Spurningarmerki kom á andlit bloggara er hann sá í frétt DV að atvinnuleysi hafi minnkað í Bandaríkjunum og allt sé í glimrandi gangi í bandaríska hagkerfinu. Það sé merki um að efnahagurinn sé að blómstra. En það er bara ekki svo. Sjá slóð: Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Atvinnuleysi er bara ein mælistika til að mæla efnahagsástand lands. Aðrir þætti skipta borgaranna meira máli, eins og kaupmáttur og verðbólga. Stjórn Bidens hefur státað sig af því að 15 milljón starfa hafa skapast síðan hún tók við en getur þess ekki að meirihlutinn eru hlutastörf og láglaunastörf. Kíkjum á rauntölur.
Í mars 2024 hækkaði kjarnavísitala neysluverðs um 3,8% milli ára og heildarvísitala neysluverðs hækkaði um 3,5% milli ára. Kjarnaþjónusta hækkaði um 3,2%, kjarnavörur lækkaði um 0,2%, matvæli hækkaði um 0,3% og orka hækkaði um 0,2%. Heimild: Bloomberg Financial L.P.
Orkuverð og matvælaverð skipta Jón og Gunnu í Bandaríkjunum mesta máli, ekki hvort að einhver hópur sé atvinnulaus eða ekki. Miklir erfiðleikar steðja að láglaunafólki í Bandaríkjunum, því að það þarf að keppa við ólöglegt vinnuafl, hælisleitendur sem taka við hvaða störf sem er undir lágmarkslaunum. Stéttarfélögin í Bandaríkjunum eru ekki eins sterk og þau íslensku og ráða í raun ekkert við ástandið.
Hvað olli verðbólgutölum mars 2024? Það eru stórar vörður sem varða leiðina til hjöðnunar eða hækkunnar verðbólgu. Það er húsnæðiskostnaður og bensínverð. Vinnumálastofnun Bandaríkjanna bendir á að "þessar tvær vísitölur hafi lagt til meira en helming mánaðarlegrar hækkunar vísitölunnar fyrir alla hluti." Aðrir þættir er brjálæðisleg skuldasöfnun og eyðsla alríkisstjórnarinnar og reglugerðarfargan sem gerir framleiðslukostnað vara of háan. Bandaríkjamenn framleiða ekki nóg af jarðeldsneyti, þótt heilu olíulindirnar standa ónotaðar en það er vegna grænnar stefnu Biden stjórnarinnar. Á meðan þurfa Bandaríkjamenn að kaupa olíu af óvinveittum þjóðum eins og Venesúela.
Verðbólga í Bandaríkjunum er 3,48% samanborið við 3,15% í síðasta mánuði og 4,98% í fyrra. Þetta er hærra en langtímameðaltalið sem er 3,28%. Hæst fór verðbólgan í 9% í valdatíð Bidens en var 1,4% er Trump skildi við búi.
Langtímahorfur fyrir bandarískt efnahagslíf eru ekki góðar. Alríkisstjórnin er rekin með methalla sem erfitt er að sjá hvernig hægt er að brúa. Eins og á Íslandi er eyðslufyllerí stjórnvalda að keyra upp verðbólgu, hærri skatta og almennan neyðslukostnað.
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Af mbl.is
Innlent
- Rask í kjallara bókasafns
- Ég var vakin klukkan fjögur í nótt
- Fundi frestað: Kennarar vilja breyta tillögunni
- Blóðugur maður á gangi í Breiðholti
- Fimm skiptu með sér bónusvinningnum
- Áfram óvissustig á Austfjörðum fram á mánudag
- Þau bara ætla ekki að gefa sig
- Óvissustigi aflétt á sunnanverðum Vestfjörðum
- Byggingarfulltrúi tekur frumkvæði með verkstöðvun
- Mikið vatn ógnaði rafmagni og tölvukerfum
Viðskipti
- Svipmynd: Málsmeðferðin er hröð og skilvirk
- Ákváðu að bretta upp ermarnar
- Svigrúm fyrir fasteignaeigendur
- Stýrir útilokun fyrirtækja
- Tregða í verðbólgunni
- Að skattleggja eggin áður en hænan verpir
- Vilja leggja fjölmiðlanefnd niður
- Sleggjan breytist í Landfara
- Yfir 700 þátttakendur á ferðakaupstefnu Icelandair
- Fréttaskýring: Hægt að fara nýja leið í stjórnmálum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.