Um borgir og bálknið á Íslandi

Íslendingar haga sér eins og þeir séu milljóna þjóð. Með stjórnkerfi sem er risastórt miðað við fólksfjölda. Það hlýtur að vera hægt að hreinsa til og minnka bálknið. Láta skattféð fara beint í innviðina og þjónustu við borgaranna.

Samkvæmt tölum Stjórnarráðsins voru að meðaltali 21.165 starfsmenn hjá ríkinu árið 2016 og þeim hefur eflaust ekki fækkað. 

Í borgríkinu Reykjavík starfa 11 þúsund starfsmenn, í Hafnarfirði um 2000 þúsund manns og eflaust svipaður fjöldi hjá Kópavogsbæ og hlutfallslega svipað hjá Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ.

Búa mætti til tvær borgir á höfuðborgarsvæðinu sem keppa innbyrðis. Ráðherra lagði til um daginn að hér yrðu skilgreind tvö borgarsvæði, höfuðborgarsvæðið og Akureyri og nágrenni. Hvað með Árborg sem með mesta vaxtarbroddann í dag eða Reykjanesbær?  Nær væri að búa til héraðsborgir en borgir urðu til í Evrópu í kringum stjórnsetur viðkomandi héraðs eða á samgöngumótum, svo sem Selfoss og Egilsstaðir. Reykjanesbær er slíkur staður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er náttúrlega brilljant uppá kjósendahópinn.  Menn munu alltaf kjósa ser í hag (eða að sem menn halda að sé svo.)

Þetta verður ekki lagað.  Svona lagað hrynur alltaf.  Á endanum fá þeir ekki lán, og þá fer allt úi mauk.

Mikið grenj og gnístran tanna.

Ásgrímur Hartmannsson, 2.4.2024 kl. 17:33

2 Smámynd: Birgir Loftsson

Ásmundur, ég var í milljónaborginni Mílanó um páskana. Á svæðinu búa um 5 milljónir íbúar. Fín borg en aldrei myndi ég vilja búa í stórborg. Ákjósanleg stærð á borg er 50 þúsund íbúar, sem er nægileg stærð til að veita alla þjónustu en er ekki of stór. Svo myndi maður búa 10 - 20 km fjarlægð í sveit....og sækja í borgina fyrir þjónustu, ekki búsetu.

Birgir Loftsson, 2.4.2024 kl. 19:15

3 Smámynd: Birgir Loftsson

Ásgrímur, fyrirgefðu.

Birgir Loftsson, 2.4.2024 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Birgir Loftsson
Birgir Loftsson

Er áhugamaður um sögu og samfélag Íslendinga í nútíð og þátíð og tengslum Íslands við umheiminn. Móttó: ,Hafa skal það sem sannara kann að reynast."

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband