"Ég held að við höfum gengið í gegnum tímabil þar sem of mörg börn og fólk skilur það svo: "Ég á við vandamál að stríða að það er hlutverk ríkisstjórnarinnar að takast á við það!" eða "Ég á í vandræðum, ég mun fara og fá styrk ríkisins til að takast á við það!" Ég er heimilislaus, ríkisstjórnin verður að hýsa mig! og svo eru þeir að varpa vandamálum sínum á samfélagið og hvert er samfélagið?
Það er ekkert svoleiðis í raunveruleikanum! Það eru einstakir karlar og konur og það eru fjölskyldur og engin stjórnvöld geta gert neitt nema í gegnum fólkið og fólk lítur fyrst til sín.
Það er skylda okkar að passa upp á okkur sjálf og þá líka að hjálpa til við að passa upp á náungann og lífið er gagnkvæm viðskipti og fólk hefur fengið réttindin of mikið í huga án skuldbindinganna, því það er ekkert til sem heitir réttur nema einhver hafi fyrst staðið við skyldu."
Laddi kallaði þetta fólkið sem ríkið þarf að ala í laginu Austurstræti. Það er ekki lengra en svo að kynslóðin á undan bloggritarans þurfti að berjast hart fyrir kjörum sínum og oft var þröngt í búi. Og ekki var kvartað, heldur glaðst yfir litlum hlutum. Fólkið sem sækist hingað í að láta íslenska ríkið ala sig, hefði aldrei komið fyrir 50 árum enda ekkert ríki til að ala það þá en núna er buddann opin öllum flækingum....Ríkið borgar aldrei brúsann, það erum við skattgreiðendurnir. Þetta á líka við um latté lepjandi 101 Reykjavík lið.
____
Miðvikudaginn 23. september 1987, Margaret Thatcher.
Viðtal fyrir Womans Own ("ekkert slíkt [sem samfélag]").
https://www.margaretthatcher.org/document/106689
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | 22.3.2024 | 17:32 (breytt kl. 19:50) | Facebook
Færsluflokkar
- Bílar og akstur
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Fjármál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Löggæsla
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Saga
- Samfélagsmiðlar
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Stjórnlagaþing
- Stjórnmál og samfélag
- Stríð
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Útvarp
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
Athugasemdir
https://fb.watch/qZLiX0EWOE/?
Birgir Loftsson, 22.3.2024 kl. 22:18
Þetta er allt spurning um að við sem gerum okkar besta til að standa við skyldurnar reynum að hjálpa þeim sem geta það ekki af einhverjum ástæðum.
Það er ekki af ástæðulausu að í flugvél sem lendir í neyð átt þú fyrst að setja súrefnisgrímu á sjálfan þig og svo á barnið eða þann sem er við hliðina á þér, svo þú getir hjálpað þeim sem á erfiðara með að hjálpa sjálfum sér.
Við megum í öllu amstrinu ekki gleyma náunganum því ef við gerum það hættum við að vera mannleg.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2024 kl. 01:24
Áttu við verskuldunar kynslóðina - sem erlendingar kalla Entitlement Culture/Generation ...
Guðjón E. Hreinberg, 23.3.2024 kl. 09:52
Gleymdi að bæta við - en ég er mikill aðdáandi Dame Margaret Thatcher, en það er frekar stutt síðan ég lærði það viðhorf hennar að fyrirbærið Þjóðfélag væri ekki til - svosem tengillinn vísar í.
Hef með öðrum orðum verið að láta það gerjast í fáeinar vikur, því ég er ekki enn viss hvort ég sé hinni vitru frú sammála, en það kemur að því að ég mun rita um þetta, ef ég kemst að niðurstöðu.
Bestu kveðjur, og takk fyrir að standa vaktina.
Guðjón E. Hreinberg, 23.3.2024 kl. 09:56
Takk fyrir innlitið Guðjón og Guðmundur. Held að við getum verið sammála um að hjálpa þeim sem verða undir í lífinu. En ónytjungarnir sem gera sig að leik að láta aðra sjá fyrir sér eru ekki fínn pappír að mínu mati.
Birgir Loftsson, 23.3.2024 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.