Margar tilraunir voru gerðar af norrænum mönnum til að nema Ameríku en þær mistókust vegna þess að landnámsmennirnir voru of fáliðaðir og of langt langt var til Evrópu. Þeir átti í mestu erfiðleikum við að halda sambandi við Grænland allan tímann sem byggð var þar. Fórum yfir landkönnunar- og landnámsskeiðið sem stóð frá 999-1013 sem við vitum af. Nóta bene, Norður-Ameríka datt aldrei úr sambandi við Grændland í yfir fjögur hundruð ára sögu byggðar norrænna manna á Grænlandi.
Fyrsti leiðangur: Telja má að Bjarni Herjólfsson í hafvillu hafi fundið Ameríku fyrstu Evrópumanna. Líklega um 999. Hann var ekki landnámsmaður. Við heimkomu til Grænlands hefur hann sagt af landgæðum.
Annar leiðangur: Þá fer Leifur Eríksson, sonur Eiríks rauða, af stað, ekki bara til að kanna, heldur til að nema. Hann fór líklega af stað 1001. Hann setur upp búðir, Leifusbúðir, sem enn má sjá, á Nýfundnalandi og dvelur um vetur. Fyrstu húsakynni Evrópumanna í Ameríku. En svo er haldið heim til Grænlands.
Þriðji leiðangur: Þorvaldur Eiríkisson leggur af stað í kjölfarið 1002, fer og dvelur í Leifsbúð um veturinn. Næsta sumar er land kannað, líklega til búsetu en snýr til baka í Leifsbúð og dvelur um veturinn. Svo er farið annað leiðangur næsta sumar og hann og finnur bæjarstæði fyrir bæ sinn í Krossnesi (Kellys point, New Campellton) en þar fellur hann fyrir örvum indíána.
Fjórði leiðangur: Þorsteinn Eiríksson leggur svo af stað 1006 en lendir í hafvillur og kemst við illa leik heim til Grænlands.
Fimmti leiðangur: Þorfinnur Karlsefni leggur af stað 1008 um sumarið en nú er reynt alvöru landnám. Um 140-160 manns með í för á þremur skipum. Um haustið sest hann að á Fundyflóa (borgin Saint John). Þar fæðist Snorri Þorfinnsson, fyrstur hvítra manna í Vesturheimi og forfaðir minn af 25 kynslóð. Illa gengur vegna fæðuskorts, fara líklega svo til New York, versla fyrst og berjast svo við skrælinga. Vegna sundurþykki er snúið við til baka til Grænlands, en koma við í Labrador og taka tvo frumbyggja drengi með sér til Grænlands. Kemur til baka til Grænlands 1011 en farið til Íslands 1013.
Sjöttu ferðina fer Freydís Eiríksdóttir á tveimur skipum, líklega 1012. Haft er vetursetu í Leifsbúð, en lætur taka Íslendinga af lífi sem voru á öðru skipinu og snúið við til Grænlands í kjölfarið.
Þar með líkur þessum kafla í landnámi víkinga í Vesturheimi. En það er algjör misskilningur er að þar með hafi sambandið rofnað við meginland Ameríku. Sjöundi leiðangurinn fór Eiríkur upsi Gnúpsson Grænlandsbiskup 1121.
En líklega héldu Grænlendinga áfram að sigla til Vínlands næstu aldir, á meðan þeir höfðu skipakost. Þeir hafi farið til að útvega sér timbur sem skortur var á í Grænlandi. Hvenær síðasta ferin var farin er ekki vitað. Árið 1347 kom til Íslands skip af Grænlandi og hafði farið til Marklands (mörk = skógur) en hrakist hingað til lands.
Þannig er nokkuð ljóst að Íslendingar og Grænlendingar þekktu til Ameríku í margar aldir og tengslin við Grænland rofnuðu ekki fyrr en á öndvegri 15. öld. Þá var stutt í næstu landnámshryni sem hófst með Kristófer Kólumbus en bloggari hefur ritað um meinta Íslandsför hans 1477.
Á Wikipedíu segir: Fyrir miðja 14. öld fór Vestribyggð í eyði. Er talið að tvennt hafi komið til: kólnandi loftslag og ágangur Inúíta að norðan. Upp úr þessu lögðust Norðursetuferðir af. Siglingum frá Noregi fækkaði mjög um sama leyti vegna áhrifa svartadauða þar í landi. Um 1368 fórst Grænlandsknörrinn og lögðust þá af reglulegar siglingar frá Noregi. Árið 1377 dó Álfur biskup og var Grænland biskupslaust eftir það. Árið 1385 hrakti Björn Jórsalafara til Grænlands og dvaldi hann þar í tvo vetur með liði sínu. Árið 1406 hrakti skip til Grænlands með fjölda stórættaðra Íslendinga um borð. Sigldu þeir á brott árið 1410 og spurðist ekki til norrænna manna á Grænlandi eftir það, svo öruggt sé.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Saga | 5.4.2024 | 18:07 | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.