Margir lukkuriddara eru að íhuga framboð og erfitt að sjá hvaða erindi þeir eiga í starf forseta. Vigdís Bjarnadóttir starfaði á skrifstofu forsetans í 39 ár og ætti því að hafa vit á hvað forsetinn þarf til að bera til að vera góður forseti. Hún hefur tjáð sig um ágæti forseta.
Hún útlistar marga hæfileika og segir: "Að mínu mati þarf hann fyrst og fremst að vera afar vel menntaður, heiðarlegur og heilsteyptur einstaklingur, sem kemur vel fyrir, sem við getum verið stolt af sem okkar þjóðhöfðingja. Hann er okkar fulltrúi og kemur fram fyrir hönd þjóðarinnar bæði á innlendum og erlendum vettvangi." Svo segir hún að forsetann einnig þurfa gott og sterkt bakland og "kjark til að taka mikilvægar og vel ígrundaðar ákvarðanir, jafnvel þó þær séu ekki vinsælar."
Starfaði í 39 ár á skrifstofu forseta og segist vita hvað þarf í embættið
Þetta er allt rétt en það má bæta við að forsetinn þarf að hafa leiðtogahæfileika og sjarma leiðtogans. Hann þarf að vera popúlisti í merkingu þess að hann hafi fylgi meginþorra þjóðarinnar. Hann þarf að vera hugrakkur og þora að taka ákvarðanir en varkár í ákvarðanatöku sinni.
Bloggari skilur vel að núverandi forseti nýtur vinsælda sem persóna og sem forseti. Fáir bera á móti því. En bloggari er samt á því að núverandi forseti hafi ekki valdið embættinu og hans lukka að lítið reyndi á hann sem forseti. Hann hefur lítið þurft að taka stórar ákvarðanir. Og hann sleppur líklega við að taka ákvörðun um bókun 35 er ósjálfstæðismenn leggja fram hana sem lög. Þess vegna er lykilatriði hver verður næsti forseti. Sjálfstæði Íslands liggur að veði.
Það er ekki nóg að vera þekkt andlit úr listamanna geiranum, það þarf miklu meira til að gegna embættinu. Nú hafa tveir menn sem hafa sagnfræðimenntun og fornleifafræðimenntun gegnt embættinu. Báðir voru hlédrægir menn, sá fyrri bar mikinn virðuleika, en hvorgur átti ef til vill ekki mikið erindi í embættið þótt þeir hafi spjarað sig ágætlega.
Nú eru breyttir tímar og Ísland mun samtvinnað umheiminum. Við þurfum því forseta með leiðtogahæfileika og -sjarma, líkt og Vigdís Finnbogadóttir og Ólafur Ragnar Grímsson höfðu. Miklir tungumálagarpar bæði tvö, þau vöfðu erlenda leiðtoga um fingur sér og geisluðu frá sér sjálftstraust. Og Ólafur þorði að taka af skarið og vera fulltrúi þjóðarinnar gagnvart Alþingi.
Það er nefnilega þannig að það er mikið af óvitum á voru þingi, sumt fólk beinlínis stórhættulegt hagsmunum Íslands og vinna mark visst í að grafa undir hefðir, gildi og sjálfstæði landsins. Slíkir eru ókostir fulltrúa lýðræðisins, að í raun fáum við borgaranir lítið um ráðið hver næsta ríkistjórn verður, við kjósum e.t.v. vinstri flokk en fáum í staðið samsuðu eða kokteil sem ekkert gagn gerir og allir kjósendur þessa stjórnaflokka hundóánægðir með útkomuna. Nema forseti Íslands. Hann er raunverulega fulltrúi íslensku þjóðarinnar gagnvart ríkisvaldinu sem virðist vera sjálfstætt fyrirbrigði, oft í litlum tengslum við hinn almenna borgara.
Ef við viljum í raun fá ríkisstjórn eins og við kjósum, þá er forsetaræðið besta leiðin. Dæmi um forsetaræði eru Bandaríkin, Mexíkó og flest ríki Rómönsku Ameríku, Indónesía, Filippseyjar og mörg lönd í Afríku. Forsetaþingræði er afbrigði af þessu kerfi þar sem forseti deilir ábyrgð á stjórnarathöfnum með forsætisráðherra. Dæmi um forsetaþingræði eru Rússland og Frakkland.
Með því að kjósa forsetann beint, er verið að velja hvort um vinstri, miðju eða hægri stjórn er að ræða. Forsetinn velur svo ráðherra sem framfylgja stefnu hans. Málskotsrétturinn þar með ónauðsynlegur.
Í raun er þetta mun betra en núverandi fyrirkomulag en þar er ríkisstjórnin í sömu sæng og Alþingi og koma ráðherrar nánast alltaf úr röðum þingmanna. Þetta gerir þingið veikt gagnvart framkvæmdarvaldinu. Stjórnkerfi Íslands er meingallað. Menn eru að bisast við að bæta ákvæðum við í stjórnarskránna en stjórnskipunarkaflinn er sá kafli sem þarf í raun að breytast. Svo þarf að bæta við meiri rétt þjóðarinnar um stjórn landsins í formi beins lýðræðis.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.4.2024 | 10:29 (breytt kl. 11:43) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.