Svo virðist vera ef marka má árás þeirra á sendiskrifstofu Írans í Sýrlandi. Eins og allir vita sem þekkja til málefna utanríkismála, eru sendimenn, diplómatar og aðrir starfsmenn ræðisskrifstofa og sendiráða friðhelgir. Svo á einnig við um bústaði þeirra og bifreiðar. Árás á slíka staði og starfsmenn telst jafngilda árás á viðkomandi ríki. Hvað voru Ísraelmenn þá að pæla? Sumir telja að þeir hafi verið að pota í björninn og láta hann gera árás. Með því þarf Bandaríkin að bregðast við sem bandamaður og úr getur orðið svæðisstríð og jafnvel heimssstyrjöld. Svo telja Ísraelar a.m.k. sjálfir.
Ríkisstjórn Ísraels kom saman nýlega vegna vaxandi spennu við Íran eftir mannskæða árás á ræðismannsskrifstofu Írans í Sýrlandi. Hefndaheit Írans hefur sett svæðið á annan enda og vekur ótta um víðtækari átök.
"Stjórnarráðið hittist til að bregðast við yfirvofandi hættu á yfirvofandi árás, í kjölfar loforðs Írans um að hefna árásarinnar sem kostaði líf nokkurra æðstu herforingja. Árásin, sem er sögð hafa verið gerð af ísraelskum F-35 orrustuþotum, lagði írönsku ræðismannsskrifstofuna í Damaskus í rúst með þeim afleiðingum að að minnsta kosti 11 einstaklingar létust, þar á meðal sjö háttsettir liðsmenn íslamska byltingarvarðliðsins (IRGC)." segir í frétt bandaríska blaðsins Sun.
Önnur skýring getur verið að þeir hafi ekki staðist málið er þeir sáu svo háttsett skotmörk í ræðismannaskrifstofunni og "hleypt af, sama hvað". Meðal þeirra sem féllu í árásinni á ræðismannsskrifstofunni var Mohammad Reza Zahedi hershöfðingi, leiðtogi úrvalsliðsins Quds í Líbanon og Sýrlandi. Handbendar Írans, Hezbollah, varaði við afleiðingum þess og sagði að "glæpurinn muni vissulega ekki líðast án þess að óvinurinn fái refsingu og hefnd".
Vaxandi spenna kemur í kjölfar yfirstandandi átaka milli ísraelskra hermanna og íranskra leppa. Hizbollah hefur hert árásir yfir landamæri en uppreisnarmenn Houthi í Jemen hafa truflað verulegar siglingaleiðir. Sérfræðingar vara við því að Íranar kunni að grípa til beinnar eldflaugaárása á Ísrael og hætta á víðtækari átökum.
Íran hefur enga möguleika á að gera innrás í Ísrael vegna fjarlægðar og lönd eru á milli. En hins vegar geta Íranir gert loftárásir á landið og valdið mikinn skaða. Ísraelar áttu í erfiðleikum með frumstæðar eldflaugar Hamas, sem reyndar voru í nágrenninu, en sérfræðingar segja Hezbollah búna fleiri og betri eldflaugar. Íran er mjög öflugt á þessu sviði. Hins vegar ef þeir ákveða að gera árás, þá verður það "allt eða ekkert", því að þeir vita að Ísraelmenn muni svara af fullum þunga. Það þýðir svæðisbundið stríð sem getur þróast í heimsstyrjöld. Eru Íslendingar tilbúnir undir slíkt? Fyrirvarinn getur verið lítill.
Flokkur: Bloggar | 5.4.2024 | 09:25 (breytt kl. 17:51) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
https://youtu.be/42_AXjcqNXw?si=NgdDAmSRyV77XaUY
Birgir Loftsson, 5.4.2024 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.