Í mörgum löndum er spilling í stjórnmálum landlæg. Líka á Íslandi. Íslendingar gefa sér þá mynd af sjálfum sér, sjálfa eða sjálfsmynd, að vegna þess að hér er stjórnarkerfi sem byggist á lýðræði og mannréttindum, að hér sé flest í himnalagi.
Þótt stjórnarformið sé rétt, er þar með ekki sagt að raunveruleikinn sé í samræmi við ímyndina. Hér er nefnilega landlæg spilling, eins og er í mörgum löndum, en vegna mannfæðar, birtist hún í formi frændhygli. Frændhygli er ekki endilega að verið sé að hygla frændur, heldur er verið að hygla vini, kunningja eða bandamanna á kostnað allsherjarskipan samfélagsins.
Sjá má þetta alls staðar. Í stöður embættismanna eða í störf stjórnenda í stórfyrirtækja eða fyrirgreiðslna til handa fyrirtækja eða stofnanna. Hæfustu einstaklingarnir eru ekki valdir til forystu. Afleiðingarnar eru auðljósar. Til dæmis í stöðu forstöðumanns stofnunar, velst áhangandi ákveðins stjórnmálaflokks, honum er verðlaunað stuðningurinn með stöðuveitu. Skiptir engu máli hvort viðkomandi valdi starfi sínu eða ekki. Meiri líkur en ekki er að stofnunin er illa rekin, engum til góðs.
Vegna þess hversu illa stjórnkerfið er rekið, er sífellt verið að brjóta mannréttindi á borgurum landsins. Það þótt lög mæli gegn því. Það er auðvelt að brjóta lög með því hreinlega að framfylgja þeim ekki.
Vegna minnimáttar kenndar stjórnmálastéttarinnar (við erum bara minniháttar stjórnmálamenn í örríki) er sífellt verið að sleikja sig upp við alvöru valdaklíkur erlendis. Það er gert með að reyna í sífellu að toppa vitleysunina sem kemur erlendis frá. Við verðum t.d. að slá wokisma Svíþjóðar við og vera enn meira wokistar. Höfum ýtrustu mannréttinda lög sem tekin hafa verið upp í Evrópu en framfylgjum þeim ekki þegar beita á þeim til handa sauðsvartan almúgann. Og já, látum erlenda flækingja njóta meiri mannréttinda en íslenska borgara, bara til að ímyndin út á við sé hrein. Á meðan er brotið á lítilsmagnanum - borgurum landsins.
Nýja dæmið um það er dvöl ungs fatlaðs fólk á öldrunarheimilum. Í frétt gærdagsins kom fram að hátt í tvö hundruð fatlaðir einstaklingar eru vistaðir á slíkum heimilum, vegna þess að engin úrræði er til fyrir þá. En aldrei er skortur á húsnæði, dagpeningar, fæði og klæði, menntun og heilbrigðisþjónustu til ókunnugra sem ropa út úr sér að þeir sé hælisleitendur er þeir koma til landsins. Í meirihluta tilvika er um tilhæfilausar umsóknir að ræða og er hér um að ræða fyrirbrigði sem kallast velferða flóttamenn, fólk sem flakkar á milli landa og leitar í þjónustu landa sem hafa lélegt hælisleitakerfi vitandi vís að hér er hægt að dvelja í mörg ár á kostnað okkar skattgreiðenda. Bloggritari hélt að réttindi væru áunnin en ekki útbýtt eins og sælgæti til barna. Að kerfið er byggt á réttindum en líka skyldum.
En aftur að stjórnkerfinu. Eftir höfuðinu dansa limirnir. Þegar höfuðið, ráðherrarnir, eru gjörspilltir, er hætt við að spillingin seytli niður stjórnkerfið. Ráðherra kemst upp með að vega að atvinnufrelsinu, ekkert er gert, hann skiptir um stól og málið er búið. Annar ráðherra er uppvís að spillingu í bankamálum, hann skiptir um ráðherrastól og nú var hann að fá stöðuhækkun upp í æðstu stöðu íslenska lýðveldisins. Bananalýðveldi? Ráðherraábyrgð bara orð í orðabók?
Af hverju hættir þessi þríhöfða þurs ekki leik þegar eitt höfuðið rúllar í burtu? Jú, þursinn veit að leikurinn er tapaður, hans bíður afhroð í næstu Alþingiskosningum. Vonast eftir að veður skipast í lofi og almenningur hafi skammtímaminni.
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur flokkað flokk sinn niður í ruslflokk upp á einsdæmum, algjörlega rúinn trausti kjósenda flokksins (situr í skjóli valdaklíku flokksins); formaður VG hefur sent flokk sinn í Sorpu í endurvinnslu (en endar í óflokkað rusl og fer í urðun) og formaður Framsóknar afhent fylgi flokkinn í hendur Miðflokksins.
Enginn af þessum formönnum er stætt og munu þeir allir hætta þátttöku í stjórnmálum á næsta ári. Engar áhyggjur, eftir þeim bíður feitir tékkar og hlunnindi sem Alþingi hefur hlaðið undir lið sitt, forréttindastéttina Alþingsmenn. Þeir verða að hafa slík starfslok, því hvaða fyrirtæki myndu vilja hafa svona ótæka stjórnendur í sínu fyrirtæki?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.4.2024 | 18:39 (breytt kl. 18:48) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.