Öryggi Íslands og ástand heimsmála

Þegar blikur eru á lofti um heimsfriðinn, þurfa íslensk stjórnvöld að spyrja sig margar spurningar: Er öryggi Íslands tryggt? Varnir í lagi? Eru nægar olíubirgðir í landinu? Eru nægileg magn af matvælum til? Þurfum við að koma upp korngeymslum fyrir komandi stríð? Eru við með varahluti fyrir nauðsynlegt viðhald á orkumannvirkjum og öðrum nauðsynlegum mannvirkjum? Erum við með nægilegar varnir gagnvart netárásum sem verða reyndar fyrstu árásirnar í komandi stríði, þar sem reynt verður að hakka og eyðileggja orku innviði o.s.frv. Landið er orðið svo háð netinu í dag og tölvum að auðvelt er að loka á nútíma samfélag með markvissri netárás.  

Við erum með þjóðaröryggisráð sem er frábært en er það rétt skipað mannskap? Er einhver á tánum dags daglega? Þessar spurningar vakna þegar bloggari hlustar, les og horfir á alþjóðasérfræðinga sem margir hverjir berja stríðsbumburnar hratt þessa daganna. Hafa gert reyndar um misseri. Meira segja svefnburkurnar í Brussel eru vaknaðar og hafa áhyggjur af heimsfriðinum.

Valda jafnvægið er raskað. Það er alveg ljóst. Heimurinn er að reyna að átta sig á stöðunni, hver er sterkastur og mun einhver láta til skara skríða? Allt vegna þess að einpóla heimsveldið er í höndum örvasa gamalmennis í Washington sem veit ekki hvaða dagur er í dag og það þýðir að litlu karlarnir fara af stað með sín svæðisbundnu markmið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband