Byrjum á að skilgreina hvað er forsetaþingræði, sem er tilbrigði við forsetaræði og til að spara ásláttur, er tekið beint úr Wikipedia:
"Forsetaþingræði er fyrirkomulag stjórnarfars í lýðveldum þar sem forseti er kosinn með beinni kosningu og hefur umtalsverð völd, en er ekki jafnframt stjórnarleiðtogi eins og þar sem forsetaræði er við lýði. Í löndum sem búa við forsetaþingræði eru þannig bæði forseti og forsætisráðherra, en ólíkt lýðveldum þar sem ríkir þingræði, fer forsetinn með raunveruleg völd en ekki táknrænt hlutverk. Hugmyndin á bak við þetta kerfi er að forsetinn myndi mótvægi við vald stjórnmálaflokka sem ríkja á þinginu og sitja í ríkisstjórn.
Völd forseta í forsetaþingræðisríkjum geta verið af tvennum toga: forsetinn getur ráðið og rekið forsætisráðherra og ríkisstjórn að vild, að því gefnu að hann njóti stuðnings þingsins, annars vegar; og hins vegar að forsetinn getur leyst upp þing, en þingið eitt getur ráðið og rekið forsætisráðherra og ríkisstjórn. Dæmi um hið fyrrnefnda eru Aserbaísjan, Rússland og Perú; en dæmi um hið síðarnefnda eru Frakkland, Úkraína og Alsír." Forsetaþingræði
Hljómar þetta ekki eins og stjórnskipunarákvæði stjórnarskrá Íslands? Sú mýta hefur myndast að forsetinn eigi að vera sameiningartákn, sitjandi á friðarstóli á Bessastöðum. Ólafur Ragnar telur að það sé miðskilningur.
Það vill gleymast að Ísland varð fullvalda konungsríki 1918 og til 1944 er það varð lýðveldi. Afskaplega litlar breytingar voru gerðar á stjórnarskránni enda óvenjulegir tímar, ekki hægt að skilja við konung beint og hreinlega skorðið á öll tengsl við hann. Auðvitað varð hann fúll. Lítill tími gafst til að vinna í nýrri stjórnarskrá en sú gamla tók mið af því að hér var konungur með völd. Kíkjum á stjórnarskránna 1920:
STJÓRNARSKRÁ konungsríkisins Íslands.
I.
1. gr. Stjórnskipulagið er þingbundin konungsstjórn.
2. gr. Löggjafarvaldið er hjá konungi og Alþingi, báðum saman, framkvæmdavaldið hjá konungi og dómsvaldið hjá dómendum.
En kíkjum á 10. grein:
10. gr. Konungur er ábyrgðarlaus og friðhelgur. Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært þá fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. Stjórnarskráin 1920
Þetta er í raun sama fyrirkomulag og varð 1944. En völd konungs/forseta voru og eru nokkuð mikil en þeir eigi ekki að stjórna landinu dags daglega.
Hér koma greinar sem lýsa völd forsetans:
II.
5. gr.
Forsetinn skipar ráðherra og veitir þeim lausn. Hann ákveður tölu þeirra og skiptir störfum með þeim.
16. gr.
Forseti lýðveldisins og ráðherrar skipa ríkisráð, og hefur forseti þar forsæti.
Lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir skal bera upp fyrir forseta í ríkisráði.
Svo koma margar greinar sem lýsa völdum forsetans og ekki ætlunin að fara í þær allar hér. En segja má að allar greinar í kafla II, lýsi miklum völdum forsetans en þær eru 30 talsins. Hann getur rofið þing, skipað embættismenn og svo framvegis. Svo má ekki gleyma málsskotsréttinum.
Með öðrum orðum, forsetinn gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku stjórnkerfi og ákvarðanir hans geta verið pólitískt umdeildar. Atkvæðamikill forseti, getur réttilega orðið valdamikill ef hann kýs það.
En lýsir stjórnarskráin ekki nokkurn veginn forsetaþingræði? Þarf nokkuð að breyta henni að ráði? Þ.e.a.s. ef við viljum meira forsetaræði? Eins og við vitum er stjórnkerfið gallað. Þrískipting valdsins ekki algjör. Alþingi og ríkisstjórn sitja saman á Alþingi sem er óhæfa og skapar of mikil völd stjórnarflokka á störf Alþingis. Er ekki betra að ríkisstjórnin stjórni landinu dags daglega og láti Alþingi um lagagerð? Nógu valdalítið er Alþingi sem er nokkuð konar stimpilstofnun EES. Eða sameina embætti forsætisráðherra og forsetans í eitt? Það er mjög dýrt að vera með forseta. Sjá má fyrir sér að Bessastaðir yrðu áfram stjórnsetur nýs valdhafa.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.4.2024 | 11:46 (breytt kl. 12:00) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.