Skoðanamyndandi skoðanakannanir

Margar skoðanakannanir eru í gangi varðandi forsetakosningarnar þessar mundir.  Niðurstöðu þeirra eru misvísandi. Einn frambjóðandi nýtur mikils fylgis í einni en lítið sem ekkert í annarri.

Að sjálfsögðu eru kannanir eins og DV og Útvarp saga ekki vísindalegar né marktækar. Bara ætlaðar að taka púlsins, ekki mælingu á raunverulegu fylgi. Athygli vekur hversu afgerandi einn frambjóðandinn nýtur mikils stuðnings á Útvarpi sögu en lítinn annars staðar.  Þetta segir að sjálfsögðu mikið um hlustendahóp Útvarps sögu, sem að líkindum eru í eldri kantinum, íhaldssamir og hallast að íhaldssömum frambjóðendum. 

Því miður eru skoðanakannanir skoðanamyndandi og fólk vill oft veðja á efstu hestanna sem er miður. Ekki fylgja þeim sem samsvarar lífskoðunum þeirra best.

En ljóst er að fylgið er á fleygiferð og það þarf ekki neina einn nýjan frambjóðanda og allt breytist. Þeir sem berjast um efsta sætið eru Baldur, Katrín, Jón Gnarr, Höllurnar tvær og Arnar Þór samkvæmt könnunn Maskínu.

Ef mið er tekið af þrjá efstu frambjóðendur, Baldur, Katrínu og Jón Gnarr, þá erum við enn og aftur að fá frambjóðanda af vinstri væng stjórnmálanna. Ásgeir Ásgeirsson var Alþýðuflokksmaður og Ólafur Ragnar Grímsson Alþýðubandalagsmaður, en Kristján Eldjárn, Vigdís Finnbogadóttir og Guðni Th. Jóhannesson koma öll úr menningarheiminum sem eins og við vitum er vinstri sinnaður.

Þjóðin segist ekki vera að kjósa frambjóðanda eftir því hvort hann kemur af vinstri eða hægri væng stjórnmálanna. En þetta skiptir máli er mál koma inn á borð forsetans sem telja má vera "vinstri" mál. Blessunarlega hafa forsetarnir hingað til reynst starfinu vaxnir og tekist að vera hlutlausir en það getur breyst.

Vonandi, ef kjósendur velja Katrínu, að þeir séu ekki að gera mistök að velja sér til forseta einstakling sem kemur eldbakaður úr hringiðju stjórnmálanna. Hætta er á að hún standi ekki í vegi mál eins og bókun 35 sem hún hefur verið að ýta í gegn Alþingi.  Þetta er ansi óheppilegt, betra hefði verið að rykið hefði náð að setjast eins og gerðist með Ólaf Ragnar en hann var vægast sagt umdeildur stjórnmálamaður en reyndist ágætur forseti.

Hér kemur hörð gagnrýni á framboð Katrínar: Þorvaldur sakar Katrínu um að blekkja almenning – „Hún setur stjórn landsins í uppnám í persónulegu eiginhagsmunaskyni“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þetta er býsna góður pistill. Þetta með skoðanamyndandi skoðanakannanir er nefnilega rétt. Félagsþörfin tekur völdin hjá fólki, að vera einsog hinir, að vera í sigurliðinu. Skriða fer að velta.

Það kom fram í RÚV að sjálfstæðismenn styðja Katrínu mest á eftir Vinstri grænum. Einsog þeir hafi ekki annan frambjóðanda, Arnar Þór, sem jafnvel vinstrimenn ættu að velja, eða Ástþór.

Þannig að lýðræðið er ekki raunverulegt. Skrílræði væri kannski réttara orð, múgæsing byrjar og þá fara fleiri að öskra það sama. Takk fyrir góðan pistil.

Ingólfur Sigurðsson, 9.4.2024 kl. 12:37

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Takk fyrir Ingólfur.  Hef skrifað betri pisla! En þetta er hins vegar rétt, fjölmiðlar eru að stjórna skoðunum fólks.

Birgir Loftsson, 9.4.2024 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband