Undirskriftarlistinn: "Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra"

Í síðasta pistli var talað um spillingu í íslenskum stjórnmálum sem er landlæg. En langlundargeð Íslendinga hefur verið með ólíkindum og menn sætt sig við frændhyglina í áratugi. En það varð samt eðlisbreyting með bankahruninu 2008. Hinn þolgóði, möglunarlausi og þolinmóði Íslendingur fékk alveg nóg af íslensku stjórnmálastéttinni og gerði uppreisn.

Traustið hvarf á stjórnmálamönnum, á bankakerfinu og stjórnkerfinu almennt á nokkrum dögum. Þetta traust hefur greinilega ekki komið aftur og því má segja að bankahrunið hafi verið tímamóta viðburður. Íslendingar ætla sér greinilega ekki að láta elítuna leiða sig aftur í myrkrið.

Nú er í gangi undirskriftalisti á island.is gegn setu Bjarna Benediktssonar í stóli forsætisráðherra.  Hátt í 30 þúsund manns hafa skrifað sig á þennan lista í dag.  Þar segir á forsíðu undirskriftarlistans: Bjarni Benediktsson nýtur lítils trausts meðal almennings. Fyrir einungis fjórum mánuðum var niðurstaða maskínu að: "Þrír af hverjum fjórum bera lítið traust til utanríkisráðherra samkvæmt nýrri skoðanakönnun." Bjarni Benediktsson nýtur ekki okkar stuðnings sem forsætisráðherra.

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-12-12-bjarni-faer-thridju-verstu-utkomu-i-maelingum-maskinu-fra-upphafi-399447

En málið er stærra en Bjarni sjálfur sem er ímynd spillingarinnar í augum íslensks almennings. Vantraustið snýr eiginlega að öllum ráðherrum ríkistjórnarinnar, Svandís, Sigurður Ingi, Katrín eru öll rúin trausti, þótt þau hafi ekki fengið undirskriftalista gegn sér.

Það þarf ekki miklar gáfur til að sjá að núverandi stjórn situr bara til að sitja. Engum í stjórnarflokkunum langar í kosningar, þar sem öllum flokkunum bíður afhroð. Betra að þreyja þorrann og fá eitt ár í viðbót við völd. 

Katrín var fyrst til að stökkva frá borði og innsigla örlög VG, en flokkurinn er í dag lifandi afturganga. Litla traustið sem flokkurinn naut, var einmitt vegna hennar persónu "töfra". Sigurður Ingi mun líklega vera áfram formaður en yfir örflokki.  Bjarni Benediktsson er greinilega á útleið, persónulegar óvinsældir hans eru það miklar. Bæði meðal stuðningsmanna flokksins, meðal flokksmanna en spurning er með stjórnarforustuna en hún er samsett af fylgjurum hans.

Það er auðvelt að sópa undirskriftarlistann gegn Bjarna sem rýtingsstunga í bakið af hálfu andstæðinga Sjálfstæðisflokksins. Enn og aftur, málið er dýpra og snýst að trausti á stjórnmálamönnum. Það ætti líka að vera undirskriftarlisti gegn Svandís og í raun ríkisstjórninni allri.

Blokkritari spáir að ríkisstjórnin lifi kjörtímabilið af. Allt gert til að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram. VG munu kyngja ný útlendingalög, Sjálfstæðismenn skrifa undir hvaða vitleysu sem er í loftslagsmálum og Framsóknarmenn halda áfram að vera bara þarna eins og illa gerður hlutur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég kíkti á listann
og sé að lang flestir velja að láta nafn sitt ekki koma fram

Svo það virðist ekki vera mikil sannfæring fyir þessum undirskriftum

Grímur Kjartansson, 11.4.2024 kl. 19:54

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Nei, listinn er bara yfirlýsing, örugglega flestir til vinstri á þessum lista. Vandinn er sjálft Alþingi sem lifir í ímynduðum heimi víðs fjarri okkur hinum.

Birgir Loftsson, 11.4.2024 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband