögusagnir um skilnað
- Heimili Tyru Banks varð eldinum að bráð
- Írönsk poppstjarna dæmd til dauða
Athugasemdir
Hlæilegt að halda að Ísraelar séu að fara gera innrás í Íran! Eins og haldið hefur verið fram. Þeir þurfa að fara yfir eitt til tvö lönd og Íran landlugt. Það þýðir að ekki er hægt að gera innrás af hafi.
Birgir Loftsson, 15.4.2024 kl. 09:48
Frábær fréttaskýring á atburðunum og viðbrögðum allra aðila - Indverjar kunna að segja hlutlausar fréttir....
https://youtu.be/aAn_STdzyfQ?si=DaJc7wqOLn6pr2kk
Birgir Loftsson, 15.4.2024 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.